Ungverjar loka landamærunum að Serbíu Atli Ísleifsson skrifar 14. september 2015 16:06 Þessum gaddavírsklædda gámi verður komið fyrir á landamærunum til að hindra straum flóttafólks frá Serbíu til Ungverjalands. Vísir/EPA Fjölmennt lið lögreglu og hermanna hefur nú komið sér fyrir á þeim stað þar sem girðingin á landamærum Ungverjalands og Serbíu hefur staðið opin. Ungversk yfirvöld hafa frá því klukkan 14:30 ekki hleypt neinum flóttamönnum inn í landið. Flóttamennirnir eru þess í stað sendir á landamærastöðvar eða aftur til Serbíu. Serbneskir fjölmiðlar greina frá því að æ fleiri ungverskir hermenn og brynvarðir bílar hafi komið á staðinn síðustu klukkustundirnar. Alls er reiknað með að um 4.300 ungverskir hermenn verði komið fyrir á landamærunum til að tryggja að enginn komist yfir um 160 kílómetra gaddavírsgirðinguna. Opni hluti girðingarinnar er á lestarteinum og verður lokað á miðnætti. Einungis verða teinarnir opnaðir þegar lest á að koma inn eða úr landinu. Þúsundir flóttamanna hafa haldið yfir landamærin til Ungverjalands síðustu sólarhringana en nýjar og strangari reglur um flóttamenn taka gildi í Ungverjalandi á morgun. Tiltölulega auðvelt hefur reynst fyrir flóttamennina að komast yfir sjálf landamæri Ungverjalands og Serbíu við lestarteinana. Á fyrstu átta tímum dagsins í dag höfðu um þrjú þúsund flóttamenn farið yfir landamærin á þessum stað. Um hádegisbil voru þeir orðnir sex þúsund. Flóttamenn Tengdar fréttir Tugir drukknuðu á flótta sínum í gær Yfir þrjátíu manns fórust, þar á meðal að minnsta kosti eitt barn, þegar trébáti með um 130 flóttamenn hvolfdi við gríska eyjaklasann Farmakonisi í gærmorgun. Daily Mail hafði um kvöldmatarleytið í gær eftir grísku strandgæslunni að 34 lík hefðu fundist. 14. september 2015 07:00 Austurríkismenn senda tvö þúsund hermenn að landamærunum Innanríkisráðherrar aðildarríkja ESB koma saman í Brussel síðar í dag til að ræða flóttamannavandann. 14. september 2015 11:10 Mikil togstreita innan Evrópusambandsins „Maður sér að Þjóðverjar eru að fara af miklum þunga fram á endursamning á öllu kerfinu. Þeir eru farnir að tala mjög harkalega í garð þeirra ríkja sem neita að taka þátt í því að koma upp kvótafyrirkomulagi,“ segir Eiríkur Bergmann stjórnmálafræðingur. 14. september 2015 07:00 Metfjöldi flóttamanna til Ungverjalands Aldrei hafa eins margir flóttamenn streymt inn fyrir landamæri Ungverjalands og síðasta sólarhring. 14. september 2015 07:57 Mest lesið Kosningavaktin: Sögulegar kosningar að baki Innlent Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Innlent Kanónurnar sem eru að hverfa Innlent „Ég er sá fyrsti sem hafnaði þessari ríkisstjórn“ Innlent „Afhroð vinstrisins er rosalegt“ Innlent Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Innlent Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Innlent Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Innlent Lokatölur úr Suðurkjördæmi: Sigur Flokks fólksins Innlent Brynjar hvetur flokk sinn til að fara í naflaskoðun Innlent Fleiri fréttir Kynlífsverkafólk í Belgíu á nú rétt á fæðingarorlofi og lífeyri Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sjá meira
Fjölmennt lið lögreglu og hermanna hefur nú komið sér fyrir á þeim stað þar sem girðingin á landamærum Ungverjalands og Serbíu hefur staðið opin. Ungversk yfirvöld hafa frá því klukkan 14:30 ekki hleypt neinum flóttamönnum inn í landið. Flóttamennirnir eru þess í stað sendir á landamærastöðvar eða aftur til Serbíu. Serbneskir fjölmiðlar greina frá því að æ fleiri ungverskir hermenn og brynvarðir bílar hafi komið á staðinn síðustu klukkustundirnar. Alls er reiknað með að um 4.300 ungverskir hermenn verði komið fyrir á landamærunum til að tryggja að enginn komist yfir um 160 kílómetra gaddavírsgirðinguna. Opni hluti girðingarinnar er á lestarteinum og verður lokað á miðnætti. Einungis verða teinarnir opnaðir þegar lest á að koma inn eða úr landinu. Þúsundir flóttamanna hafa haldið yfir landamærin til Ungverjalands síðustu sólarhringana en nýjar og strangari reglur um flóttamenn taka gildi í Ungverjalandi á morgun. Tiltölulega auðvelt hefur reynst fyrir flóttamennina að komast yfir sjálf landamæri Ungverjalands og Serbíu við lestarteinana. Á fyrstu átta tímum dagsins í dag höfðu um þrjú þúsund flóttamenn farið yfir landamærin á þessum stað. Um hádegisbil voru þeir orðnir sex þúsund.
Flóttamenn Tengdar fréttir Tugir drukknuðu á flótta sínum í gær Yfir þrjátíu manns fórust, þar á meðal að minnsta kosti eitt barn, þegar trébáti með um 130 flóttamenn hvolfdi við gríska eyjaklasann Farmakonisi í gærmorgun. Daily Mail hafði um kvöldmatarleytið í gær eftir grísku strandgæslunni að 34 lík hefðu fundist. 14. september 2015 07:00 Austurríkismenn senda tvö þúsund hermenn að landamærunum Innanríkisráðherrar aðildarríkja ESB koma saman í Brussel síðar í dag til að ræða flóttamannavandann. 14. september 2015 11:10 Mikil togstreita innan Evrópusambandsins „Maður sér að Þjóðverjar eru að fara af miklum þunga fram á endursamning á öllu kerfinu. Þeir eru farnir að tala mjög harkalega í garð þeirra ríkja sem neita að taka þátt í því að koma upp kvótafyrirkomulagi,“ segir Eiríkur Bergmann stjórnmálafræðingur. 14. september 2015 07:00 Metfjöldi flóttamanna til Ungverjalands Aldrei hafa eins margir flóttamenn streymt inn fyrir landamæri Ungverjalands og síðasta sólarhring. 14. september 2015 07:57 Mest lesið Kosningavaktin: Sögulegar kosningar að baki Innlent Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Innlent Kanónurnar sem eru að hverfa Innlent „Ég er sá fyrsti sem hafnaði þessari ríkisstjórn“ Innlent „Afhroð vinstrisins er rosalegt“ Innlent Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Innlent Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Innlent Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Innlent Lokatölur úr Suðurkjördæmi: Sigur Flokks fólksins Innlent Brynjar hvetur flokk sinn til að fara í naflaskoðun Innlent Fleiri fréttir Kynlífsverkafólk í Belgíu á nú rétt á fæðingarorlofi og lífeyri Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sjá meira
Tugir drukknuðu á flótta sínum í gær Yfir þrjátíu manns fórust, þar á meðal að minnsta kosti eitt barn, þegar trébáti með um 130 flóttamenn hvolfdi við gríska eyjaklasann Farmakonisi í gærmorgun. Daily Mail hafði um kvöldmatarleytið í gær eftir grísku strandgæslunni að 34 lík hefðu fundist. 14. september 2015 07:00
Austurríkismenn senda tvö þúsund hermenn að landamærunum Innanríkisráðherrar aðildarríkja ESB koma saman í Brussel síðar í dag til að ræða flóttamannavandann. 14. september 2015 11:10
Mikil togstreita innan Evrópusambandsins „Maður sér að Þjóðverjar eru að fara af miklum þunga fram á endursamning á öllu kerfinu. Þeir eru farnir að tala mjög harkalega í garð þeirra ríkja sem neita að taka þátt í því að koma upp kvótafyrirkomulagi,“ segir Eiríkur Bergmann stjórnmálafræðingur. 14. september 2015 07:00
Metfjöldi flóttamanna til Ungverjalands Aldrei hafa eins margir flóttamenn streymt inn fyrir landamæri Ungverjalands og síðasta sólarhring. 14. september 2015 07:57