Ljóðabók, leikrit og sjónvarpsþáttur á leiðinni Kjartan Atli Kjartansson skrifar 29. september 2015 09:00 Það er nóg um að vera hjá Dóra sem er nú búsettur á Akureyri. Ég er svo stoltur af þessari bók. Hún er ákveðið uppgjör við tilfinningar og karlmennsku,“ segir Halldór Halldórsson, einnig þekktur sem Dóri DNA, um ljóðabók eftir hann sem kemur út í vikunni. Bókin ber titilinn Hugmyndir að andvirði 100 milljónir og segir Dóri hana skiptast í langa prósa „og svo bara beinharðar hugmyndir. Ljóð fyrir mér eru hugmyndir og ég á nóg af þeim. Ég reyni að gera upp tilfinningar, eins og þær sem tengjast karlmennsku. Það hefur oft verið sagt að karlmennskan sé dauð, en samt blundar í okkur stolt og hefnigirni. Ljóðin koma mörg upp úr langrækni og andlegri pattstöðu. Þetta er í fyrsta skiptið sem mér finnst ég geta sagt með sanni: Þetta er mín rödd. Svona tala ég.“Hvar liggja mörk gríns? Dóri er nú búsettur á Akureyri, þar sem hann setur upp leikrit ásamt Sögu Garðarsdóttur, fyrir Menningarfélag Akureyrar. Titill leikritsins er Þetta er grín án djóks en er einnig kallað Je Suis Brynjar Níelsson og fjallar um tvo grínista sem þau Dóri og Saga leika. „Þau eru kærustupar og eru stanslaust að pæla í gríni og bröndurum, hvað má segja og hvað ekki. Svo kemur stórt gigg upp á milli þeirra, þar sem hann er afbókaður en hún er bókuð. Þau lenda í ýmsum ævintýrum og þurfa meðal annars að takast á við brandaralögguna. Leikritið fjallar um hvar mörkin liggja í gríni. Auðunn Blöndal þurfti að biðjast afsökunar á nauðgunarbrandara ekki alls fyrir löngu. Stuttu seinna sögðu Tina Fey og Amy Poehler nánast sama brandara og voru lofaðar mikið. Það er ekki þannig að það megi segja allt.“Ljóðabók, Dóri DNA, Halldór Halldórsson, Hugmyndir: Andvirði hundrað milljónirHandboltadrama Ofan á ljóðabókina og leikritið bætist svo handritsgerð að sjónvarpsþáttum. Dóri og Hafsteinn Gunnar Sigurðsson eru með þátt á teikniborðinu. „Þetta er allt í miklum startholum. Við Hafsteinn erum að byggja ofan á gamla hugmynd sem við Bergur Ebbi áttum. Upphaflega áttu þættirnir að verða grínþættir, svona handboltagrín. En nú verður þetta dramasería sem fjallar um gamla handboltahetju, kvennahandbolta og íslenskt samfélag. Zik Zak er í þessu með okkur og við erum að vonast til þess að geta fengið kvikmyndasjóð og einhverja sjónvarpsstöð með okkur í þetta.“Fleiri tímar í sólarhringnum Dóri fluttist til Akureyrar með fjölskyldu sinni; eiginkonu sinni Magneu Guðmundsdóttur, dóttur sinni Guðnýju og svo flýgur Kári sonur hans á milli höfuðborgarinnar og höfuðstaðar Norðurlands. „Lífið hérna er yndislegt. Maður hefur heyrt þessa klisju, að hér séu fleiri klukkutímar í sólarhringnum. Þessi klisja er sönn. Tempóið hérna er allt annað. Fyrst kom maður með sinn reykvíska hamagang, alveg að fá kransæðastíflu. En svo lærir maður inn á lífið hérna og maður er örugglega fókusaðri.“ Eins og þeir sem fylgja Dóra á Twitter vita hefur kappinn verið í mikilli líkamlegri þjálfun undanfarna mánuði og hefur tekið mataræðið í gegn. Hann segir kannski helsta gallann við Akureyri vera freistingarnar í matnum. „Hér setja menn bernaise-sósu á allt. Ég þarf að berjast við freistingar franskra og bernaise alla daga frá tólf til tólf,“ segir hann og skellir upp úr.Hvetur fólk til að koma norður Þrátt fyrir að fjölskyldan sé ánægð fyrir norðan segir Dóri það ekki planið að setjast þar að. „Nei, ég hugsa að við munum ekki festast hérna. En við munum örugglega koma hingað aftur.“ Dóri lofar Jón Pál Eyjólfsson, leikhússtjóra Menningarfélags Akureyrar. „Mér líst mjög vel á hugmyndir hans og vil endilega vinna með honum aftur. Ég held að mikið gott eigi eftir að gerast í leiklist á Akureyri á næstu misserum.“ Leikritið verður frumsýnt 22. október næstkomandi. „Sýningar verða í Hofi. Þetta er frábær salur og kjörið fyrir fólk að koma í heimsókn norður. Kíkja á leikrit og fá sér bernaise-sósu.“ Ljóðabókin Hugmyndir að andvirði 100 milljónir kemur út á fimmtudaginn og er gefin út af Bjarti bókaforlagi. Efnt verður til upplestrar og útgáfuhófs að Laugavegi 77 á útgáfudag. Menning Mest lesið Stjörnulífið: Skvísupartý, konudagurinn og Söngvakeppnin Lífið Svona skiptust atkvæðin í Söngvakeppninni í heild sinni Lífið Vinur Patriks kom upp um hann Lífið Segir galið að vara við kjöti en ekki sælgæti Lífið Setja markið á 29. sætið Lífið Gurrý selur slotið Lífið Grammy-goðsögnin Roberta Flack látin Lífið Gellurnar fjölmenntu í afmæli Porra Lífið Allskonar trix til að spara mikla fjármuni Lífið Ekkert gefið eftir í elegansinum Tíska og hönnun Fleiri fréttir Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Hryllingsleikrit um árið án sumars en þó ekki 2024 Margar milljónir í menninguna Halli með nýtt hlaðvarp: Getur loksins verið í augnhæð með fólki Skiluðu tillögum um uppbyggingu Jónasarstofu í Öxnadal Fullt út úr dyrum á sjóðheitri ljósmyndasýningu Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Sjá meira
Ég er svo stoltur af þessari bók. Hún er ákveðið uppgjör við tilfinningar og karlmennsku,“ segir Halldór Halldórsson, einnig þekktur sem Dóri DNA, um ljóðabók eftir hann sem kemur út í vikunni. Bókin ber titilinn Hugmyndir að andvirði 100 milljónir og segir Dóri hana skiptast í langa prósa „og svo bara beinharðar hugmyndir. Ljóð fyrir mér eru hugmyndir og ég á nóg af þeim. Ég reyni að gera upp tilfinningar, eins og þær sem tengjast karlmennsku. Það hefur oft verið sagt að karlmennskan sé dauð, en samt blundar í okkur stolt og hefnigirni. Ljóðin koma mörg upp úr langrækni og andlegri pattstöðu. Þetta er í fyrsta skiptið sem mér finnst ég geta sagt með sanni: Þetta er mín rödd. Svona tala ég.“Hvar liggja mörk gríns? Dóri er nú búsettur á Akureyri, þar sem hann setur upp leikrit ásamt Sögu Garðarsdóttur, fyrir Menningarfélag Akureyrar. Titill leikritsins er Þetta er grín án djóks en er einnig kallað Je Suis Brynjar Níelsson og fjallar um tvo grínista sem þau Dóri og Saga leika. „Þau eru kærustupar og eru stanslaust að pæla í gríni og bröndurum, hvað má segja og hvað ekki. Svo kemur stórt gigg upp á milli þeirra, þar sem hann er afbókaður en hún er bókuð. Þau lenda í ýmsum ævintýrum og þurfa meðal annars að takast á við brandaralögguna. Leikritið fjallar um hvar mörkin liggja í gríni. Auðunn Blöndal þurfti að biðjast afsökunar á nauðgunarbrandara ekki alls fyrir löngu. Stuttu seinna sögðu Tina Fey og Amy Poehler nánast sama brandara og voru lofaðar mikið. Það er ekki þannig að það megi segja allt.“Ljóðabók, Dóri DNA, Halldór Halldórsson, Hugmyndir: Andvirði hundrað milljónirHandboltadrama Ofan á ljóðabókina og leikritið bætist svo handritsgerð að sjónvarpsþáttum. Dóri og Hafsteinn Gunnar Sigurðsson eru með þátt á teikniborðinu. „Þetta er allt í miklum startholum. Við Hafsteinn erum að byggja ofan á gamla hugmynd sem við Bergur Ebbi áttum. Upphaflega áttu þættirnir að verða grínþættir, svona handboltagrín. En nú verður þetta dramasería sem fjallar um gamla handboltahetju, kvennahandbolta og íslenskt samfélag. Zik Zak er í þessu með okkur og við erum að vonast til þess að geta fengið kvikmyndasjóð og einhverja sjónvarpsstöð með okkur í þetta.“Fleiri tímar í sólarhringnum Dóri fluttist til Akureyrar með fjölskyldu sinni; eiginkonu sinni Magneu Guðmundsdóttur, dóttur sinni Guðnýju og svo flýgur Kári sonur hans á milli höfuðborgarinnar og höfuðstaðar Norðurlands. „Lífið hérna er yndislegt. Maður hefur heyrt þessa klisju, að hér séu fleiri klukkutímar í sólarhringnum. Þessi klisja er sönn. Tempóið hérna er allt annað. Fyrst kom maður með sinn reykvíska hamagang, alveg að fá kransæðastíflu. En svo lærir maður inn á lífið hérna og maður er örugglega fókusaðri.“ Eins og þeir sem fylgja Dóra á Twitter vita hefur kappinn verið í mikilli líkamlegri þjálfun undanfarna mánuði og hefur tekið mataræðið í gegn. Hann segir kannski helsta gallann við Akureyri vera freistingarnar í matnum. „Hér setja menn bernaise-sósu á allt. Ég þarf að berjast við freistingar franskra og bernaise alla daga frá tólf til tólf,“ segir hann og skellir upp úr.Hvetur fólk til að koma norður Þrátt fyrir að fjölskyldan sé ánægð fyrir norðan segir Dóri það ekki planið að setjast þar að. „Nei, ég hugsa að við munum ekki festast hérna. En við munum örugglega koma hingað aftur.“ Dóri lofar Jón Pál Eyjólfsson, leikhússtjóra Menningarfélags Akureyrar. „Mér líst mjög vel á hugmyndir hans og vil endilega vinna með honum aftur. Ég held að mikið gott eigi eftir að gerast í leiklist á Akureyri á næstu misserum.“ Leikritið verður frumsýnt 22. október næstkomandi. „Sýningar verða í Hofi. Þetta er frábær salur og kjörið fyrir fólk að koma í heimsókn norður. Kíkja á leikrit og fá sér bernaise-sósu.“ Ljóðabókin Hugmyndir að andvirði 100 milljónir kemur út á fimmtudaginn og er gefin út af Bjarti bókaforlagi. Efnt verður til upplestrar og útgáfuhófs að Laugavegi 77 á útgáfudag.
Menning Mest lesið Stjörnulífið: Skvísupartý, konudagurinn og Söngvakeppnin Lífið Svona skiptust atkvæðin í Söngvakeppninni í heild sinni Lífið Vinur Patriks kom upp um hann Lífið Segir galið að vara við kjöti en ekki sælgæti Lífið Setja markið á 29. sætið Lífið Gurrý selur slotið Lífið Grammy-goðsögnin Roberta Flack látin Lífið Gellurnar fjölmenntu í afmæli Porra Lífið Allskonar trix til að spara mikla fjármuni Lífið Ekkert gefið eftir í elegansinum Tíska og hönnun Fleiri fréttir Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Hryllingsleikrit um árið án sumars en þó ekki 2024 Margar milljónir í menninguna Halli með nýtt hlaðvarp: Getur loksins verið í augnhæð með fólki Skiluðu tillögum um uppbyggingu Jónasarstofu í Öxnadal Fullt út úr dyrum á sjóðheitri ljósmyndasýningu Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Sjá meira