Er kúlumótorinn framtíðin? Finnur Thorlacius skrifar 16. október 2015 11:40 Kúlumótorinn er bæði léttur og lítill. Gizmag Þó svo þróun bensínmótorsins í bíla hafi tekið stórvægileg stökk á undanförnum árum hefur grunngerð hans ekki mikið breyst frá upphafi. Þýskur verkfræðingur hefur þó unnið að nýrri gerð bensínvélar, svokölluðum kúlumótor sem lofar góðu og byggir á gerbreyttri hönnun. Þessi smávaxni mótor er aðeins með 1,18 líra sprengirými og samanstendur aðeins af 62 íhlutum í samaburði við að meðaltali 240 íhlutum í hefðbundinni bensínvél nútímans. Auk þess er vélin aðeins 62 kíló og því miklu léttari en flestar bensínvélar. Afköst þessa kúlumótors er 100 hestöfl og 290 Nm tog við 3.000 snúninga á mínútu. Hönnuður hans, Dr. Hüttlin býst við því að frekar þróun kúlumótorsins muni tryggja 40% betri afköst hans með minna viðnámi og þess lægri eyðslu hans. Hüttlin býst við því að hafið verði samstarf við einn eða fleiri bílaframleiðanda á næsta ári við prófanir á þessari nýju uppfinningu hans. Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Innlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Erlent Diljá Mist boðar til fundar Innlent Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til Innlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Erlent Konur á miðjum aldri þær sem helst áreita karlkyns lögregluþjóna Innlent
Þó svo þróun bensínmótorsins í bíla hafi tekið stórvægileg stökk á undanförnum árum hefur grunngerð hans ekki mikið breyst frá upphafi. Þýskur verkfræðingur hefur þó unnið að nýrri gerð bensínvélar, svokölluðum kúlumótor sem lofar góðu og byggir á gerbreyttri hönnun. Þessi smávaxni mótor er aðeins með 1,18 líra sprengirými og samanstendur aðeins af 62 íhlutum í samaburði við að meðaltali 240 íhlutum í hefðbundinni bensínvél nútímans. Auk þess er vélin aðeins 62 kíló og því miklu léttari en flestar bensínvélar. Afköst þessa kúlumótors er 100 hestöfl og 290 Nm tog við 3.000 snúninga á mínútu. Hönnuður hans, Dr. Hüttlin býst við því að frekar þróun kúlumótorsins muni tryggja 40% betri afköst hans með minna viðnámi og þess lægri eyðslu hans. Hüttlin býst við því að hafið verði samstarf við einn eða fleiri bílaframleiðanda á næsta ári við prófanir á þessari nýju uppfinningu hans.
Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Innlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Erlent Diljá Mist boðar til fundar Innlent Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til Innlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Erlent Konur á miðjum aldri þær sem helst áreita karlkyns lögregluþjóna Innlent