Nýr Volvo XC40 jepplingur 2018 Finnur Thorlacius skrifar 13. október 2015 10:37 Gæti Volvo XC40 jepplingurinn litið svona út? Autoblog Nú seljast minni jepplingar einkar vel í heiminum og bílaframleiðendur hafa fjölgað þeim mikið undanfarið. Enn má þó gera ráð fyrir nokkurri fjölgun slíkra bíla. Volvo ætlar ekki að láta sitt eftir liggja í þeim efnum og hyggst kynna þannig jeppling árið 2018 og líklegt þykir að hann muni fá stafina XC40. Yrði hann á stærð við Audi Q3. Hakan Samuelsson, forstjóri Volvo, segir að það sé forgangsatriði hjá Volvo að setja á markað lítinn jeppling, en hann vildi ekki staðfest hvaða nafn hann myndi bera. Nær öruggt er að þessi bíll verði framleiddur í Ghent í Belgíu, en þar er fyrir smíðaðir V40, V40 Cross Country, S60 og XC60 bílarnir. Nýr jepplingur yrði byggður á sama undirvagni og þeir. Aðaltromp Volvo um þessar mundir, nýi jeppinn XC90, er hinsvegar smíðaður í Torslanda í Svíþjóð og þar var einnig smíðaður S60 bíllinn. Þar sem XC90 jeppinn selst svo vel var hætt að framleiða S60 þar svo nýta mætti alla verksmiðjuna við smíði jeppans. Pantanir í hann eru nú orðnar 65.000, en Volvo gerði ráð fyrir að þær yrðu mest 50.000 í ár. Volvo stefnir á sölu 500.000 bílum í ár og 800.000 bílum árið 2020. Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Diljá Mist boðar til fundar Innlent „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Erlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Taldi drenginn myndu deyja yrði hann ekki umskorinn Innlent
Nú seljast minni jepplingar einkar vel í heiminum og bílaframleiðendur hafa fjölgað þeim mikið undanfarið. Enn má þó gera ráð fyrir nokkurri fjölgun slíkra bíla. Volvo ætlar ekki að láta sitt eftir liggja í þeim efnum og hyggst kynna þannig jeppling árið 2018 og líklegt þykir að hann muni fá stafina XC40. Yrði hann á stærð við Audi Q3. Hakan Samuelsson, forstjóri Volvo, segir að það sé forgangsatriði hjá Volvo að setja á markað lítinn jeppling, en hann vildi ekki staðfest hvaða nafn hann myndi bera. Nær öruggt er að þessi bíll verði framleiddur í Ghent í Belgíu, en þar er fyrir smíðaðir V40, V40 Cross Country, S60 og XC60 bílarnir. Nýr jepplingur yrði byggður á sama undirvagni og þeir. Aðaltromp Volvo um þessar mundir, nýi jeppinn XC90, er hinsvegar smíðaður í Torslanda í Svíþjóð og þar var einnig smíðaður S60 bíllinn. Þar sem XC90 jeppinn selst svo vel var hætt að framleiða S60 þar svo nýta mætti alla verksmiðjuna við smíði jeppans. Pantanir í hann eru nú orðnar 65.000, en Volvo gerði ráð fyrir að þær yrðu mest 50.000 í ár. Volvo stefnir á sölu 500.000 bílum í ár og 800.000 bílum árið 2020.
Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Diljá Mist boðar til fundar Innlent „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Erlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Taldi drenginn myndu deyja yrði hann ekki umskorinn Innlent