Þrjátíu prósenta launahækkun og styttri vinnuvika Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 28. október 2015 12:07 Frá undirritun kjarasamninga í Karphúsinu í nótt. Vísir/Friðrik Þór Félagsmenn SFR stéttarfélags, Sjúkraliðafélags Íslands og Landssambands lögreglumanna munu á næstu þremur árum fá allt að þrjátíu og tveggja prósenta launahækkun. Þá munu félögin taka þátt í tilraunaverkefni sem miðar að því að stytta vinnuvikuna um fjórar klukkustundir. Þórarinn Eyfjörð, framkvæmdastjóri SFR, segir hækkanirnar í samræmi við það sem samninganefndir félaganna þriggja lögðu upp með frá byrjun. „Krafa félaganna var mjög einföld. Hún var sú að við myndum fá sömu launahækkanir og aðrir ríkisstarfsmenn, og það tókst. Kjararamminn er sá sami og gerðardómur komst að í niðurstöðu sinni á dögunum. Kostnaðarramminn er til þriggja ára og beinar launahækkanir koma inn á tímabilinu auk þess sem verið er að gera lagfæringar á launatöflu,“ segir hann.Þórarinn Eyfjörð, framkvæmdastjóri SFR stéttarfélags.vísir/anton brinkSALEK tafði viðræðurnar Hann telur líklegt að vinna SALEK-hópsins svokallaða hafi haft áhrif á gang viðræðnanna. „Ég held að sumu leyti að það hafi orðið tafir á okkar vinnu vegna þessarar vinnu sem átti sér stað í SALEK umhverfinu. En þegar þær tafir leystur þá fór að ganga betur hjá okkur. Það var að vísu ekki þannig að þá féll allt í ljúfa löð því við þurftum að takast á við marga hluti þrátt fyrir það. En við náðum saman og erum sátt við niðurstöðuna,“ segir Þórarinn. Launahækkanirnar á tímabilinu eru frá 29 prósentum upp í 32 prósent, að sögn Þórarins. „Þarna er um ólíkar hækkanir að ræða. Lægstu tölur í launatöflu eru hækkuð um 25 þúsund krónur, eins og gerðist á almennum markaði, þannig að það er einhver hluti sem fær rétt rúmlega 30 prósenta hækkun. Þannig að þeir sem eru með lægstu launin fá ívið hærri hækkanir.“Úr 40 stundum í 36Þá samþykkti ríkisstjórnin að fara í tilraunaverkefni með félögunum sem miðar að styttri vinnuviku, eða úr 40 klukkustundum í 36 stundir. „Það fara nokkrar stofnanir í tilraun um hvað gerist ef menn laga vinnutímann aðeins til og þá sjáum við hvort framleiðni eða árangur stofnunarinnar verði sá sami þó svo vinnutímanum verði breytt. Þá miðum við jafnframt að því að styrkja stefnu okkar í fjölskylduvænna umhverfi og ákveðnir hlutir í menntunarumhverfi okkar félagsmanna sem verið er að lagfæra og gera tilraunir með,“ útskýrir Þórarinn. Hann segir að stefnt verði að því að kynna nýja kjarasamninga fyrir félagsmönnum á næstu dögum. Í kjölfarið verði farið í atkvæðagreiðslu og að niðurstaðna úr henni sé að vænta 10. nóvember næstkomandi. Verkfall 2016 Mest lesið Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Innlent Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Innlent Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Innlent Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Innlent Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Erlent Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Innlent Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Innlent Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Erlent Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Innlent Fleiri fréttir Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Afnám samsköttunar hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Mikill viðbúnaður vegna sprengingar í mjölverksmiðju Þingfundi lauk á miðnætti: Stjórnarandstaðan sökuð um málþóf Samsköttun og ásakanir um málþóf á Alþingi Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Hætta við uppbyggingu við tjörnina í Seljahverfi Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Fyrsta langreyðurin á vertíðinni háði 35 mínútna dauðastríð „Bara einfalt að leyfa fólki að leita að olíu“ Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Gosvá á höfuðborgarsvæðinu, dauðastríð og áhorfendabann Katrín vill leiða framkvæmdastjórn Samfylkingarinnar Hagræðingarhópurinn kostaði rúmar sjö milljónir Viðurkenndi brot gegn barnungri systur en sýknaður Reyndu að sprengja upp hraðbanka sem stendur allt af sér Landris hraðara en eftir síðustu eldgos Gefur kost á sér þrátt fyrir „krankleika“ í vetur og á ekki von á „heiftúðlegum átökum“ „Ekki leika þennan leik“ Sjá meira
Félagsmenn SFR stéttarfélags, Sjúkraliðafélags Íslands og Landssambands lögreglumanna munu á næstu þremur árum fá allt að þrjátíu og tveggja prósenta launahækkun. Þá munu félögin taka þátt í tilraunaverkefni sem miðar að því að stytta vinnuvikuna um fjórar klukkustundir. Þórarinn Eyfjörð, framkvæmdastjóri SFR, segir hækkanirnar í samræmi við það sem samninganefndir félaganna þriggja lögðu upp með frá byrjun. „Krafa félaganna var mjög einföld. Hún var sú að við myndum fá sömu launahækkanir og aðrir ríkisstarfsmenn, og það tókst. Kjararamminn er sá sami og gerðardómur komst að í niðurstöðu sinni á dögunum. Kostnaðarramminn er til þriggja ára og beinar launahækkanir koma inn á tímabilinu auk þess sem verið er að gera lagfæringar á launatöflu,“ segir hann.Þórarinn Eyfjörð, framkvæmdastjóri SFR stéttarfélags.vísir/anton brinkSALEK tafði viðræðurnar Hann telur líklegt að vinna SALEK-hópsins svokallaða hafi haft áhrif á gang viðræðnanna. „Ég held að sumu leyti að það hafi orðið tafir á okkar vinnu vegna þessarar vinnu sem átti sér stað í SALEK umhverfinu. En þegar þær tafir leystur þá fór að ganga betur hjá okkur. Það var að vísu ekki þannig að þá féll allt í ljúfa löð því við þurftum að takast á við marga hluti þrátt fyrir það. En við náðum saman og erum sátt við niðurstöðuna,“ segir Þórarinn. Launahækkanirnar á tímabilinu eru frá 29 prósentum upp í 32 prósent, að sögn Þórarins. „Þarna er um ólíkar hækkanir að ræða. Lægstu tölur í launatöflu eru hækkuð um 25 þúsund krónur, eins og gerðist á almennum markaði, þannig að það er einhver hluti sem fær rétt rúmlega 30 prósenta hækkun. Þannig að þeir sem eru með lægstu launin fá ívið hærri hækkanir.“Úr 40 stundum í 36Þá samþykkti ríkisstjórnin að fara í tilraunaverkefni með félögunum sem miðar að styttri vinnuviku, eða úr 40 klukkustundum í 36 stundir. „Það fara nokkrar stofnanir í tilraun um hvað gerist ef menn laga vinnutímann aðeins til og þá sjáum við hvort framleiðni eða árangur stofnunarinnar verði sá sami þó svo vinnutímanum verði breytt. Þá miðum við jafnframt að því að styrkja stefnu okkar í fjölskylduvænna umhverfi og ákveðnir hlutir í menntunarumhverfi okkar félagsmanna sem verið er að lagfæra og gera tilraunir með,“ útskýrir Þórarinn. Hann segir að stefnt verði að því að kynna nýja kjarasamninga fyrir félagsmönnum á næstu dögum. Í kjölfarið verði farið í atkvæðagreiðslu og að niðurstaðna úr henni sé að vænta 10. nóvember næstkomandi.
Verkfall 2016 Mest lesið Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Innlent Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Innlent Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Innlent Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Innlent Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Erlent Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Innlent Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Innlent Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Erlent Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Innlent Fleiri fréttir Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Afnám samsköttunar hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Mikill viðbúnaður vegna sprengingar í mjölverksmiðju Þingfundi lauk á miðnætti: Stjórnarandstaðan sökuð um málþóf Samsköttun og ásakanir um málþóf á Alþingi Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Hætta við uppbyggingu við tjörnina í Seljahverfi Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Fyrsta langreyðurin á vertíðinni háði 35 mínútna dauðastríð „Bara einfalt að leyfa fólki að leita að olíu“ Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Gosvá á höfuðborgarsvæðinu, dauðastríð og áhorfendabann Katrín vill leiða framkvæmdastjórn Samfylkingarinnar Hagræðingarhópurinn kostaði rúmar sjö milljónir Viðurkenndi brot gegn barnungri systur en sýknaður Reyndu að sprengja upp hraðbanka sem stendur allt af sér Landris hraðara en eftir síðustu eldgos Gefur kost á sér þrátt fyrir „krankleika“ í vetur og á ekki von á „heiftúðlegum átökum“ „Ekki leika þennan leik“ Sjá meira