Benz seldi meira en BMW og Audi þriðja mánuðinn í röð Finnur Thorlacius skrifar 13. október 2015 09:59 Mercedes Benz GLC Autoblog Í nýliðnum september seldi Mercedes Benz fleiri bíla en hinir þýsku lúxusbílaframleiðendurnir BMW og Audi. Var það þriðja mánuðinn í röð sem það gerist, en undanfarin ár hefur Mercedes Benz verið í þriðja sæti þessara þriggja framleiðenda í sölu. Söluaukning Benz nam 16% á milli ára og seldi fyrirtækið 188.400 bíla í september. BMW seldi 180.500 bíla og Audi 170.900. Í Kína var söluaukning Benz mikil í síðasta mánuði, eða 31% en á sama tíma jókst hún um 2% hjá BMW og stóð í stað hjá Audi. Það er góð sala um allan heim á bílum eins og GLC, GLE og GLA sem hjálpað hefur Benz mest í þessari aukningu í sölu. Fyrstu 9 mánuði ársins heldur BMW ennþá efsta sætinu í heildarsölu með 1,4 milljón bíla. Mercedes Benz hefur selt 1,38 milljón bíla og Audi 1,35. Aukningin hjá Mercedes Benz er 15% á milli ára, en 5,8% hjá BMW og 3,8% hjá Audi. Því má telja öruggt að Mercedes Benz verður söluhærra en Audi í ár og muni jafnvel ná BMW. Sú staða hefur ekki verið uppi í mörg ár, en Mercedes Benz tapaði titlinum söluhæsti þýski lúxusbílaframleiðandinn til BMW árið 2005 og þar hefur BMW setið allar götur síðan. Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Innlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Erlent Diljá Mist boðar til fundar Innlent Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til Innlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Erlent Konur á miðjum aldri þær sem helst áreita karlkyns lögregluþjóna Innlent
Í nýliðnum september seldi Mercedes Benz fleiri bíla en hinir þýsku lúxusbílaframleiðendurnir BMW og Audi. Var það þriðja mánuðinn í röð sem það gerist, en undanfarin ár hefur Mercedes Benz verið í þriðja sæti þessara þriggja framleiðenda í sölu. Söluaukning Benz nam 16% á milli ára og seldi fyrirtækið 188.400 bíla í september. BMW seldi 180.500 bíla og Audi 170.900. Í Kína var söluaukning Benz mikil í síðasta mánuði, eða 31% en á sama tíma jókst hún um 2% hjá BMW og stóð í stað hjá Audi. Það er góð sala um allan heim á bílum eins og GLC, GLE og GLA sem hjálpað hefur Benz mest í þessari aukningu í sölu. Fyrstu 9 mánuði ársins heldur BMW ennþá efsta sætinu í heildarsölu með 1,4 milljón bíla. Mercedes Benz hefur selt 1,38 milljón bíla og Audi 1,35. Aukningin hjá Mercedes Benz er 15% á milli ára, en 5,8% hjá BMW og 3,8% hjá Audi. Því má telja öruggt að Mercedes Benz verður söluhærra en Audi í ár og muni jafnvel ná BMW. Sú staða hefur ekki verið uppi í mörg ár, en Mercedes Benz tapaði titlinum söluhæsti þýski lúxusbílaframleiðandinn til BMW árið 2005 og þar hefur BMW setið allar götur síðan.
Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Innlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Erlent Diljá Mist boðar til fundar Innlent Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til Innlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Erlent Konur á miðjum aldri þær sem helst áreita karlkyns lögregluþjóna Innlent