Marvin: Okkur vantar enn þá þann stóra Tómas Þór Þórðarson skrifar 5. október 2015 07:30 Marvin Valdimarsson. vísir/valli Stjarnan stóð uppi sem sigurvegari í Lengjubikar karla í körfubolta á laugardaginn, en bikarmeistararnir höfðu betur gegn Þór frá Þorlákshöfn, 72-58, í úrslitaleiknum sem fram fór í Iðu á Selfossi. Marvin Valdimarsson, framherji Stjörnumanna, var næst stigahæstur í liði Stjörnunnar með 15 stig auk þess sem hann tók sex fráköst. „Við spiluðum vel. Varnarleikurinn var góður og við náðum að stoppa þeirra lykilmenn algjörlega,“ segir Marvin við Fréttablaðið. Staðan í hálfleik var 45-33 fyrir Stjörnuna sem náði að halda annars vel spilandi Þórsliði undir stjórn Einars Árna Jóhannssonar undir sextíu stigum. „Okkar sóknarleikur var ekkert frábær en við náðum að riðla þeirra sóknarleik og stoppa þeirra bestu menn eins og Þorstein, Ragnar Örn og Ragga stóra auðvitað. Tómas Heiðar spilaði líka flotta vörn á Kanann þeirra,“ segir Marvin. Tómas Heiðar Holton, sem bauð upp á skotlínuna 50/50/90 á síðustu leiktíð sem leikmaður Þórs, söðlaði um og gekk í raðir Stjörnunnar. Þar er honum ætlað að fylla í skarð Dags Kár Jónssonar sem fór í háskóla í Bandaríkjunum. „Maður hefur kynnst því að spila núna með Tomma hversu þægilegt það er. Hann tekur ekki neitt frá neinum og er góður sendingamaður og auðvitað frábær skotmaður. Hann er líka bara geðugur piltur sem hefur alltaf verið líst sem miklum liðsmanni,“ segir Marvin. Stjarnan mætir inn í Dominos-deildina með gott lið og er líklegt til afreka. Liðið varð bikarmeistari á síðustu leiktíð og hélt nánast öllu liðinu en bætir við sig Tómasi fyrir Dag Kár. „Ég held við séum orðnir fullmannaðir. Ég allavega veit ekki betur. Þetta lið hefur styrkleika til að gera atlögu að titlinum. Við ætlum okkur allavega ekki að sætta okkur við eitthvað miðjumoð,“ segir Marvin sem vill vinna Íslandsmeistaratitilinn. „Við urðum bikarmeistarar og unnum þar KR sem er alltaf spáð titlinum. Við höfum sýnt undanfarin ár að við getum unnið KR. Það er búið að vera virkilega gaman að vinna bikarmeistaratitilinn undanfarin ár en okkur vantar enn þann stóra,“ segir Marvin Valdimarsson. Dominos-deild karla Mest lesið Kvartar undan Man. City við Evrópusambandið Enski boltinn Segir Trump að hætta þessu bulli varðandi Kanada Fótbolti Fékk egg í andlitið á blaðamannafundi: „Skítuga eggjakakan þín“ Sport Víkingar skipta um gír Íslenski boltinn Apaummæli Mourinho kostuðu hann mikið Fótbolti „Getum gengið stoltar frá borði“ Handbolti Dagskráin í dag: Rashford, Bónus deild karla og margt fleira Sport Sjóðandi heitur Curry gaf mömmu sinni treyjuna eftir leik Körfubolti Magnaður Sigvaldi sökkti Magdeburg Handbolti Tók hana fjögur ár að skrifa ævisögu Anníe Sport Fleiri fréttir Sjóðandi heitur Curry gaf mömmu sinni treyjuna eftir leik Rosaleg troðsla í NBA: „Greyið sem var undir honum“ „Ég elska að vera á Íslandi“ Ekki lengur hægt að vera allsber og taka orminn Neitar að tjá sig um ósættið við Kristófer: „Á milli mín og hans“ „Færð mig ekki í einhverja umræðu um Íslandsmeistaratitilinn núna“ Uppgjörið: Njarðvík - Þór Ak. 93-80 | Sjötti sigur grænna í röð Valskonur unnu meistarana Hatar samfélagsmiðla Bíður í startholunum í Washington: „Ég elska Ísland og Selfoss“ „Geitin“ í kvennakörfunni hætt Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Doncic með þrennu á móti Dallas og Lakers fólkið söng „Takk fyrir Nico“ Aþena vann loksins leik „Eins gott að þeir fari að fokking semja“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 77-64 | Slökktu á gestunum í seinni hálfleik „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ „Þetta er eins og að vera dömpað“ Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Sex fara fyrir Ísland á sitt fyrsta stórmót Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Martin komst í hóp þeirra gömlu og mjög góðu Popovich kemur ekki til baka á þessu tímabili Sjá meira
Stjarnan stóð uppi sem sigurvegari í Lengjubikar karla í körfubolta á laugardaginn, en bikarmeistararnir höfðu betur gegn Þór frá Þorlákshöfn, 72-58, í úrslitaleiknum sem fram fór í Iðu á Selfossi. Marvin Valdimarsson, framherji Stjörnumanna, var næst stigahæstur í liði Stjörnunnar með 15 stig auk þess sem hann tók sex fráköst. „Við spiluðum vel. Varnarleikurinn var góður og við náðum að stoppa þeirra lykilmenn algjörlega,“ segir Marvin við Fréttablaðið. Staðan í hálfleik var 45-33 fyrir Stjörnuna sem náði að halda annars vel spilandi Þórsliði undir stjórn Einars Árna Jóhannssonar undir sextíu stigum. „Okkar sóknarleikur var ekkert frábær en við náðum að riðla þeirra sóknarleik og stoppa þeirra bestu menn eins og Þorstein, Ragnar Örn og Ragga stóra auðvitað. Tómas Heiðar spilaði líka flotta vörn á Kanann þeirra,“ segir Marvin. Tómas Heiðar Holton, sem bauð upp á skotlínuna 50/50/90 á síðustu leiktíð sem leikmaður Þórs, söðlaði um og gekk í raðir Stjörnunnar. Þar er honum ætlað að fylla í skarð Dags Kár Jónssonar sem fór í háskóla í Bandaríkjunum. „Maður hefur kynnst því að spila núna með Tomma hversu þægilegt það er. Hann tekur ekki neitt frá neinum og er góður sendingamaður og auðvitað frábær skotmaður. Hann er líka bara geðugur piltur sem hefur alltaf verið líst sem miklum liðsmanni,“ segir Marvin. Stjarnan mætir inn í Dominos-deildina með gott lið og er líklegt til afreka. Liðið varð bikarmeistari á síðustu leiktíð og hélt nánast öllu liðinu en bætir við sig Tómasi fyrir Dag Kár. „Ég held við séum orðnir fullmannaðir. Ég allavega veit ekki betur. Þetta lið hefur styrkleika til að gera atlögu að titlinum. Við ætlum okkur allavega ekki að sætta okkur við eitthvað miðjumoð,“ segir Marvin sem vill vinna Íslandsmeistaratitilinn. „Við urðum bikarmeistarar og unnum þar KR sem er alltaf spáð titlinum. Við höfum sýnt undanfarin ár að við getum unnið KR. Það er búið að vera virkilega gaman að vinna bikarmeistaratitilinn undanfarin ár en okkur vantar enn þann stóra,“ segir Marvin Valdimarsson.
Dominos-deild karla Mest lesið Kvartar undan Man. City við Evrópusambandið Enski boltinn Segir Trump að hætta þessu bulli varðandi Kanada Fótbolti Fékk egg í andlitið á blaðamannafundi: „Skítuga eggjakakan þín“ Sport Víkingar skipta um gír Íslenski boltinn Apaummæli Mourinho kostuðu hann mikið Fótbolti „Getum gengið stoltar frá borði“ Handbolti Dagskráin í dag: Rashford, Bónus deild karla og margt fleira Sport Sjóðandi heitur Curry gaf mömmu sinni treyjuna eftir leik Körfubolti Magnaður Sigvaldi sökkti Magdeburg Handbolti Tók hana fjögur ár að skrifa ævisögu Anníe Sport Fleiri fréttir Sjóðandi heitur Curry gaf mömmu sinni treyjuna eftir leik Rosaleg troðsla í NBA: „Greyið sem var undir honum“ „Ég elska að vera á Íslandi“ Ekki lengur hægt að vera allsber og taka orminn Neitar að tjá sig um ósættið við Kristófer: „Á milli mín og hans“ „Færð mig ekki í einhverja umræðu um Íslandsmeistaratitilinn núna“ Uppgjörið: Njarðvík - Þór Ak. 93-80 | Sjötti sigur grænna í röð Valskonur unnu meistarana Hatar samfélagsmiðla Bíður í startholunum í Washington: „Ég elska Ísland og Selfoss“ „Geitin“ í kvennakörfunni hætt Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Doncic með þrennu á móti Dallas og Lakers fólkið söng „Takk fyrir Nico“ Aþena vann loksins leik „Eins gott að þeir fari að fokking semja“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 77-64 | Slökktu á gestunum í seinni hálfleik „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ „Þetta er eins og að vera dömpað“ Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Sex fara fyrir Ísland á sitt fyrsta stórmót Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Martin komst í hóp þeirra gömlu og mjög góðu Popovich kemur ekki til baka á þessu tímabili Sjá meira