Ríkið þarf að „losna undan skuldafjallinu“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 10. september 2015 11:28 Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, mælir fyrir fjárlagafrumvarpinu á Alþingi í dag. vísir/pjetur Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, mælti fyrir fjárlagafrumvarpi næsta árs á Alþingi í morgun. Í upphafi ræðu sinnar lagði hann áherslu á að stíga varlega til jarðar þegar talað er um þá fjármuni sem geta komið í hlut ríkisins vegna losunar gjaldeyrishafta. Ekki væri ráðlegt að gera ráð fyrir miklum peningum út af gjaldeyrishöftum þar sem ekkert væri fast í hendi enn.Sjá einnig: Bein útsending: Fjárlögin rædd á Alþingi Fjármálaráðherra lagði jafnframt áherslu á mikilvægi þess að ríkið greiði niður skuldir sínar. Bjarni sagði að umræðan um fjárlagafrumvarpið snerist gjarnan um velferðarmálin en forsenda þess að hægt væri að gera betur í velferðarmálum væri að greiða niður skuldir, „losna undan skuldafjallinu,“ eins og fjármálaráðherra orðaði það. Mikilvægt væri til að mynda að selja ríkiseignir sem „duttu í fang ríkisins“ í kjölfar hrunsins 2008 svo greiða mætti niður skuldirnar. Markmiðið væri að ná fram jöfnuði í vaxtagjöldum- og tekjum og að hreinar skuldir ríkisins verði engar. Sagði Bjarni raunhæft að ná því markmiði eftir 10 ár, árið 2025. Þannig væri ríkisstjórnin að horfa til langs tíma í þessum efnum en ýmsar breytur gætu þó haft áhrif á þá framtíðarsýn. Alþingi Fjárlagafrumvarp 2016 Tengdar fréttir Bjarni fékk föðurlegt klapp á bakið frá framkvæmdastjóra OECD Í nýrri skýrslu Efnahags- og framfarastofnunarinnar segir að góðar horfur í efnahagslífinu á Íslandi séu eftirtektaverðar. Helstu áskoranir sem íslensk stjórnvöld standa frammi fyrir næstu misseri eru miklar launahækkanir og losun fjármagnshafta. 1. september 2015 23:09 Jákvætt að það sé afgangur Þingmenn stjórnarandstöðu-flokkanna eru sammála um að jákvætt sé að stefna á rúmlega fimmtán milljarða króna afgang á næsta ári, og að efnahagur landsins sé að rétta úr sér. Þeir sem færðu fórnir á hrunárunum séu þó ekki að njóta góðs af því. 9. september 2015 20:00 Framlög til Þjóðleikhússins og Sinfó hækka Hækkanirnar eru ætlaðar að styrkja rekstur leikhússins og sveitarinnar. 8. september 2015 13:38 Árni Páll Árnason Samfylkingu: Fjárlagafrumvarp þeirra betur settu Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingar, gefur ekki mikið fyrir ný fjárlög og segir forgangsröðina ranga: Ekkert er gert fyrir þá sem lakar hafa það í þjóðfélaginu. 8. september 2015 15:06 Á annan milljarð króna ónýttur úr Framkvæmdasjóði ferðamannastaða "Staða Framkvæmdasjóðsins sýnir hins vegar glögglega að skortur á fjármagni er ekki stærsta hindrunin í uppbyggingunni þar sem vel yfir helmingi verkefna sem úthlutað hefur verið til er enn ólokið“ 8. september 2015 18:36 Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Erlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Erlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Fleiri fréttir Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Sjá meira
Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, mælti fyrir fjárlagafrumvarpi næsta árs á Alþingi í morgun. Í upphafi ræðu sinnar lagði hann áherslu á að stíga varlega til jarðar þegar talað er um þá fjármuni sem geta komið í hlut ríkisins vegna losunar gjaldeyrishafta. Ekki væri ráðlegt að gera ráð fyrir miklum peningum út af gjaldeyrishöftum þar sem ekkert væri fast í hendi enn.Sjá einnig: Bein útsending: Fjárlögin rædd á Alþingi Fjármálaráðherra lagði jafnframt áherslu á mikilvægi þess að ríkið greiði niður skuldir sínar. Bjarni sagði að umræðan um fjárlagafrumvarpið snerist gjarnan um velferðarmálin en forsenda þess að hægt væri að gera betur í velferðarmálum væri að greiða niður skuldir, „losna undan skuldafjallinu,“ eins og fjármálaráðherra orðaði það. Mikilvægt væri til að mynda að selja ríkiseignir sem „duttu í fang ríkisins“ í kjölfar hrunsins 2008 svo greiða mætti niður skuldirnar. Markmiðið væri að ná fram jöfnuði í vaxtagjöldum- og tekjum og að hreinar skuldir ríkisins verði engar. Sagði Bjarni raunhæft að ná því markmiði eftir 10 ár, árið 2025. Þannig væri ríkisstjórnin að horfa til langs tíma í þessum efnum en ýmsar breytur gætu þó haft áhrif á þá framtíðarsýn.
Alþingi Fjárlagafrumvarp 2016 Tengdar fréttir Bjarni fékk föðurlegt klapp á bakið frá framkvæmdastjóra OECD Í nýrri skýrslu Efnahags- og framfarastofnunarinnar segir að góðar horfur í efnahagslífinu á Íslandi séu eftirtektaverðar. Helstu áskoranir sem íslensk stjórnvöld standa frammi fyrir næstu misseri eru miklar launahækkanir og losun fjármagnshafta. 1. september 2015 23:09 Jákvætt að það sé afgangur Þingmenn stjórnarandstöðu-flokkanna eru sammála um að jákvætt sé að stefna á rúmlega fimmtán milljarða króna afgang á næsta ári, og að efnahagur landsins sé að rétta úr sér. Þeir sem færðu fórnir á hrunárunum séu þó ekki að njóta góðs af því. 9. september 2015 20:00 Framlög til Þjóðleikhússins og Sinfó hækka Hækkanirnar eru ætlaðar að styrkja rekstur leikhússins og sveitarinnar. 8. september 2015 13:38 Árni Páll Árnason Samfylkingu: Fjárlagafrumvarp þeirra betur settu Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingar, gefur ekki mikið fyrir ný fjárlög og segir forgangsröðina ranga: Ekkert er gert fyrir þá sem lakar hafa það í þjóðfélaginu. 8. september 2015 15:06 Á annan milljarð króna ónýttur úr Framkvæmdasjóði ferðamannastaða "Staða Framkvæmdasjóðsins sýnir hins vegar glögglega að skortur á fjármagni er ekki stærsta hindrunin í uppbyggingunni þar sem vel yfir helmingi verkefna sem úthlutað hefur verið til er enn ólokið“ 8. september 2015 18:36 Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Erlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Erlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Fleiri fréttir Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Sjá meira
Bjarni fékk föðurlegt klapp á bakið frá framkvæmdastjóra OECD Í nýrri skýrslu Efnahags- og framfarastofnunarinnar segir að góðar horfur í efnahagslífinu á Íslandi séu eftirtektaverðar. Helstu áskoranir sem íslensk stjórnvöld standa frammi fyrir næstu misseri eru miklar launahækkanir og losun fjármagnshafta. 1. september 2015 23:09
Jákvætt að það sé afgangur Þingmenn stjórnarandstöðu-flokkanna eru sammála um að jákvætt sé að stefna á rúmlega fimmtán milljarða króna afgang á næsta ári, og að efnahagur landsins sé að rétta úr sér. Þeir sem færðu fórnir á hrunárunum séu þó ekki að njóta góðs af því. 9. september 2015 20:00
Framlög til Þjóðleikhússins og Sinfó hækka Hækkanirnar eru ætlaðar að styrkja rekstur leikhússins og sveitarinnar. 8. september 2015 13:38
Árni Páll Árnason Samfylkingu: Fjárlagafrumvarp þeirra betur settu Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingar, gefur ekki mikið fyrir ný fjárlög og segir forgangsröðina ranga: Ekkert er gert fyrir þá sem lakar hafa það í þjóðfélaginu. 8. september 2015 15:06
Á annan milljarð króna ónýttur úr Framkvæmdasjóði ferðamannastaða "Staða Framkvæmdasjóðsins sýnir hins vegar glögglega að skortur á fjármagni er ekki stærsta hindrunin í uppbyggingunni þar sem vel yfir helmingi verkefna sem úthlutað hefur verið til er enn ólokið“ 8. september 2015 18:36