Með öxi í höfðinu Sif Sigmarsdóttir skrifar 17. október 2015 07:00 Það hriktir í stoðum vinasambands Íslands og Bandaríkjanna. Í síðustu viku sendi Barack Obama okkur Íslendingum diplómatískan löðrung yfir Atlantshafið. Nei, ég er ekki að tala um hótanir um refsiaðgerðir vegna hvalveiða Íslendinga. Ég er að tala um Leif Eiríksson. Barack Obama eignaði Leif heppna – okkar Leif – Norðmönnum! (Er einhver búinn að láta Sigmund Davíð vita?) Orð sín um Leif lét Obama falla á degi Leifs Eiríkssonar sem fagnað er 9. október í Bandaríkjunum ár hvert. Fréttum af deginum fylgdu þær skýringar að dagurinn væri hálfgerð hátíðarlufsa, dagur sem fáir vissu af og flestum stæði á sama um. Aðeins fjórum dögum síðar, þann 12. október, héldu Bandaríkjamenn upp á annan hátíðisdag, alvöru tyllidag með skrúðgöngum, blöðrum og fríi í vinnunni: Dag Kristófers Kólumbusar. Á Kólumbusardegi er fundi Ameríku árið 1492 fagnað. Dagurinn var gerður að opinberum frídegi árið 1937. Á þeim tíma voru siglingar norrænna manna til Ameríku að fornu einungis sögusagnir sem engar haldbærar sannanir fundust fyrir. Það má því fyrirgefa Bandaríkjamönnum að hafa veitt Kólumbusi titilinn „gaurinn sem fann Ameríku“. En nú vitum við betur.Hvað var þetta Vínland? Árið 1926 ákvað ungur Norðmaður, Helge Ingstad, að nafni, að selja lögfræðiskrifstofuna sína, leggjast í ferðalög og skrifa bækur um það sem bar fyrir augu. Einn daginn fékk Helge aðdáendabréf frá lesanda. Fyrsta skrefið var stigið. Senn yrði ein mesta ráðgáta þjóðveldisaldar leyst. Lesandinn hét Anne Stine Moe og þau Helge tóku að skiptast á bréfum. Þótt Anne Stine væri tuttugu árum yngri en Helge urðu þau skotin hvort í öðru. Anne Stine var fornleifafræðingur og þegar þau giftu sig árið 1941 urðu þau ekki aðeins hjón heldur líka samstarfsfélagar. Helge hafði lengi haft áhuga á Íslendingasögunum. Eiríks saga rauða var í sérstöku uppáhaldi, einkum frásögnin af Leifi, syni Eiríks, sem fann land vestan við Grænland sem hann kallaði Vínland. Helge Ingstad fékk Vínland á heilann. Gat verið að Vínland væri Norður-Ameríka? Margir létu sig dreyma um að sú væri raunin; að það sem stóð í Eiríks sögu rauða væri satt. En enginn gat sýnt fram á það.Dularfulla kortið Árið 1957 vöknuðu vonir um að sönnunin væri fundin. Heimsbyggðin stóð á öndinni. Ástæðan var landakort. Kortið var dularfullt. Það var teiknað á skinn og var sagt vera frá árinu 1440. Kortið fannst í Sviss en enginn vissi hvar það hafði verið niðurkomið öll árhundruðin áður en það fannst. Kortið var kallað Vínlandskortið. Í nafngiftinni fólst ástæða þess að kortið var merkilegt: Á því mátti sjá Ameríku – en á kortinu var hún kölluð Vínland. Ef kortið var í alvörunni frá árinu 1440 þýddi það aðeins eitt: Evrópubúar vissu af Ameríku mörgum áratugum áður en Kólumbus átti að hafa fundið hana. En kortið hafði ekki fyrr verið afhjúpað en fræðimenn fóru að rífast um hvort það væri ósvikið. Rannsóknir voru gerðar á blekinu sem kortið var teiknað með og þóttu þær benda til þess að það væri ekki frá 1440 heldur miklu yngra. Draumurinn um að hægt væri að sanna að Leifur heppni hefði fundið Ameríku var við það að verða að engu. En þá komu Helge og Anne Stine til bjargar. Helge var sannfærður um að Eiríks saga rauða væri sönn. Hann ferðaðist um strendur Nýfundnalands, Nova Scotia og Quebec fótgangandi, á bátum og með þyrlum í leit að sönnunargögnum. Árið 1960 benti hópur sjómanna þeim Anne Stine á grasi vaxnar rústir á stað sem kallaðist L'Anse aux Meadows á norðurodda Nýfundnalands. Anne Stine hafði umsjón með að grafa upp fornminjarnar. Tóftirnar voru íslenskar í útliti. Kólumbus var ekki fyrstur Evrópumanna til að finna Ameríku.Afturganga eða Sigmundur Davíð Á degi Kólumbusar síðastliðinn mánudag brá íbúum Detroit í Bandaríkjunum í brún er þeir gengu fram hjá ráðhúsi borgarinnar. Í höfði styttu af Kólumbusi var öxi. Ósagt skal látið hvort þar hafi verið á ferð afturganga Leifs Eiríkssonar að krefjast vegtyllu sinnar – já, eða Sigmundur Davíð. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sif Sigmarsdóttir Mest lesið Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun Kosningasigur fyrir dýravernd Árni Stefán Árnason Skoðun Í morgun vöknuðum við á merkilegum tíma Silja Rún Friðriksdóttir Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Halldór 30.11.2024 Halldór
Það hriktir í stoðum vinasambands Íslands og Bandaríkjanna. Í síðustu viku sendi Barack Obama okkur Íslendingum diplómatískan löðrung yfir Atlantshafið. Nei, ég er ekki að tala um hótanir um refsiaðgerðir vegna hvalveiða Íslendinga. Ég er að tala um Leif Eiríksson. Barack Obama eignaði Leif heppna – okkar Leif – Norðmönnum! (Er einhver búinn að láta Sigmund Davíð vita?) Orð sín um Leif lét Obama falla á degi Leifs Eiríkssonar sem fagnað er 9. október í Bandaríkjunum ár hvert. Fréttum af deginum fylgdu þær skýringar að dagurinn væri hálfgerð hátíðarlufsa, dagur sem fáir vissu af og flestum stæði á sama um. Aðeins fjórum dögum síðar, þann 12. október, héldu Bandaríkjamenn upp á annan hátíðisdag, alvöru tyllidag með skrúðgöngum, blöðrum og fríi í vinnunni: Dag Kristófers Kólumbusar. Á Kólumbusardegi er fundi Ameríku árið 1492 fagnað. Dagurinn var gerður að opinberum frídegi árið 1937. Á þeim tíma voru siglingar norrænna manna til Ameríku að fornu einungis sögusagnir sem engar haldbærar sannanir fundust fyrir. Það má því fyrirgefa Bandaríkjamönnum að hafa veitt Kólumbusi titilinn „gaurinn sem fann Ameríku“. En nú vitum við betur.Hvað var þetta Vínland? Árið 1926 ákvað ungur Norðmaður, Helge Ingstad, að nafni, að selja lögfræðiskrifstofuna sína, leggjast í ferðalög og skrifa bækur um það sem bar fyrir augu. Einn daginn fékk Helge aðdáendabréf frá lesanda. Fyrsta skrefið var stigið. Senn yrði ein mesta ráðgáta þjóðveldisaldar leyst. Lesandinn hét Anne Stine Moe og þau Helge tóku að skiptast á bréfum. Þótt Anne Stine væri tuttugu árum yngri en Helge urðu þau skotin hvort í öðru. Anne Stine var fornleifafræðingur og þegar þau giftu sig árið 1941 urðu þau ekki aðeins hjón heldur líka samstarfsfélagar. Helge hafði lengi haft áhuga á Íslendingasögunum. Eiríks saga rauða var í sérstöku uppáhaldi, einkum frásögnin af Leifi, syni Eiríks, sem fann land vestan við Grænland sem hann kallaði Vínland. Helge Ingstad fékk Vínland á heilann. Gat verið að Vínland væri Norður-Ameríka? Margir létu sig dreyma um að sú væri raunin; að það sem stóð í Eiríks sögu rauða væri satt. En enginn gat sýnt fram á það.Dularfulla kortið Árið 1957 vöknuðu vonir um að sönnunin væri fundin. Heimsbyggðin stóð á öndinni. Ástæðan var landakort. Kortið var dularfullt. Það var teiknað á skinn og var sagt vera frá árinu 1440. Kortið fannst í Sviss en enginn vissi hvar það hafði verið niðurkomið öll árhundruðin áður en það fannst. Kortið var kallað Vínlandskortið. Í nafngiftinni fólst ástæða þess að kortið var merkilegt: Á því mátti sjá Ameríku – en á kortinu var hún kölluð Vínland. Ef kortið var í alvörunni frá árinu 1440 þýddi það aðeins eitt: Evrópubúar vissu af Ameríku mörgum áratugum áður en Kólumbus átti að hafa fundið hana. En kortið hafði ekki fyrr verið afhjúpað en fræðimenn fóru að rífast um hvort það væri ósvikið. Rannsóknir voru gerðar á blekinu sem kortið var teiknað með og þóttu þær benda til þess að það væri ekki frá 1440 heldur miklu yngra. Draumurinn um að hægt væri að sanna að Leifur heppni hefði fundið Ameríku var við það að verða að engu. En þá komu Helge og Anne Stine til bjargar. Helge var sannfærður um að Eiríks saga rauða væri sönn. Hann ferðaðist um strendur Nýfundnalands, Nova Scotia og Quebec fótgangandi, á bátum og með þyrlum í leit að sönnunargögnum. Árið 1960 benti hópur sjómanna þeim Anne Stine á grasi vaxnar rústir á stað sem kallaðist L'Anse aux Meadows á norðurodda Nýfundnalands. Anne Stine hafði umsjón með að grafa upp fornminjarnar. Tóftirnar voru íslenskar í útliti. Kólumbus var ekki fyrstur Evrópumanna til að finna Ameríku.Afturganga eða Sigmundur Davíð Á degi Kólumbusar síðastliðinn mánudag brá íbúum Detroit í Bandaríkjunum í brún er þeir gengu fram hjá ráðhúsi borgarinnar. Í höfði styttu af Kólumbusi var öxi. Ósagt skal látið hvort þar hafi verið á ferð afturganga Leifs Eiríkssonar að krefjast vegtyllu sinnar – já, eða Sigmundur Davíð.
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun