Kíkti oft á sigurskeytið Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 14. október 2015 11:15 „Ég er svo glöð eftir verðlaunaathöfnina í Hagaskóla, hún var svo skemmtileg. Ég fékk líka svo sterka upplifun fyrir því hvað krakkar eru flottir í dag, einlægir, prúðir og eðlilegir,“ segir Ragnheiður. Vísir/GVA „Ég hef verið að skrifa í frístundum, sendi inn handrit í þessa keppni og mér til mikillar undrunar vann ég,“ segir Ragnheiður Eyjólfsdóttir, höfundur Arftakans, sem hlaut í gær íslensku barnabókaverðlaunin 2015. Hún er sjálfstætt starfandi arkitekt, býr í München í Þýskalandi og stekkur nú fram á sjónarsviðið sem rithöfundur. „Ég kíkti á tölvuskeytið um sigurinn nokkrum sinnum og var viss um að í því væru bara þakkir fyrir þátttökuna. Tíu mínútum seinna áttaði ég mig á að keppnin var nafnlaus og ekki átti að hafa samband við aðra en vinningshafa svo ég fór að lesa meilið almennilega. Var í matarboði og stóð upp og öskraði: Ég vann! Þetta var mjög gott augnablik.“ Sigurfregnin barst Ragnheiði í apríl. Skyldi ekki hafa verið erfitt að halda upphefðinni leyndri? „Jú, mig hefur langað allan tímann að öskra framan í heiminn: Þetta tókst!“ svarar hún hlæjandi.Að mati dómnefndar er þetta metnaðarfull og spennandi saga sem jafnast á við bestu furðusögur sem skrifaðar hafa verið á íslensku.Hún kveðst þó ekki vera búin að skrifa mikið fyrir skúffuna. „Ég var alltaf að skrifa og myndskreyta sem barn en á unglingsárunum fór krafturinn í að skrifa heimildarritgerðir. Mamma var samt alltaf að pota í mig og segja: „Jæja, Ragnheiður. Ætlar þú ekki að fara að gera eitthvað í þessu með skáldskapinn?“ og ég bara ranghvolfdi augunum og sagði: Oh, mamma. Hún er svo sannfærð um að ég geti allt og verandi með slíkan bakhjarl fer maður á endanum að trúa því að maður sé góður í einhverju. Amma veitti mér líka uppörvun og þær tvær lásu yfir fyrir mig svo ég fékk kjark til að senda handritið inn.“ Ragnheiður segir arkitektúrnámið hafa komið að gagni við skrifin.„Maður þarf alltaf að geta lýst umhverfinu og skipulaginu í texta. Það hefur hjálpað mér við að lýsa þeim furðuheimi sem ég er að skapa í sögunni. En ég er líka alltaf með augun opin og í Þýskalandi er umhverfið eins og í ævintýrunum, skógar, kastalar og borgarhlutar frá miðöldum. Ég tek þetta inn í mínar lýsingar en í byrjun gerist sagan í vesturbæ Reykjavíkur þar sem ég ólst upp.“ Hún kveðst strax komin af stað með næstu bók um sömu sögupersónur og í Arftakanum. „Það gengur þrusuvel, ég er alveg hissa á hvað mér finnst þetta gaman.“ Að lokum er hún innt eftir fjölskylduhögum. „Ég á mann og þriggja ára son. Bókin mín passar ekki fyrir drenginn strax en hann horfði á hana áðan og sagði: „Mamma, eigum við að lesa saman?“ Það var krúttlegt.“ Menning Mest lesið Ilmaðu eins og frambjóðendur: Snorri Másson með sama ilm og Svandís Svavars Lífið „Án okkar verður ekki til miðjustjórn“ Lífið Auðir og ógildir með kosningakaffi Lífið Ilmaðu eins og frambjóðendur Lífið „Ég hef ekki verið svona hot síðan ég var unghommi“ Lífið Minnist föður síns: „Til hamingju með daginn hvar sem þú ert“ Lífið Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Lífið Myndir: Svona var baksviðs á kappræðum leiðtoganna Lífið Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Lífið Fréttatían: Kosningar, verðbólga og körfubolti Lífið Fleiri fréttir Í beinni: Dagur íslenskrar tónlistar Reykjavík samdi til þriggja ára við Borgarleikhúsið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið Sjá meira
„Ég hef verið að skrifa í frístundum, sendi inn handrit í þessa keppni og mér til mikillar undrunar vann ég,“ segir Ragnheiður Eyjólfsdóttir, höfundur Arftakans, sem hlaut í gær íslensku barnabókaverðlaunin 2015. Hún er sjálfstætt starfandi arkitekt, býr í München í Þýskalandi og stekkur nú fram á sjónarsviðið sem rithöfundur. „Ég kíkti á tölvuskeytið um sigurinn nokkrum sinnum og var viss um að í því væru bara þakkir fyrir þátttökuna. Tíu mínútum seinna áttaði ég mig á að keppnin var nafnlaus og ekki átti að hafa samband við aðra en vinningshafa svo ég fór að lesa meilið almennilega. Var í matarboði og stóð upp og öskraði: Ég vann! Þetta var mjög gott augnablik.“ Sigurfregnin barst Ragnheiði í apríl. Skyldi ekki hafa verið erfitt að halda upphefðinni leyndri? „Jú, mig hefur langað allan tímann að öskra framan í heiminn: Þetta tókst!“ svarar hún hlæjandi.Að mati dómnefndar er þetta metnaðarfull og spennandi saga sem jafnast á við bestu furðusögur sem skrifaðar hafa verið á íslensku.Hún kveðst þó ekki vera búin að skrifa mikið fyrir skúffuna. „Ég var alltaf að skrifa og myndskreyta sem barn en á unglingsárunum fór krafturinn í að skrifa heimildarritgerðir. Mamma var samt alltaf að pota í mig og segja: „Jæja, Ragnheiður. Ætlar þú ekki að fara að gera eitthvað í þessu með skáldskapinn?“ og ég bara ranghvolfdi augunum og sagði: Oh, mamma. Hún er svo sannfærð um að ég geti allt og verandi með slíkan bakhjarl fer maður á endanum að trúa því að maður sé góður í einhverju. Amma veitti mér líka uppörvun og þær tvær lásu yfir fyrir mig svo ég fékk kjark til að senda handritið inn.“ Ragnheiður segir arkitektúrnámið hafa komið að gagni við skrifin.„Maður þarf alltaf að geta lýst umhverfinu og skipulaginu í texta. Það hefur hjálpað mér við að lýsa þeim furðuheimi sem ég er að skapa í sögunni. En ég er líka alltaf með augun opin og í Þýskalandi er umhverfið eins og í ævintýrunum, skógar, kastalar og borgarhlutar frá miðöldum. Ég tek þetta inn í mínar lýsingar en í byrjun gerist sagan í vesturbæ Reykjavíkur þar sem ég ólst upp.“ Hún kveðst strax komin af stað með næstu bók um sömu sögupersónur og í Arftakanum. „Það gengur þrusuvel, ég er alveg hissa á hvað mér finnst þetta gaman.“ Að lokum er hún innt eftir fjölskylduhögum. „Ég á mann og þriggja ára son. Bókin mín passar ekki fyrir drenginn strax en hann horfði á hana áðan og sagði: „Mamma, eigum við að lesa saman?“ Það var krúttlegt.“
Menning Mest lesið Ilmaðu eins og frambjóðendur: Snorri Másson með sama ilm og Svandís Svavars Lífið „Án okkar verður ekki til miðjustjórn“ Lífið Auðir og ógildir með kosningakaffi Lífið Ilmaðu eins og frambjóðendur Lífið „Ég hef ekki verið svona hot síðan ég var unghommi“ Lífið Minnist föður síns: „Til hamingju með daginn hvar sem þú ert“ Lífið Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Lífið Myndir: Svona var baksviðs á kappræðum leiðtoganna Lífið Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Lífið Fréttatían: Kosningar, verðbólga og körfubolti Lífið Fleiri fréttir Í beinni: Dagur íslenskrar tónlistar Reykjavík samdi til þriggja ára við Borgarleikhúsið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið Sjá meira