Aukin spenna yfir Sýrlandi Samúel Karl Ólason skrifar 6. október 2015 10:30 Rússar hafa birt myndbönd af loftárásum sínum og segjast hafa gert fimmtán árásir í gær. Vísir/EPA Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóri NATO, segir rof Rússa á lofthelgi Tyrklandi, ekki hafa verið slys. Hann segir Rússa ekki hafa komið fram með haldbærar skýringar á því að rússneskar herþotur rufu lofthelgi Tyrklands tvisvar sinnum í gær og í fyrradag. Yfirvöld í Rússlandi segja fyrsta skiptið einungis hafa varið í nokkrar sekúndur og það hafi gerst vegna veðurs. Hitt skiptið sé nú í skoðun. Ríkisstjórn Tyrklands hefur kallað sendiherra Rússa á fund í annað sinn vegna flugs herþotu inn fyrir lofthelgi landsins í gær. Flugher Rússlands hóf loftárásir í Sýrlandi í síðustu viku. Þeir segjast gera loftárásir á Íslamska ríkið og aðra hryðjuverkahópa. NATO og fleiri ríki segja þó að Rússar geri loftárásir á svokallaða hófsama uppreisnarhópa sem berjist til að koma Bashar al-Assad, forseta Sýrlands og bandamanns Rússlands, frá völdum.Stoltenberg sagði einnig að samskiptalínur á milli NATO og Rússlands séu opnar, en þær hafi hins vegar ekki verið notaðar hingað til. Hann sagði viðveru Rússlands í Sýrlandi hafa aukist til muna og að hermenn hafi verið sendir þangað sem og herskip.Þröngt á þingi Nú eru fjölmargar flugvélar frá mörgum ríkjum sem notaðar eru til loftárása yfir Sýrlandi. Bandaríkin gera loftárásir, Rússar, Tyrkir, Frakkar, Ástralar, Kanada, Jórdanía, Sádi-Arabía og Sýrlendingar sjálfir. Áhyggjur eru uppi um að slys gæti átt sér stað, þar sem árásir eru oft á tíðum ekki samræmdar.Samkvæmt AP fréttaveitunni funduðu varnarmálasérfræðingar Bandaríkjanna og Rússlands í síðustu viku um hvernig væri hægt að draga úr spennu yfir Sýrlandi. Ekki var komist að neinni niðurstöðu og er búist við að viðræður muni halda áfram. Loftárásir NATO hafa þó flestar verið gerðar í norður- og austurhluta Sýrlands og gegn ISIS, en Rússar hafa gert árásir í vesturhluta landsins. Sjá má yfirlit yfir loftárásir Rússa frá og með 4. október hér á vef Institue for the Study of War. Rússar segja nú að rúmlega 50 herþotur og þyrlur séu notaðar í aðgerðum þeirra í Sýrlandi. Þeir fljúga um 20 til 25 sinnum á degi hverjum, en flugvélar NATO fljúga um átta sinnum á dag. Mið-Austurlönd Tengdar fréttir Fara fram á að Rússar einbeiti sér að ISIS Yfirvöld í Rússlandi telja að aðgerðirnar í Sýrlandi gætu tekið þrjá til fjóra mánuði. 2. október 2015 10:58 Assad segir loftárásir Bandaríkjamanna árangurslausar Forseti Sýrlands, Bashar al-Assad, segir að bandalag milli Sýrlands, Rússlands, Írans, og Íraks, verði að skila árangri, annars verði svæðið eyðileggingu að bráð. 5. október 2015 06:00 Rússar halda loftárásum sínum áfram í Sýrlandi Árásirnar í morgun hafa meðal annars beinst að uppreisnarmönnum í bænum Jisr al-Shughour í norðvesturhluta Sýrlands. 1. október 2015 09:57 Sprengjum varpað á óvini Assads forseta Rússar halda áfram loftárásum sínum á uppreisnarmenn í Sýrlandi. Bandaríkin segja loftárásir Rússa vera olíu á eld átakanna. Rússar stefna ekki á landhernað. 2. október 2015 07:00 Rússar viðurkenna að hafa gert loftárásir á aðra en Íslamska ríkið Strax og loftárásir hófust kviknuðu efasemdir um að vígamenn Íslamska ríkisins væru einu skotmörkin. 2. október 2015 07:09 NATO krefst þess að Rússar láti af árásum NATO fer fram á að Rússar láti þegar í stað af loftárásum sínum á liðsmenn stjórnarandstöðunnar í Sýrlandi. 5. október 2015 16:06 Sendiherra Rússlands í Tyrklandi kallaður á teppið Rússneskar orrustuþotur rufu tyrkneska lofthelgi um helgina. 5. október 2015 13:40 Mest lesið Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Erlent Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Innlent Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Innlent Fleiri fréttir Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Sjá meira
Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóri NATO, segir rof Rússa á lofthelgi Tyrklandi, ekki hafa verið slys. Hann segir Rússa ekki hafa komið fram með haldbærar skýringar á því að rússneskar herþotur rufu lofthelgi Tyrklands tvisvar sinnum í gær og í fyrradag. Yfirvöld í Rússlandi segja fyrsta skiptið einungis hafa varið í nokkrar sekúndur og það hafi gerst vegna veðurs. Hitt skiptið sé nú í skoðun. Ríkisstjórn Tyrklands hefur kallað sendiherra Rússa á fund í annað sinn vegna flugs herþotu inn fyrir lofthelgi landsins í gær. Flugher Rússlands hóf loftárásir í Sýrlandi í síðustu viku. Þeir segjast gera loftárásir á Íslamska ríkið og aðra hryðjuverkahópa. NATO og fleiri ríki segja þó að Rússar geri loftárásir á svokallaða hófsama uppreisnarhópa sem berjist til að koma Bashar al-Assad, forseta Sýrlands og bandamanns Rússlands, frá völdum.Stoltenberg sagði einnig að samskiptalínur á milli NATO og Rússlands séu opnar, en þær hafi hins vegar ekki verið notaðar hingað til. Hann sagði viðveru Rússlands í Sýrlandi hafa aukist til muna og að hermenn hafi verið sendir þangað sem og herskip.Þröngt á þingi Nú eru fjölmargar flugvélar frá mörgum ríkjum sem notaðar eru til loftárása yfir Sýrlandi. Bandaríkin gera loftárásir, Rússar, Tyrkir, Frakkar, Ástralar, Kanada, Jórdanía, Sádi-Arabía og Sýrlendingar sjálfir. Áhyggjur eru uppi um að slys gæti átt sér stað, þar sem árásir eru oft á tíðum ekki samræmdar.Samkvæmt AP fréttaveitunni funduðu varnarmálasérfræðingar Bandaríkjanna og Rússlands í síðustu viku um hvernig væri hægt að draga úr spennu yfir Sýrlandi. Ekki var komist að neinni niðurstöðu og er búist við að viðræður muni halda áfram. Loftárásir NATO hafa þó flestar verið gerðar í norður- og austurhluta Sýrlands og gegn ISIS, en Rússar hafa gert árásir í vesturhluta landsins. Sjá má yfirlit yfir loftárásir Rússa frá og með 4. október hér á vef Institue for the Study of War. Rússar segja nú að rúmlega 50 herþotur og þyrlur séu notaðar í aðgerðum þeirra í Sýrlandi. Þeir fljúga um 20 til 25 sinnum á degi hverjum, en flugvélar NATO fljúga um átta sinnum á dag.
Mið-Austurlönd Tengdar fréttir Fara fram á að Rússar einbeiti sér að ISIS Yfirvöld í Rússlandi telja að aðgerðirnar í Sýrlandi gætu tekið þrjá til fjóra mánuði. 2. október 2015 10:58 Assad segir loftárásir Bandaríkjamanna árangurslausar Forseti Sýrlands, Bashar al-Assad, segir að bandalag milli Sýrlands, Rússlands, Írans, og Íraks, verði að skila árangri, annars verði svæðið eyðileggingu að bráð. 5. október 2015 06:00 Rússar halda loftárásum sínum áfram í Sýrlandi Árásirnar í morgun hafa meðal annars beinst að uppreisnarmönnum í bænum Jisr al-Shughour í norðvesturhluta Sýrlands. 1. október 2015 09:57 Sprengjum varpað á óvini Assads forseta Rússar halda áfram loftárásum sínum á uppreisnarmenn í Sýrlandi. Bandaríkin segja loftárásir Rússa vera olíu á eld átakanna. Rússar stefna ekki á landhernað. 2. október 2015 07:00 Rússar viðurkenna að hafa gert loftárásir á aðra en Íslamska ríkið Strax og loftárásir hófust kviknuðu efasemdir um að vígamenn Íslamska ríkisins væru einu skotmörkin. 2. október 2015 07:09 NATO krefst þess að Rússar láti af árásum NATO fer fram á að Rússar láti þegar í stað af loftárásum sínum á liðsmenn stjórnarandstöðunnar í Sýrlandi. 5. október 2015 16:06 Sendiherra Rússlands í Tyrklandi kallaður á teppið Rússneskar orrustuþotur rufu tyrkneska lofthelgi um helgina. 5. október 2015 13:40 Mest lesið Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Erlent Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Innlent Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Innlent Fleiri fréttir Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Sjá meira
Fara fram á að Rússar einbeiti sér að ISIS Yfirvöld í Rússlandi telja að aðgerðirnar í Sýrlandi gætu tekið þrjá til fjóra mánuði. 2. október 2015 10:58
Assad segir loftárásir Bandaríkjamanna árangurslausar Forseti Sýrlands, Bashar al-Assad, segir að bandalag milli Sýrlands, Rússlands, Írans, og Íraks, verði að skila árangri, annars verði svæðið eyðileggingu að bráð. 5. október 2015 06:00
Rússar halda loftárásum sínum áfram í Sýrlandi Árásirnar í morgun hafa meðal annars beinst að uppreisnarmönnum í bænum Jisr al-Shughour í norðvesturhluta Sýrlands. 1. október 2015 09:57
Sprengjum varpað á óvini Assads forseta Rússar halda áfram loftárásum sínum á uppreisnarmenn í Sýrlandi. Bandaríkin segja loftárásir Rússa vera olíu á eld átakanna. Rússar stefna ekki á landhernað. 2. október 2015 07:00
Rússar viðurkenna að hafa gert loftárásir á aðra en Íslamska ríkið Strax og loftárásir hófust kviknuðu efasemdir um að vígamenn Íslamska ríkisins væru einu skotmörkin. 2. október 2015 07:09
NATO krefst þess að Rússar láti af árásum NATO fer fram á að Rússar láti þegar í stað af loftárásum sínum á liðsmenn stjórnarandstöðunnar í Sýrlandi. 5. október 2015 16:06
Sendiherra Rússlands í Tyrklandi kallaður á teppið Rússneskar orrustuþotur rufu tyrkneska lofthelgi um helgina. 5. október 2015 13:40