Pavel: Get varla hreyft mig Tómas Þór Þórðarson skrifar 29. október 2015 13:00 Pavel Ermolinskij verður frá næstu vikurnar. vísir/þórdís Pavel Ermolinskij, leikmaður KR í Dominos-deild karla í körfubolta, verður ekki með liðinu þegar það mætir Njarðvík í stórleik fjórðu umferðar í DHL-höllinni á morgun. Leikurinn verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport HD klukkan 19.15 þar á eftir verður Dominos-Körfuboltakvöld á dagskránni klukkan 21.30. Pavel meiddist í fjórða leikhluta þegar Íslandsmeistararnir lögðu Hauka á útivelli í síðustu umferð. Hann sótti inn í teiginn en eitthvað gaf sig í kálfanum með þeim afleiðingum að hann þurfti að fara út af. „Það var sem sagt lítill vöðvi í kálfanum sem fór á mis. Læknarnir hafa ekki fundið rifu enn þá sem er gott en það blæðir inn á vöðvann,“ segir Pavel í samtali við Vísi. „Menn óttuðust að að væri rifa sem er ekki. Væri rifa þyrfti að bíða eftir að hún myndi gróa en nú þarf ég ekkert að bíða eftir því.“ „Í staðinn tek ég þetta bara á tilfinningunni og sé til hvernig mér líður. Það er engin ákveðin dagsetning komin á hvenær ég get snúið aftur. Þetta verða nokkrar vikur, en samkvæmt læknunum er misjafnt hvernig menn koma út úr þessu,“ segir Pavel.Pavel getur ekki spilað á móti Njarðvík annað kvöld.vísir/stefánÖðruvísi fyrir íþróttamenn Landsliðsmaðurinn segir þessi meiðsli geta haldið mönnum frá keppni í nokkra mánuði en hann býst ekki við að vera svo lengi frá. „Sumir taka þetta á örfáum vikum en aðrir eru frá í einhverja mánuði. Ég ætla ekki einu sinni að giska hvað ég verð nákvæmlega lengi frá en þetta verða einhverjar vikur,“ segir hann. „Mín tilfinning er að þetta sé ekki svo slæmt. Þetta er öðruvísi fyrir íþróttamenn eða venjulegt fólk sem er kannski bara í badminton einu sinni í viku. Ég ætti að vera fljótari að ná mér.“ „Þegar ekkert þarf að gróa snýst þetta bara um sársauka. Það er ekkert mál að ráða við sársaukann en ég byrja bara að gera eitthvað um leið og ég treysti mér. Ég get varla hreyft mig núna,“ segir Pavel. Pavel missir af tækifærinu að mæta félaga sínum úr landsliðinu, Hauki Helga Pálssyni, þegar KR tekur á móti Njarðvík á morgun.Haukur Helgi Pálsson er kominn heim.vísir/andri marinóVar í svipuðum sporum og Haukur Helgi Tveir EM-farar; Haukur Pálsson Helgi og Logi Gunnarsson, mæta með Ljónunum úr Njarðvík í DHL-höllina og etja þar kappi við aðra landsliðsmenn; Helga Má Magnússon, Ægi Þór Steinarsson og Brynjar Þór Björnsson. „Það hefði verið frábært að taka þátt í þessum leik og koma Hauki aðeins niður á jörðina,“ segir Pavel kíminn.Sjá einnig:Haukur Helgi: „Gott að koma heim til að hlaða batteríin“ Hann fagnar því að fá þennan frábæra leikmann í deildina og skilur hvers vegna hann er kominn heim. Haukur fékk nefnilega ráðleggingar frá Pavel í aðdraganda heimkomunnar. „Ég talaði nú við hann þegar hann var úti. Ég ætla ekki að segja að ég hafi hvatt hann til að koma heim en ég sagði honum að þetta yrði góð reynsla fyrir hann. Hér getur hann fengið smá „kick start“,“ segir Pavel. „Ég var í svipuðum sporum þegar ég kom heim í KR fyrir fimm árum og þekki þetta alveg. Það er fínt fyrir hann að koma heim núna og vera aðalmaðurinn eins og hann var hjá okkur á EM í sumar,“ segir Pavel Ermolinskij. Dominos-deild karla Tengdar fréttir Haukur Helgi: Gott að hafa pressu á sér Haukur Helgi Pálsson, landsliðsmaður Íslands í körfubolta, er maðurinn sem á að koma Njarðvíkingum alla leið í Domino's-deildinni í vetur. 29. október 2015 08:00 Bonneau ætlar að snúa aftur fyrir úrslitakeppnina Stefan Bonneau er harður á því að hann hafi meiðst eftir að hann kom til Íslands í haust. 29. október 2015 08:30 Friðrik Ingi: Haukur stórkostlegur | Reiknar ekki með Bonneau Þjálfari Njarðvíkur fagnar liðsstyrknum sem Ljónin fengu í dag. 28. október 2015 16:03 Mest lesið „Getum gengið stoltar frá borði“ Handbolti Hamrarnir héldu Refunum í fallsæti Enski boltinn Aron og Bjarki Már gerðu sitt í París Handbolti Uppgjörið: Grótta - Haukar 21-31 | Haukar munu etja keppi við Fram í úrslitum Handbolti Magnaður Sigvaldi sökkti Magdeburg Handbolti Hinn reynslumikli Stafford eftirsóttur Sport „Settum í sjötta gír í seinni hálfleik“ Handbolti Bologna kom til baka gegn AC Milan Fótbolti „Viðurkenni að maður fékk fiðring í magann” Handbolti „Þú ert að tengja þetta við Rashford“ Enski boltinn Fleiri fréttir Rosaleg troðsla í NBA: „Greyið sem var undir honum“ „Ég elska að vera á Íslandi“ Ekki lengur hægt að vera allsber og taka orminn Neitar að tjá sig um ósættið við Kristófer: „Á milli mín og hans“ „Færð mig ekki í einhverja umræðu um Íslandsmeistaratitilinn núna“ Uppgjörið: Njarðvík - Þór Ak. 93-80 | Sjötti sigur grænna í röð Valskonur unnu meistarana Hatar samfélagsmiðla Bíður í startholunum í Washington: „Ég elska Ísland og Selfoss“ „Geitin“ í kvennakörfunni hætt Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Doncic með þrennu á móti Dallas og Lakers fólkið söng „Takk fyrir Nico“ Aþena vann loksins leik „Eins gott að þeir fari að fokking semja“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 77-64 | Slökktu á gestunum í seinni hálfleik „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ „Þetta er eins og að vera dömpað“ Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Sex fara fyrir Ísland á sitt fyrsta stórmót Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Martin komst í hóp þeirra gömlu og mjög góðu Popovich kemur ekki til baka á þessu tímabili Loksins fékk Lakers að sjá Luka eins og við þekkjum hann Sjá meira
Pavel Ermolinskij, leikmaður KR í Dominos-deild karla í körfubolta, verður ekki með liðinu þegar það mætir Njarðvík í stórleik fjórðu umferðar í DHL-höllinni á morgun. Leikurinn verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport HD klukkan 19.15 þar á eftir verður Dominos-Körfuboltakvöld á dagskránni klukkan 21.30. Pavel meiddist í fjórða leikhluta þegar Íslandsmeistararnir lögðu Hauka á útivelli í síðustu umferð. Hann sótti inn í teiginn en eitthvað gaf sig í kálfanum með þeim afleiðingum að hann þurfti að fara út af. „Það var sem sagt lítill vöðvi í kálfanum sem fór á mis. Læknarnir hafa ekki fundið rifu enn þá sem er gott en það blæðir inn á vöðvann,“ segir Pavel í samtali við Vísi. „Menn óttuðust að að væri rifa sem er ekki. Væri rifa þyrfti að bíða eftir að hún myndi gróa en nú þarf ég ekkert að bíða eftir því.“ „Í staðinn tek ég þetta bara á tilfinningunni og sé til hvernig mér líður. Það er engin ákveðin dagsetning komin á hvenær ég get snúið aftur. Þetta verða nokkrar vikur, en samkvæmt læknunum er misjafnt hvernig menn koma út úr þessu,“ segir Pavel.Pavel getur ekki spilað á móti Njarðvík annað kvöld.vísir/stefánÖðruvísi fyrir íþróttamenn Landsliðsmaðurinn segir þessi meiðsli geta haldið mönnum frá keppni í nokkra mánuði en hann býst ekki við að vera svo lengi frá. „Sumir taka þetta á örfáum vikum en aðrir eru frá í einhverja mánuði. Ég ætla ekki einu sinni að giska hvað ég verð nákvæmlega lengi frá en þetta verða einhverjar vikur,“ segir hann. „Mín tilfinning er að þetta sé ekki svo slæmt. Þetta er öðruvísi fyrir íþróttamenn eða venjulegt fólk sem er kannski bara í badminton einu sinni í viku. Ég ætti að vera fljótari að ná mér.“ „Þegar ekkert þarf að gróa snýst þetta bara um sársauka. Það er ekkert mál að ráða við sársaukann en ég byrja bara að gera eitthvað um leið og ég treysti mér. Ég get varla hreyft mig núna,“ segir Pavel. Pavel missir af tækifærinu að mæta félaga sínum úr landsliðinu, Hauki Helga Pálssyni, þegar KR tekur á móti Njarðvík á morgun.Haukur Helgi Pálsson er kominn heim.vísir/andri marinóVar í svipuðum sporum og Haukur Helgi Tveir EM-farar; Haukur Pálsson Helgi og Logi Gunnarsson, mæta með Ljónunum úr Njarðvík í DHL-höllina og etja þar kappi við aðra landsliðsmenn; Helga Má Magnússon, Ægi Þór Steinarsson og Brynjar Þór Björnsson. „Það hefði verið frábært að taka þátt í þessum leik og koma Hauki aðeins niður á jörðina,“ segir Pavel kíminn.Sjá einnig:Haukur Helgi: „Gott að koma heim til að hlaða batteríin“ Hann fagnar því að fá þennan frábæra leikmann í deildina og skilur hvers vegna hann er kominn heim. Haukur fékk nefnilega ráðleggingar frá Pavel í aðdraganda heimkomunnar. „Ég talaði nú við hann þegar hann var úti. Ég ætla ekki að segja að ég hafi hvatt hann til að koma heim en ég sagði honum að þetta yrði góð reynsla fyrir hann. Hér getur hann fengið smá „kick start“,“ segir Pavel. „Ég var í svipuðum sporum þegar ég kom heim í KR fyrir fimm árum og þekki þetta alveg. Það er fínt fyrir hann að koma heim núna og vera aðalmaðurinn eins og hann var hjá okkur á EM í sumar,“ segir Pavel Ermolinskij.
Dominos-deild karla Tengdar fréttir Haukur Helgi: Gott að hafa pressu á sér Haukur Helgi Pálsson, landsliðsmaður Íslands í körfubolta, er maðurinn sem á að koma Njarðvíkingum alla leið í Domino's-deildinni í vetur. 29. október 2015 08:00 Bonneau ætlar að snúa aftur fyrir úrslitakeppnina Stefan Bonneau er harður á því að hann hafi meiðst eftir að hann kom til Íslands í haust. 29. október 2015 08:30 Friðrik Ingi: Haukur stórkostlegur | Reiknar ekki með Bonneau Þjálfari Njarðvíkur fagnar liðsstyrknum sem Ljónin fengu í dag. 28. október 2015 16:03 Mest lesið „Getum gengið stoltar frá borði“ Handbolti Hamrarnir héldu Refunum í fallsæti Enski boltinn Aron og Bjarki Már gerðu sitt í París Handbolti Uppgjörið: Grótta - Haukar 21-31 | Haukar munu etja keppi við Fram í úrslitum Handbolti Magnaður Sigvaldi sökkti Magdeburg Handbolti Hinn reynslumikli Stafford eftirsóttur Sport „Settum í sjötta gír í seinni hálfleik“ Handbolti Bologna kom til baka gegn AC Milan Fótbolti „Viðurkenni að maður fékk fiðring í magann” Handbolti „Þú ert að tengja þetta við Rashford“ Enski boltinn Fleiri fréttir Rosaleg troðsla í NBA: „Greyið sem var undir honum“ „Ég elska að vera á Íslandi“ Ekki lengur hægt að vera allsber og taka orminn Neitar að tjá sig um ósættið við Kristófer: „Á milli mín og hans“ „Færð mig ekki í einhverja umræðu um Íslandsmeistaratitilinn núna“ Uppgjörið: Njarðvík - Þór Ak. 93-80 | Sjötti sigur grænna í röð Valskonur unnu meistarana Hatar samfélagsmiðla Bíður í startholunum í Washington: „Ég elska Ísland og Selfoss“ „Geitin“ í kvennakörfunni hætt Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Doncic með þrennu á móti Dallas og Lakers fólkið söng „Takk fyrir Nico“ Aþena vann loksins leik „Eins gott að þeir fari að fokking semja“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 77-64 | Slökktu á gestunum í seinni hálfleik „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ „Þetta er eins og að vera dömpað“ Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Sex fara fyrir Ísland á sitt fyrsta stórmót Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Martin komst í hóp þeirra gömlu og mjög góðu Popovich kemur ekki til baka á þessu tímabili Loksins fékk Lakers að sjá Luka eins og við þekkjum hann Sjá meira
Haukur Helgi: Gott að hafa pressu á sér Haukur Helgi Pálsson, landsliðsmaður Íslands í körfubolta, er maðurinn sem á að koma Njarðvíkingum alla leið í Domino's-deildinni í vetur. 29. október 2015 08:00
Bonneau ætlar að snúa aftur fyrir úrslitakeppnina Stefan Bonneau er harður á því að hann hafi meiðst eftir að hann kom til Íslands í haust. 29. október 2015 08:30
Friðrik Ingi: Haukur stórkostlegur | Reiknar ekki með Bonneau Þjálfari Njarðvíkur fagnar liðsstyrknum sem Ljónin fengu í dag. 28. október 2015 16:03