Tækifæriskvæði Magnús Guðmundsson skrifar 19. október 2015 12:30 Þórunn Sigurðardóttir, sagnfræðingur Á morgun flytur Þórunn Sigurðardóttir hádegisfyrirlestur á vegum Sagnfræðingafélags Íslands sem nefnist Tækifæriskvæði sem heimildir um konur á árnýöld. Þórunn er með doktorsgráðu í íslenskum bókmenntum frá Háskóla Íslands og er sjálfstætt starfandi fræðimaður. Að venju fer fyrirlesturinn fram í fyrirlestrasal Þjóðminjasafns Íslands og hefst kl. 12.05. Þórunn segir tækifæriskvæði hafi verið mjög vinsæla bókmenntagrein á 17. öld. „Það eru varðveitt fjölmörg slík kvæði í íslenskum handritum síðari alda. Þau hafa þó lítið verið prentuð og af þeim sökum hefur lítið verið fjallað um þau í bókmenntasögunni. Í kvæðunum birtast jafnt samfélagsleg viðhorf og afstaða einstaklinga til lífsins og tilverunnar, sem gerir þau að spennandi heimildum fyrir sagnfræðinga. Kvæðin snerta persónulegt líf og aðstæður samtímamanna skáldanna, karla, kvenna og barna, og þau fást við tilfinningar eins og gleði og sorg, örvæntingu og huggun, samkennd og samlíðan, svo nokkuð sé nefnt. Í fyrirlestrinum hyggst ég greina og túlka kvæði sem var ort eftir andlát ungrar konu árið 1619 í því skyni að varpa ljósi á félagslegar aðstæður, viðhorf, tilfinningar og samskipti kynjanna á fyrri hluta 17. aldar. Það sem um ræðir er harmljóð sem sr. Ólafur Einarsson í Kirkjubæ orti í orðastað Jóns bróður síns eftir konumissi hans árið 1619, honum til huggunar. Konan hét Guðrún Árnadóttir og dó úr bólusótt ásamt nýfæddu barni þeirra. Í þessum tveimur erindum sem við látum fylgja hér með kemur fram harla óvenjuleg menntun konu á þessum tíma. Henni var kennt bæði að lesa, skrifa og reikna, og svo virðist sem hún hafi verið eins konar ritari fóstra síns áður en hún giftist og flutti með manni sínum austur að Hofi í Álftafirði. Kvæðið hefur aðeins varðveist í einu handriti svo vitað sé en í því eru þessar merkilegu upplýsingar sem hvergi annars staðar eru fáanlegar.“Á Grund hjá göfugum manni,greina verð eg það,ólst upp ungur svannií þeim fagra stað.Sá heiðursmann var hýr,hygginn, frómur og skýr.Bókanna og bréfanna ritbrúðurin kunni dýr.Jón Björnsson með æruunga menntar kæru. (9. erindi) Kvæðið er prentað í bók Þórunnar, Heiður og huggun. Erfiljóð, harmljóð og huggunarkvæði frá 17. öld, sem kom út í liðinni viku hjá Árnastofnun og Háskólaútgáfunni. Mest lesið „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Lífið Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Lífið Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum Lífið Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Sjálfið okkar: Að verða okkar besta útgáfa Áskorun Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ Áskorun Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Lífið Fleiri fréttir Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak „Ég verð dauður áður en kvikmyndahúsin loka“ Lovísa Ósk nýr listdansstjóri Íslenska dansflokksins Vonar að tæknin taki aldrei yfir innsæi og ástríðu Tekur við sem verkefnastjóri dagskrárgerðar í Hörpu Íslensku myndlistarverðlaunin: Pétur, Helena og Erró heiðruð „List er okkar eina von“ Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Sjá meira
Á morgun flytur Þórunn Sigurðardóttir hádegisfyrirlestur á vegum Sagnfræðingafélags Íslands sem nefnist Tækifæriskvæði sem heimildir um konur á árnýöld. Þórunn er með doktorsgráðu í íslenskum bókmenntum frá Háskóla Íslands og er sjálfstætt starfandi fræðimaður. Að venju fer fyrirlesturinn fram í fyrirlestrasal Þjóðminjasafns Íslands og hefst kl. 12.05. Þórunn segir tækifæriskvæði hafi verið mjög vinsæla bókmenntagrein á 17. öld. „Það eru varðveitt fjölmörg slík kvæði í íslenskum handritum síðari alda. Þau hafa þó lítið verið prentuð og af þeim sökum hefur lítið verið fjallað um þau í bókmenntasögunni. Í kvæðunum birtast jafnt samfélagsleg viðhorf og afstaða einstaklinga til lífsins og tilverunnar, sem gerir þau að spennandi heimildum fyrir sagnfræðinga. Kvæðin snerta persónulegt líf og aðstæður samtímamanna skáldanna, karla, kvenna og barna, og þau fást við tilfinningar eins og gleði og sorg, örvæntingu og huggun, samkennd og samlíðan, svo nokkuð sé nefnt. Í fyrirlestrinum hyggst ég greina og túlka kvæði sem var ort eftir andlát ungrar konu árið 1619 í því skyni að varpa ljósi á félagslegar aðstæður, viðhorf, tilfinningar og samskipti kynjanna á fyrri hluta 17. aldar. Það sem um ræðir er harmljóð sem sr. Ólafur Einarsson í Kirkjubæ orti í orðastað Jóns bróður síns eftir konumissi hans árið 1619, honum til huggunar. Konan hét Guðrún Árnadóttir og dó úr bólusótt ásamt nýfæddu barni þeirra. Í þessum tveimur erindum sem við látum fylgja hér með kemur fram harla óvenjuleg menntun konu á þessum tíma. Henni var kennt bæði að lesa, skrifa og reikna, og svo virðist sem hún hafi verið eins konar ritari fóstra síns áður en hún giftist og flutti með manni sínum austur að Hofi í Álftafirði. Kvæðið hefur aðeins varðveist í einu handriti svo vitað sé en í því eru þessar merkilegu upplýsingar sem hvergi annars staðar eru fáanlegar.“Á Grund hjá göfugum manni,greina verð eg það,ólst upp ungur svannií þeim fagra stað.Sá heiðursmann var hýr,hygginn, frómur og skýr.Bókanna og bréfanna ritbrúðurin kunni dýr.Jón Björnsson með æruunga menntar kæru. (9. erindi) Kvæðið er prentað í bók Þórunnar, Heiður og huggun. Erfiljóð, harmljóð og huggunarkvæði frá 17. öld, sem kom út í liðinni viku hjá Árnastofnun og Háskólaútgáfunni.
Mest lesið „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Lífið Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Lífið Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum Lífið Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Sjálfið okkar: Að verða okkar besta útgáfa Áskorun Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ Áskorun Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Lífið Fleiri fréttir Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak „Ég verð dauður áður en kvikmyndahúsin loka“ Lovísa Ósk nýr listdansstjóri Íslenska dansflokksins Vonar að tæknin taki aldrei yfir innsæi og ástríðu Tekur við sem verkefnastjóri dagskrárgerðar í Hörpu Íslensku myndlistarverðlaunin: Pétur, Helena og Erró heiðruð „List er okkar eina von“ Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Sjá meira
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp