Nýr Renault Megane í Frankfürt Finnur Thorlacius skrifar 10. september 2015 10:45 Nýr Renault Megane. Renault Megane keppir í afar erfiðum flokki bíla gegn magnsölubílunum Volkswagen Golf og Peugeot 308, en þessir bílar seljast nú eins og heitar lummur í Evrópu og víðar. Renault ætlar að svara nýjum gerðum þessara bíla með gerbreyttri kynslóð Megane og mun sýna bílinn á bílasýningunni í Frankfürt sem hefst á þriðjudaginn næsta. Renault menn segja að nýr Megane verði að standa út úr fjöldanum til að ná hylli kaupenda og þannig sé þessi nýi bíll. Nýr Megane er 25 mm lægri á vegi en forverinn og 47 mm breiðari að framan og 39 mm breiðari að aftan. Bil milli hjóla hefur einnig lengst um 28 mm og bilið frá framöxli að fremsta punkti hefur styst til að gefa bílnum sportlegra útlit. Snotur afturendi á nýjum Megane. Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Innlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent Diljá Mist boðar til fundar Innlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Erlent Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Erlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent
Renault Megane keppir í afar erfiðum flokki bíla gegn magnsölubílunum Volkswagen Golf og Peugeot 308, en þessir bílar seljast nú eins og heitar lummur í Evrópu og víðar. Renault ætlar að svara nýjum gerðum þessara bíla með gerbreyttri kynslóð Megane og mun sýna bílinn á bílasýningunni í Frankfürt sem hefst á þriðjudaginn næsta. Renault menn segja að nýr Megane verði að standa út úr fjöldanum til að ná hylli kaupenda og þannig sé þessi nýi bíll. Nýr Megane er 25 mm lægri á vegi en forverinn og 47 mm breiðari að framan og 39 mm breiðari að aftan. Bil milli hjóla hefur einnig lengst um 28 mm og bilið frá framöxli að fremsta punkti hefur styst til að gefa bílnum sportlegra útlit. Snotur afturendi á nýjum Megane.
Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Innlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent Diljá Mist boðar til fundar Innlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Erlent Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Erlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent