Fiorina rís en fylgi Trump og Walker fellur í nýrri skoðanakönnun Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 21. september 2015 07:00 Fylgi Scott Walker hefur fallið niður í 0% Nordicphotos/AFP Fylgi Donalds Trumps fellur úr 32 prósentum niður í 24 prósent og fylgi Carly Fiorina fimmfaldast, úr þremur prósentum og upp í fimmtán. Þetta kemur fram í nýrri könnun fréttastofu CNN sem gefin var út í gær. Miklar breytingar urðu á fylgi þeirra repúblikana sem sækjast eftir útnefningu flokksins til forsetaframboðs á næsta ári í kjölfar kappræðna á miðvikudaginn. Trump kom einna verst út samkvæmt skoðanakönnun CNN en ef fylgistölurnar eru skoðaðar er Fiorina ótvíræður sigurvegari. Skoðanakönnun CNN er áhyggjuefni fyrir fleiri frambjóðendur en Trump. Þrátt fyrir að hafa virst sigurstranglegastur fyrir nokkrum vikum og hundrað milljóna Bandaríkjadala kosningasjóð, stærri en kosningasjóður nokkurs annars frambjóðanda, hefur Jeb Bush nú mistekist í tvígang að nýta sér kappræður til að komast aftur í toppbaráttuna. Scott Walker fær einnig skell í könnuninni og missir fylgi sitt. Nú mælist hann undir hálfu prósenti en í sumar var hann meðal efstu manna. Walker hefur hrapað úr tæplega tuttugu prósentum og niður á botn. Þá leiddi hann einnig lengi vel í Iowa en það ríki kýs frambjóðanda fyrst allra. Trump þykir hins vegar líklegastur til að standa sig vel í efnahagsmálum, en 44 prósent aðspurðra treysta honum best í þeim málaflokki, mun fleiri en treysta Fiorina sem er í öðru sæti með ellefu prósent. Þá er Trump einnig vinsælastur í innflytjendamálum og treysta 47 prósent honum best. Marco Rubio er þar í öðru sæti með fimmtán prósent. Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Ríkisstjóri Wisconsin tilkynnir um framboð Scott Walker er fimmtándi repúblikaninn til að sækjast eftir útnefningu flokksins til forsetaframboðs. 14. júlí 2015 07:00 Könnun CNN: Trump með mikið forskot á aðra frambjóðendur Donald Trump mælist með 24 prósent fylgi í könnun um fylgi þeirra sem vilja verða forsetaefni Repúblikana. 18. ágúst 2015 23:27 Fimmur, misheppnaðir brandarar og fleira úr kappræðum Repúblikana CNN hefur tekið saman vandræðalegustu atvikin úr kappræðunum í gærkvöldi 17. september 2015 10:31 Trump með 30 prósent fylgi meðal Repúblikana Fylgi Donalds Trump hefur aukist sérstaklega meðal kvenna og háskólamenntaðra. 10. september 2015 12:07 Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Erlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Innlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Fleiri fréttir Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Sjá meira
Fylgi Donalds Trumps fellur úr 32 prósentum niður í 24 prósent og fylgi Carly Fiorina fimmfaldast, úr þremur prósentum og upp í fimmtán. Þetta kemur fram í nýrri könnun fréttastofu CNN sem gefin var út í gær. Miklar breytingar urðu á fylgi þeirra repúblikana sem sækjast eftir útnefningu flokksins til forsetaframboðs á næsta ári í kjölfar kappræðna á miðvikudaginn. Trump kom einna verst út samkvæmt skoðanakönnun CNN en ef fylgistölurnar eru skoðaðar er Fiorina ótvíræður sigurvegari. Skoðanakönnun CNN er áhyggjuefni fyrir fleiri frambjóðendur en Trump. Þrátt fyrir að hafa virst sigurstranglegastur fyrir nokkrum vikum og hundrað milljóna Bandaríkjadala kosningasjóð, stærri en kosningasjóður nokkurs annars frambjóðanda, hefur Jeb Bush nú mistekist í tvígang að nýta sér kappræður til að komast aftur í toppbaráttuna. Scott Walker fær einnig skell í könnuninni og missir fylgi sitt. Nú mælist hann undir hálfu prósenti en í sumar var hann meðal efstu manna. Walker hefur hrapað úr tæplega tuttugu prósentum og niður á botn. Þá leiddi hann einnig lengi vel í Iowa en það ríki kýs frambjóðanda fyrst allra. Trump þykir hins vegar líklegastur til að standa sig vel í efnahagsmálum, en 44 prósent aðspurðra treysta honum best í þeim málaflokki, mun fleiri en treysta Fiorina sem er í öðru sæti með ellefu prósent. Þá er Trump einnig vinsælastur í innflytjendamálum og treysta 47 prósent honum best. Marco Rubio er þar í öðru sæti með fimmtán prósent.
Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Ríkisstjóri Wisconsin tilkynnir um framboð Scott Walker er fimmtándi repúblikaninn til að sækjast eftir útnefningu flokksins til forsetaframboðs. 14. júlí 2015 07:00 Könnun CNN: Trump með mikið forskot á aðra frambjóðendur Donald Trump mælist með 24 prósent fylgi í könnun um fylgi þeirra sem vilja verða forsetaefni Repúblikana. 18. ágúst 2015 23:27 Fimmur, misheppnaðir brandarar og fleira úr kappræðum Repúblikana CNN hefur tekið saman vandræðalegustu atvikin úr kappræðunum í gærkvöldi 17. september 2015 10:31 Trump með 30 prósent fylgi meðal Repúblikana Fylgi Donalds Trump hefur aukist sérstaklega meðal kvenna og háskólamenntaðra. 10. september 2015 12:07 Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Erlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Innlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Fleiri fréttir Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Sjá meira
Ríkisstjóri Wisconsin tilkynnir um framboð Scott Walker er fimmtándi repúblikaninn til að sækjast eftir útnefningu flokksins til forsetaframboðs. 14. júlí 2015 07:00
Könnun CNN: Trump með mikið forskot á aðra frambjóðendur Donald Trump mælist með 24 prósent fylgi í könnun um fylgi þeirra sem vilja verða forsetaefni Repúblikana. 18. ágúst 2015 23:27
Fimmur, misheppnaðir brandarar og fleira úr kappræðum Repúblikana CNN hefur tekið saman vandræðalegustu atvikin úr kappræðunum í gærkvöldi 17. september 2015 10:31
Trump með 30 prósent fylgi meðal Repúblikana Fylgi Donalds Trump hefur aukist sérstaklega meðal kvenna og háskólamenntaðra. 10. september 2015 12:07