Þetta er einfaldlega húsið sem allir eru að tala um Magnús Guðmundsson skrifar 17. október 2015 10:00 Jakub Hrusa hljómsveitarstjóri hlakkar til þess að koma í Hörpu með Philharmonia Orchestra á sunnudag. Í ár eru liðin 30 ár frá því Philharmonia Orchestra, undir stjórn Vladimirs Ashkenazy, hélt tónleika í Royal Festival Hall í London til þess að safna fyrir tónlistarhúsi Íslendinga. Ári fyrr hafði Philharmonia verið fyrsta breska sinfóníuhljómsveitin til að leika hérlendis, á tvennum tónleikum í Laugardalshöll, en eftir ferðina þótti ljóst að þörf væri á góðu tónleikahúsi á Íslandi. Philharmonia Orchestra átti þannig verulegan þátt í því að af byggingu Hörpu varð og því er mikið fagnaðarefni að bjóða hljómsveitinni heim í Eldborgarsal Hörpu, nú á fimmta starfsári hússins. Einleikari á tónleikunum í Hörpu verður hinn rússneski píanósnillingur Daniil Trifonov en tékkneski stjórnandinn Jakub Hruša halda um tónsprotann og hann segir það mikið tilhlökkunarefni að koma til Íslands. „Ég satt best að segja get ekki beðið. Ég þekki marga sem hafa komið til Íslands og öllum ber saman um að það sé einstaklega fallegt land svo ég er mjög spenntur. En einu eiginlegu tengslin sem ég hef við Ísland eru í raun í gegnum Vladimir Ashkenazy, ég aðstoðaði hann þegar hann var að stjórna Tékknesku fílharmóníusveitinni, og hann sagði mér að hann hefði búið á Íslandi og talaði alltaf mjög vel um bæði land og þjóð.“Heillaður af Daniil Jakub Hruša segir að það sem hafi dregið hann að þessu verkefni sé fyrst og fremst afar frjótt og ánægjulegt samstarf sem hann hafi átt við Philharmonia Orchestra. „Þeir buðu mér að taka þátt í þessu skemmtilega verkefni og ég hikaði ekki eitt andartak. Var strax mjög spenntur fyrir þessu tækifæri. Málið er að bæði fyrsta og síðasta verkið á tónleikunum eru tékknesk verk, minn þjóðararfur, en það eru samt skemmtilega miklar andstæður á milli þessara verka. Fyrst er það forleikurinn að óperunni Selda brúðurin eftir Smetana sem er fádæma gleðilegt og létt verk en í lokin flytjum við hina mögnuðu sjöundu Sinfóníu Dvoráks sem er óneitanlega dimm og alvarleg. Þannig að við erum þarna með tvær afar ólíkar stefnur í tékkneskri tónlistarhefð frá þessum tíma; bæði létta og leikhúslega tóna undir ítölskum áhrifum og straumþyngri sinfóníska nálgun sem er undir miklum áhrifum frá Beethoven og Brahms. Þessi tónlist er mér í blóð borin, tónlist sem ég tekst oft á við og er mér alltaf til mikillar ánægju. En svo flytjum við líka annan píanókonsert Rachmaninovs, þar er reyndar á ferðinni eitt vinsælasta verk sinnar tegundar í heiminum, en mér er ekki vel við að flytja of oft þessi aðeins of vinsælu verk. Þetta eru verk sem þarf að flytja með alveg sérstökum hætti á afar skapandi en í senn varfærinn máta og það er það sem Daniil og þessi einstaka hljómsveit hafa að bjóða. Það gleður mig alveg óskaplega mikið. Þetta er líka í fyrsta skipti sem ég starfa með Daniil og ég verð að segja að ég er gjörsamlega heillaður af hans flutningi. Áheyrendur í Hörpu hafa mikið að hlakka til og við erum líka spennt fyrir því að koma í húsið sem allir í okkar heimi eru að tala svo vel um svo þetta verður alveg rosalega gaman.“Fjölskyldumaður Jakub Hruša starfar fyrir margar hljómsveitir eins og títt er með fyrsta flokks hljómsveitarstjóra og honum finnst slík fjölbreytni fela í sér dásamlega áskorun. „Auðvitað eru ákveðnar sveitir mér dýrmætari en aðrar. En það sem er mér dýrmætast við það sem ég geri er að í því felst í senn fjölbreytni og stöðugleiki. Hið fyrrnefnda kemur í veg fyrir að maður staðni og fari jafnvel að leiðast en hið síðara gerir mér kleift að kafa dýpra og skapa eitthvað sem er langtum varanlegra. Það að koma fram sem gestastjórnandi reglulega veitir mér tilfinningu fyrir því sem ég get helst kallað faglega fjölskyldu og það líkar mér óskaplega vel. En ég skal viðurkenna að þetta er ekki alltaf hentugt starf fyrir fjölskyldumann, mann með konu og unga dóttur, en maður reynir að láta þetta ganga upp. Stundum ferðast fjölskyldan með mér eins og núna en stundum felur það í sér of mikið álag fyrir alla. Þetta er spurning um að finna rétta jafnvægið þarna á milli og það hefur gengið ágætlega hingað til.“ Tónlist Mest lesið Ilmaðu eins og frambjóðendur: Snorri Másson með sama ilm og Svandís Svavars Lífið Auðir og ógildir með kosningakaffi Lífið „Án okkar verður ekki til miðjustjórn“ Lífið Ilmaðu eins og frambjóðendur Lífið Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Lífið „Ég hef ekki verið svona hot síðan ég var unghommi“ Lífið Myndir: Svona var baksviðs á kappræðum leiðtoganna Lífið Minnist föður síns: „Til hamingju með daginn hvar sem þú ert“ Lífið Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Lífið „Ekki gera mér þetta“ Lífið Fleiri fréttir Í beinni: Dagur íslenskrar tónlistar Reykjavík samdi til þriggja ára við Borgarleikhúsið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið Sjá meira
Í ár eru liðin 30 ár frá því Philharmonia Orchestra, undir stjórn Vladimirs Ashkenazy, hélt tónleika í Royal Festival Hall í London til þess að safna fyrir tónlistarhúsi Íslendinga. Ári fyrr hafði Philharmonia verið fyrsta breska sinfóníuhljómsveitin til að leika hérlendis, á tvennum tónleikum í Laugardalshöll, en eftir ferðina þótti ljóst að þörf væri á góðu tónleikahúsi á Íslandi. Philharmonia Orchestra átti þannig verulegan þátt í því að af byggingu Hörpu varð og því er mikið fagnaðarefni að bjóða hljómsveitinni heim í Eldborgarsal Hörpu, nú á fimmta starfsári hússins. Einleikari á tónleikunum í Hörpu verður hinn rússneski píanósnillingur Daniil Trifonov en tékkneski stjórnandinn Jakub Hruša halda um tónsprotann og hann segir það mikið tilhlökkunarefni að koma til Íslands. „Ég satt best að segja get ekki beðið. Ég þekki marga sem hafa komið til Íslands og öllum ber saman um að það sé einstaklega fallegt land svo ég er mjög spenntur. En einu eiginlegu tengslin sem ég hef við Ísland eru í raun í gegnum Vladimir Ashkenazy, ég aðstoðaði hann þegar hann var að stjórna Tékknesku fílharmóníusveitinni, og hann sagði mér að hann hefði búið á Íslandi og talaði alltaf mjög vel um bæði land og þjóð.“Heillaður af Daniil Jakub Hruša segir að það sem hafi dregið hann að þessu verkefni sé fyrst og fremst afar frjótt og ánægjulegt samstarf sem hann hafi átt við Philharmonia Orchestra. „Þeir buðu mér að taka þátt í þessu skemmtilega verkefni og ég hikaði ekki eitt andartak. Var strax mjög spenntur fyrir þessu tækifæri. Málið er að bæði fyrsta og síðasta verkið á tónleikunum eru tékknesk verk, minn þjóðararfur, en það eru samt skemmtilega miklar andstæður á milli þessara verka. Fyrst er það forleikurinn að óperunni Selda brúðurin eftir Smetana sem er fádæma gleðilegt og létt verk en í lokin flytjum við hina mögnuðu sjöundu Sinfóníu Dvoráks sem er óneitanlega dimm og alvarleg. Þannig að við erum þarna með tvær afar ólíkar stefnur í tékkneskri tónlistarhefð frá þessum tíma; bæði létta og leikhúslega tóna undir ítölskum áhrifum og straumþyngri sinfóníska nálgun sem er undir miklum áhrifum frá Beethoven og Brahms. Þessi tónlist er mér í blóð borin, tónlist sem ég tekst oft á við og er mér alltaf til mikillar ánægju. En svo flytjum við líka annan píanókonsert Rachmaninovs, þar er reyndar á ferðinni eitt vinsælasta verk sinnar tegundar í heiminum, en mér er ekki vel við að flytja of oft þessi aðeins of vinsælu verk. Þetta eru verk sem þarf að flytja með alveg sérstökum hætti á afar skapandi en í senn varfærinn máta og það er það sem Daniil og þessi einstaka hljómsveit hafa að bjóða. Það gleður mig alveg óskaplega mikið. Þetta er líka í fyrsta skipti sem ég starfa með Daniil og ég verð að segja að ég er gjörsamlega heillaður af hans flutningi. Áheyrendur í Hörpu hafa mikið að hlakka til og við erum líka spennt fyrir því að koma í húsið sem allir í okkar heimi eru að tala svo vel um svo þetta verður alveg rosalega gaman.“Fjölskyldumaður Jakub Hruša starfar fyrir margar hljómsveitir eins og títt er með fyrsta flokks hljómsveitarstjóra og honum finnst slík fjölbreytni fela í sér dásamlega áskorun. „Auðvitað eru ákveðnar sveitir mér dýrmætari en aðrar. En það sem er mér dýrmætast við það sem ég geri er að í því felst í senn fjölbreytni og stöðugleiki. Hið fyrrnefnda kemur í veg fyrir að maður staðni og fari jafnvel að leiðast en hið síðara gerir mér kleift að kafa dýpra og skapa eitthvað sem er langtum varanlegra. Það að koma fram sem gestastjórnandi reglulega veitir mér tilfinningu fyrir því sem ég get helst kallað faglega fjölskyldu og það líkar mér óskaplega vel. En ég skal viðurkenna að þetta er ekki alltaf hentugt starf fyrir fjölskyldumann, mann með konu og unga dóttur, en maður reynir að láta þetta ganga upp. Stundum ferðast fjölskyldan með mér eins og núna en stundum felur það í sér of mikið álag fyrir alla. Þetta er spurning um að finna rétta jafnvægið þarna á milli og það hefur gengið ágætlega hingað til.“
Tónlist Mest lesið Ilmaðu eins og frambjóðendur: Snorri Másson með sama ilm og Svandís Svavars Lífið Auðir og ógildir með kosningakaffi Lífið „Án okkar verður ekki til miðjustjórn“ Lífið Ilmaðu eins og frambjóðendur Lífið Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Lífið „Ég hef ekki verið svona hot síðan ég var unghommi“ Lífið Myndir: Svona var baksviðs á kappræðum leiðtoganna Lífið Minnist föður síns: „Til hamingju með daginn hvar sem þú ert“ Lífið Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Lífið „Ekki gera mér þetta“ Lífið Fleiri fréttir Í beinni: Dagur íslenskrar tónlistar Reykjavík samdi til þriggja ára við Borgarleikhúsið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið Sjá meira