Fara fram á að Rússar einbeiti sér að ISIS Samúel Karl Ólason skrifar 2. október 2015 10:58 Mynd tekin af loftárás Rússa í Sýrlandi. Þjóðir sem myndað hafa bandalag gegn Íslamska ríkinu fara fram á að Rússar hætti að gera loftárásir gegn uppreisnarhópum í Sýrlandi. Þess í stað einbeiti Rússar sér að því að berjast gegn ISIS. Í sameiginlegri yfirlýsingu Bandaríkjanna, Bretlands, Frakklands, Katar, Sádi Arabíu, Tyrklands og Þýskalands segir að aðgerðir Rússa muni einungis leiða til frekari uppfangs öfgasamtaka. Sérstaklega eru teknar fram árásir í Hama, Homs og Idlib héruðum, þar sem borgarar féllu og þær árásir beindust ekki gegn ISIS.Hér má sjá loftárásir Rússa í Sýrlandi í gær og í fyrradag.Vísir/GraphicNewsAlexi Puskov, formaður utanríkismálanefndar Rússlands, sagði blaðamönnum í morgun að Bandaríkin hefðu eingöngu þóst gera árásir gegn ISIS og lofaði að aðgerðir þeirra yrðu mun áhrifaríkari. Loftárásir Rússa í Sýrlandi eru þær fyrstu fyrir utan landamæri gömlu Sovétríkjanna frá tímum kalda stríðsins. Francois Hollande, forseti Frakklands, sagði í gær að mikilvægt væri að ekki yrðu gerðar loftárásir á hófsama uppreisnarhópa, sem vilja koma Bashar al-Assad, forseta Sýrlands og bandamanns Rússlands til langs tíma, frá völdum. Serkei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, sagði hins vegar að Rússar myndu einnig berjast gegn öðrum „hryðjuverkahópum“ í Sýrlandi. Hann sagði skotmörkin vera valin í samstarfi við sýrlenska herinn. Mið-Austurlönd Tengdar fréttir Þingið veitir Putin leyfi til hernaðar í Sýrlandi Fjölmiðlar í Rússlandi segja að eingöngu lofthernaði verði beitt gegn íslamska ríkinu og að beiðni Bashar al-Assad, forseta Sýrlands. 30. september 2015 08:19 Utanríkisráðherra Rússa ver aðgerðir Rússa í Sýrlandi Sergei Lavrov segir að loftárásir Rússa í Sýrlandi séu gerðar á sömu hópa og loftárásir Bandaríkjanna. 1. október 2015 17:02 Efast um að loftárásir Rússa í Sýrlandi beinist að ISIS Bandarísk yfirvöld hafa lýst yfir efasemdum um að loftárásir Rússa hafi beinst að ISIS líkt og Rússar hafa haldið fram. 30. september 2015 21:15 Sprengjum varpað á óvini Assads forseta Rússar halda áfram loftárásum sínum á uppreisnarmenn í Sýrlandi. Bandaríkin segja loftárásir Rússa vera olíu á eld átakanna. Rússar stefna ekki á landhernað. 2. október 2015 07:00 Rússar viðurkenna að hafa gert loftárásir á aðra en Íslamska ríkið Strax og loftárásir hófust kviknuðu efasemdir um að vígamenn Íslamska ríkisins væru einu skotmörkin. 2. október 2015 07:09 Mest lesið Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Erlent Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Innlent Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Innlent Fleiri fréttir Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Sjá meira
Þjóðir sem myndað hafa bandalag gegn Íslamska ríkinu fara fram á að Rússar hætti að gera loftárásir gegn uppreisnarhópum í Sýrlandi. Þess í stað einbeiti Rússar sér að því að berjast gegn ISIS. Í sameiginlegri yfirlýsingu Bandaríkjanna, Bretlands, Frakklands, Katar, Sádi Arabíu, Tyrklands og Þýskalands segir að aðgerðir Rússa muni einungis leiða til frekari uppfangs öfgasamtaka. Sérstaklega eru teknar fram árásir í Hama, Homs og Idlib héruðum, þar sem borgarar féllu og þær árásir beindust ekki gegn ISIS.Hér má sjá loftárásir Rússa í Sýrlandi í gær og í fyrradag.Vísir/GraphicNewsAlexi Puskov, formaður utanríkismálanefndar Rússlands, sagði blaðamönnum í morgun að Bandaríkin hefðu eingöngu þóst gera árásir gegn ISIS og lofaði að aðgerðir þeirra yrðu mun áhrifaríkari. Loftárásir Rússa í Sýrlandi eru þær fyrstu fyrir utan landamæri gömlu Sovétríkjanna frá tímum kalda stríðsins. Francois Hollande, forseti Frakklands, sagði í gær að mikilvægt væri að ekki yrðu gerðar loftárásir á hófsama uppreisnarhópa, sem vilja koma Bashar al-Assad, forseta Sýrlands og bandamanns Rússlands til langs tíma, frá völdum. Serkei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, sagði hins vegar að Rússar myndu einnig berjast gegn öðrum „hryðjuverkahópum“ í Sýrlandi. Hann sagði skotmörkin vera valin í samstarfi við sýrlenska herinn.
Mið-Austurlönd Tengdar fréttir Þingið veitir Putin leyfi til hernaðar í Sýrlandi Fjölmiðlar í Rússlandi segja að eingöngu lofthernaði verði beitt gegn íslamska ríkinu og að beiðni Bashar al-Assad, forseta Sýrlands. 30. september 2015 08:19 Utanríkisráðherra Rússa ver aðgerðir Rússa í Sýrlandi Sergei Lavrov segir að loftárásir Rússa í Sýrlandi séu gerðar á sömu hópa og loftárásir Bandaríkjanna. 1. október 2015 17:02 Efast um að loftárásir Rússa í Sýrlandi beinist að ISIS Bandarísk yfirvöld hafa lýst yfir efasemdum um að loftárásir Rússa hafi beinst að ISIS líkt og Rússar hafa haldið fram. 30. september 2015 21:15 Sprengjum varpað á óvini Assads forseta Rússar halda áfram loftárásum sínum á uppreisnarmenn í Sýrlandi. Bandaríkin segja loftárásir Rússa vera olíu á eld átakanna. Rússar stefna ekki á landhernað. 2. október 2015 07:00 Rússar viðurkenna að hafa gert loftárásir á aðra en Íslamska ríkið Strax og loftárásir hófust kviknuðu efasemdir um að vígamenn Íslamska ríkisins væru einu skotmörkin. 2. október 2015 07:09 Mest lesið Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Erlent Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Innlent Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Innlent Fleiri fréttir Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Sjá meira
Þingið veitir Putin leyfi til hernaðar í Sýrlandi Fjölmiðlar í Rússlandi segja að eingöngu lofthernaði verði beitt gegn íslamska ríkinu og að beiðni Bashar al-Assad, forseta Sýrlands. 30. september 2015 08:19
Utanríkisráðherra Rússa ver aðgerðir Rússa í Sýrlandi Sergei Lavrov segir að loftárásir Rússa í Sýrlandi séu gerðar á sömu hópa og loftárásir Bandaríkjanna. 1. október 2015 17:02
Efast um að loftárásir Rússa í Sýrlandi beinist að ISIS Bandarísk yfirvöld hafa lýst yfir efasemdum um að loftárásir Rússa hafi beinst að ISIS líkt og Rússar hafa haldið fram. 30. september 2015 21:15
Sprengjum varpað á óvini Assads forseta Rússar halda áfram loftárásum sínum á uppreisnarmenn í Sýrlandi. Bandaríkin segja loftárásir Rússa vera olíu á eld átakanna. Rússar stefna ekki á landhernað. 2. október 2015 07:00
Rússar viðurkenna að hafa gert loftárásir á aðra en Íslamska ríkið Strax og loftárásir hófust kviknuðu efasemdir um að vígamenn Íslamska ríkisins væru einu skotmörkin. 2. október 2015 07:09