Dauflegir túristatónleikar Jónas Sen skrifar 24. september 2015 12:30 Tónlist Íslensk tónlistarsaga í tali og tónum. Hannesarholt Sunnudaginn 20. september. Halldóra Eyjólfsdóttir söng, Júlíana Rún Indriðadóttir lék á píanó. Jón Leifs stofnaði STEF, þ.e. Samtök tónskálda og eigenda flutningsréttar. Hann var alveg grjótharður. Einu sinni lenti hann í rimmu við rútubílstjóra sem var vanur því að hafa útvarpið í gangi á ferðum sínum. Engir samningar höfðu verið gerðir á milli STEFs og fyrirtækisins um opinberan tónlistarflutning. Jón var farþegi í rútunni og krafðist þess að bílstjórinn slökkti á útvarpinu. Bílstjórinn sendi honum fingurinn. Þá sparkaði Jón í útvarpið og braut það. Þetta var ein af sögunum sem píanóleikarinn Júlíana Rún Indriðadóttir sagði á fyrirlestri um íslenska tónlistarsögu í Hannesarholti á sunnudaginn. Fyrirlesturinn var skreyttur tóndæmum. Þau voru allt frá þjóðlögum á borð við Móðir mín í kví, kví til lagsins Kata er best eftir Tryggva M. Baldvinsson. Það var síðasta lagið á efnisskránni. Í langflestum lögunum söng Halldóra Eyjólfsdóttir mezzósópran. Upphaflega mun dagskráin hafa verið ætluð túristum, sem er auðvitað alveg ágætt, en það skýrir væntanlega af hverju efnisvalið var frekar þunnt. Þarna var allt afar aðgengilegt og auðmelt. Þetta var svona „best of“ tónleikar. Vissulega voru innan um lög eftir gamla módernista, Atla Heimi Sveinsson og Þorkel Sigurbjörnsson, en ekkert krefjandi. Aðallega voru borin fram þessi venjulegu lög eftir Sigfús Einarsson (Draumalandið, hvað annað!), Árna Thorsteinsson, Sigvalda Kaldalóns, o.s.frv. Nú hefði svona margþvæld efnisskrá verið ásættanleg ef flutningurinn hefði verið spennandi. En því var ekki að heilsa. Halldóra söng hreint en röddin sjálf var býsna hörkuleg. Blæbrigðin vantaði í röddina. Það hljómaði allt eins. Þegar hún söng hátt var það svo hvasst að það var óþægilegt. Júlíana spilaði hins vegar ágætlega, en hún tók engar áhættur. Útkoman var óttalega fyrirsjáanleg. Hvar var sveiflan í Maður hefur nú eftir Gunnar Reyni Sveinsson? Þetta er djasslag, sem býður upp á persónulega útfærslu. En hér var bara farið eftir nótunum – ekkert kom á óvart. Það skorti alla dirfsku í túlkunina. Flest annað var sama marki brennt. Kata er best sem fyrr var nefnd var skelfilega stirð. Þetta er létt og fyndið lag, en hér var enginn húmor, enginn léttleiki. Íslensk tónlistarsaga á betra skilið.Niðurstaða: Íslensk tónlistarsaga var sögð á syfjulegum tónleikum þar sem fátt bar til tíðinda. Menning Tónlistargagnrýni Mest lesið Er bókstaflega skíthrædd Lífið Dillaði sér við lag úr áramótaskaupi 2013 Lífið Krakkatían: Kosningar, fiskar og göng Lífið Sigmundur taki stríðnina alla leið Lífið „Álagið er þessi fjarvera“ Lífið Kosningamaskína hafi nálgast soninn í gegnum Smitten Lífið Kosningakviss: El Classico þegar turnarnir tveir mættust Lífið Datt í afturábakkapphlaupi við fréttamann Lífið Fréttatían: Kosningar, verðbólga og körfubolti Lífið Kosningakviss: Tókust á um Eurovision og Næturvaktina Lífið Fleiri fréttir Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Sjá meira
Tónlist Íslensk tónlistarsaga í tali og tónum. Hannesarholt Sunnudaginn 20. september. Halldóra Eyjólfsdóttir söng, Júlíana Rún Indriðadóttir lék á píanó. Jón Leifs stofnaði STEF, þ.e. Samtök tónskálda og eigenda flutningsréttar. Hann var alveg grjótharður. Einu sinni lenti hann í rimmu við rútubílstjóra sem var vanur því að hafa útvarpið í gangi á ferðum sínum. Engir samningar höfðu verið gerðir á milli STEFs og fyrirtækisins um opinberan tónlistarflutning. Jón var farþegi í rútunni og krafðist þess að bílstjórinn slökkti á útvarpinu. Bílstjórinn sendi honum fingurinn. Þá sparkaði Jón í útvarpið og braut það. Þetta var ein af sögunum sem píanóleikarinn Júlíana Rún Indriðadóttir sagði á fyrirlestri um íslenska tónlistarsögu í Hannesarholti á sunnudaginn. Fyrirlesturinn var skreyttur tóndæmum. Þau voru allt frá þjóðlögum á borð við Móðir mín í kví, kví til lagsins Kata er best eftir Tryggva M. Baldvinsson. Það var síðasta lagið á efnisskránni. Í langflestum lögunum söng Halldóra Eyjólfsdóttir mezzósópran. Upphaflega mun dagskráin hafa verið ætluð túristum, sem er auðvitað alveg ágætt, en það skýrir væntanlega af hverju efnisvalið var frekar þunnt. Þarna var allt afar aðgengilegt og auðmelt. Þetta var svona „best of“ tónleikar. Vissulega voru innan um lög eftir gamla módernista, Atla Heimi Sveinsson og Þorkel Sigurbjörnsson, en ekkert krefjandi. Aðallega voru borin fram þessi venjulegu lög eftir Sigfús Einarsson (Draumalandið, hvað annað!), Árna Thorsteinsson, Sigvalda Kaldalóns, o.s.frv. Nú hefði svona margþvæld efnisskrá verið ásættanleg ef flutningurinn hefði verið spennandi. En því var ekki að heilsa. Halldóra söng hreint en röddin sjálf var býsna hörkuleg. Blæbrigðin vantaði í röddina. Það hljómaði allt eins. Þegar hún söng hátt var það svo hvasst að það var óþægilegt. Júlíana spilaði hins vegar ágætlega, en hún tók engar áhættur. Útkoman var óttalega fyrirsjáanleg. Hvar var sveiflan í Maður hefur nú eftir Gunnar Reyni Sveinsson? Þetta er djasslag, sem býður upp á persónulega útfærslu. En hér var bara farið eftir nótunum – ekkert kom á óvart. Það skorti alla dirfsku í túlkunina. Flest annað var sama marki brennt. Kata er best sem fyrr var nefnd var skelfilega stirð. Þetta er létt og fyndið lag, en hér var enginn húmor, enginn léttleiki. Íslensk tónlistarsaga á betra skilið.Niðurstaða: Íslensk tónlistarsaga var sögð á syfjulegum tónleikum þar sem fátt bar til tíðinda.
Menning Tónlistargagnrýni Mest lesið Er bókstaflega skíthrædd Lífið Dillaði sér við lag úr áramótaskaupi 2013 Lífið Krakkatían: Kosningar, fiskar og göng Lífið Sigmundur taki stríðnina alla leið Lífið „Álagið er þessi fjarvera“ Lífið Kosningamaskína hafi nálgast soninn í gegnum Smitten Lífið Kosningakviss: El Classico þegar turnarnir tveir mættust Lífið Datt í afturábakkapphlaupi við fréttamann Lífið Fréttatían: Kosningar, verðbólga og körfubolti Lífið Kosningakviss: Tókust á um Eurovision og Næturvaktina Lífið Fleiri fréttir Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Sjá meira