Yfirborðslegt spjall María Elísabet Bragadóttir skrifar 28. október 2015 07:00 Skiljanlega er ekki til íslenskt orð yfir „small talk“. Það er ekki þáttur í menningunni. Fólk ræðir veðrið en aldrei af léttúð. Enda oft spurning um líf og dauða hvort maður fer fótgangandi í vinnuna. Þegar tvær manneskjur ræða um veðrið sameinast auðmjúkar sálir í vanmætti sínum gagnvart ósigrandi náttúruöflum. Iðulega nýstignar upp úr inflúensu. Þegar Íslendingar ræða um veðrið eru þeir að ræða tilfinningar. Sjálf á ég þó auðvelt með „small talk“. Minnist hvorki á veðrið né legg á flótta. Dansa heimsborgaralegan línudans í mannlegum samskiptum. Var til dæmis stödd í hönnunarbúð á Laugaveginum. Lífsþreytt afgreiðslukona raðaði kertastjökum og saug upp í nefið. Spurði hvort ég þyrfti aðstoð. Ég var strax til í létt spjall. – Já, ætli ég þurfi ekki aðstoð. Verð þunglynd í svona dýrum verslunum. Minnist þess þegar ég var eina stelpan í 7. bekk sem átti ekki iPod og fyllist strax minnimáttarkennd. – Ehh?… Fyrirgefðu? – Þú þarft ekki að biðjast fyrirgefningar. Það er ekki þér að kenna að ég er lágum launum. Við erum sennilega báðar tvær auralitlar konur sem þó eyða morð fjár í kertastjaka sem er stöðutákn. Þessi stjaki er veldissproti í höndum mínum en þær eru vinnulúnar svo hann er mér í raun bara til?…?háðungar. Við erum hirðfífl í konungsríki neyslunnar. Hvernig finnur maður ástina í svoleiðis samfélagi? – Ehh?… Þarf að skreppa inn á lager að snýta mér. Þetta veður gerir út af við mann. Alltaf með nefrennsli! Svo var hún horfin bak við fjall af finnskum tertudiskum. Hún átti erfitt með hversdagslegt hjal eins og flestir samlandar mínir. Svo sem ekkert að því að hún skrúfi aðeins frá krananum og bregði sér frá til að snýta úr sér harminum. Ræða veðrið, ræða tilfinningar. Hvort tveggja er uppgjör við hjartað. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein María Elísabet Bragadóttir Mest lesið Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir Skoðun Hugleiðing á konudag Sigurður Ingi Arnars Unuson Skoðun Viðbrögð barna við sorg Matthildur Bjarnadóttir Skoðun Áslaug Arna er leiðtoginn sem Sjálfstæðisflokkurinn þarf Hafrún Kristjánsdóttir Skoðun Áfram kennarar! Kristbjörg Þórisdóttir,Bragi Reynir Sæmundsson Skoðun Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir Skoðun Hvort er meira í anda Sjálfstæðisflokksins? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Landshornalýðurinn á Hálsunum Hákon Gunnarsson Skoðun
Skiljanlega er ekki til íslenskt orð yfir „small talk“. Það er ekki þáttur í menningunni. Fólk ræðir veðrið en aldrei af léttúð. Enda oft spurning um líf og dauða hvort maður fer fótgangandi í vinnuna. Þegar tvær manneskjur ræða um veðrið sameinast auðmjúkar sálir í vanmætti sínum gagnvart ósigrandi náttúruöflum. Iðulega nýstignar upp úr inflúensu. Þegar Íslendingar ræða um veðrið eru þeir að ræða tilfinningar. Sjálf á ég þó auðvelt með „small talk“. Minnist hvorki á veðrið né legg á flótta. Dansa heimsborgaralegan línudans í mannlegum samskiptum. Var til dæmis stödd í hönnunarbúð á Laugaveginum. Lífsþreytt afgreiðslukona raðaði kertastjökum og saug upp í nefið. Spurði hvort ég þyrfti aðstoð. Ég var strax til í létt spjall. – Já, ætli ég þurfi ekki aðstoð. Verð þunglynd í svona dýrum verslunum. Minnist þess þegar ég var eina stelpan í 7. bekk sem átti ekki iPod og fyllist strax minnimáttarkennd. – Ehh?… Fyrirgefðu? – Þú þarft ekki að biðjast fyrirgefningar. Það er ekki þér að kenna að ég er lágum launum. Við erum sennilega báðar tvær auralitlar konur sem þó eyða morð fjár í kertastjaka sem er stöðutákn. Þessi stjaki er veldissproti í höndum mínum en þær eru vinnulúnar svo hann er mér í raun bara til?…?háðungar. Við erum hirðfífl í konungsríki neyslunnar. Hvernig finnur maður ástina í svoleiðis samfélagi? – Ehh?… Þarf að skreppa inn á lager að snýta mér. Þetta veður gerir út af við mann. Alltaf með nefrennsli! Svo var hún horfin bak við fjall af finnskum tertudiskum. Hún átti erfitt með hversdagslegt hjal eins og flestir samlandar mínir. Svo sem ekkert að því að hún skrúfi aðeins frá krananum og bregði sér frá til að snýta úr sér harminum. Ræða veðrið, ræða tilfinningar. Hvort tveggja er uppgjör við hjartað.
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir Skoðun
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson Skoðun
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir Skoðun
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson Skoðun