Skriður en engin lausn Óli Kristján Ármannsson skrifar 23. október 2015 09:00 Viðræðunefnd SFR, SLFÍ og LL hjá ríkissáttasemjara. vísir/gva Heldur meiri gangur var í samningaviðræðum SFR, Sjúkraliðafélagsins og lögreglumanna við ríkið hjá Ríkissáttasemjara í gær en dagana tvo þar á undan að sögn Árna Stefáns Jónssonar, formanns SFR. „Við erum á fullu núna og meiri skriður kominn á viðræðurnar,“ sagði Árni í gær. Þó væri lengra til lands í deilunni en svo að von væri til þess að samningar næðust í gær þótt fundað yrði fram á kvöld. Forsvarsmenn félaganna hafa gagnrýnt hægagang í viðræðunum, þótt eitthvað hafi þokast í „rétta“ átt og segjast hafa ýtt á að lausn finnist sem fyrst „svo binda megi enda á þessa erfiðu deilu sem hefur nú þegar haft mikil áhrif á samfélagið allt“ að því er segir í yfirlýsingu. Verkfall SFR og SLFÍ hefur staðið í rúma viku. Fyrsta lota í allsherjarvinnustöðvun stóð fimmtudag og föstudag í síðustu viku og svo mánudag og þriðjudag í þessari og lögðu þá um fimm þúsund ríkisstarfsmenn niður störf. Áfram eru í ótímabundnu verkfalli félagsmenn SFR hjá Tollstjóra, Ríkisskattstjóra og sýslumannsembættunum og Landspítala, auk þess sem sjúkraliðar á dagvöktum á Landspítala, Heilsustofnun Austurlands og Heilsustofnun Suðurnesja eru í verkfalli á dagvöktum alla virka daga. Næsta lota allsherjarvinnustöðvunar hefst 29. þessa mánaðar, fimmtudag og föstudag og svo aftur á mánudag og þriðjudag. Verkfall 2016 Tengdar fréttir Tíundi hver starfsmaður er á undanþágulista í verkfalli SFR 320 störf eru á undanþágulista í verkfalli SFR. Framkvæmdastjóri SFR segir mikinn ágreining um listann. Þar sem Landspítalinn er langt undir eðlilegum mönnunarkröfum er beðið um enn fleiri undanþágur. 22. október 2015 08:00 Ekkert 85 ball fyrir MS-inga vegna verkfalls SFR Ekki tókst að græja skemmtanaleyfi í tæka tíð. 22. október 2015 17:42 Þjónusta á eins og mögulegt er „Ég get staðfest að ég sendi bréf á einn yfirlækni. Nánar get ég ekki farið út í þau mál,“ segir Svanhvít Jakobsdóttir, forstjóri Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. Gunnari Inga Gunnarssyni yfirlækni heilsugæslunnar í Árbæ barst umrætt bréf í fyrradag þar sem hann fékk áminntur vegna framgangs í verkfalli móttökuritara stöðvarinnar. Honum gæti verið sagt upp vegna málsins. 22. október 2015 10:00 Mest lesið Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Erlent „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Innlent Hlýnandi veður og gæti farið í tuttugu stig á morgun Veður Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Innlent Láta bandarískan gísl lausan Erlent Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Fleiri fréttir „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Langflestir telja stríð og átök það sem helst þjakar heiminn „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Sjá meira
Heldur meiri gangur var í samningaviðræðum SFR, Sjúkraliðafélagsins og lögreglumanna við ríkið hjá Ríkissáttasemjara í gær en dagana tvo þar á undan að sögn Árna Stefáns Jónssonar, formanns SFR. „Við erum á fullu núna og meiri skriður kominn á viðræðurnar,“ sagði Árni í gær. Þó væri lengra til lands í deilunni en svo að von væri til þess að samningar næðust í gær þótt fundað yrði fram á kvöld. Forsvarsmenn félaganna hafa gagnrýnt hægagang í viðræðunum, þótt eitthvað hafi þokast í „rétta“ átt og segjast hafa ýtt á að lausn finnist sem fyrst „svo binda megi enda á þessa erfiðu deilu sem hefur nú þegar haft mikil áhrif á samfélagið allt“ að því er segir í yfirlýsingu. Verkfall SFR og SLFÍ hefur staðið í rúma viku. Fyrsta lota í allsherjarvinnustöðvun stóð fimmtudag og föstudag í síðustu viku og svo mánudag og þriðjudag í þessari og lögðu þá um fimm þúsund ríkisstarfsmenn niður störf. Áfram eru í ótímabundnu verkfalli félagsmenn SFR hjá Tollstjóra, Ríkisskattstjóra og sýslumannsembættunum og Landspítala, auk þess sem sjúkraliðar á dagvöktum á Landspítala, Heilsustofnun Austurlands og Heilsustofnun Suðurnesja eru í verkfalli á dagvöktum alla virka daga. Næsta lota allsherjarvinnustöðvunar hefst 29. þessa mánaðar, fimmtudag og föstudag og svo aftur á mánudag og þriðjudag.
Verkfall 2016 Tengdar fréttir Tíundi hver starfsmaður er á undanþágulista í verkfalli SFR 320 störf eru á undanþágulista í verkfalli SFR. Framkvæmdastjóri SFR segir mikinn ágreining um listann. Þar sem Landspítalinn er langt undir eðlilegum mönnunarkröfum er beðið um enn fleiri undanþágur. 22. október 2015 08:00 Ekkert 85 ball fyrir MS-inga vegna verkfalls SFR Ekki tókst að græja skemmtanaleyfi í tæka tíð. 22. október 2015 17:42 Þjónusta á eins og mögulegt er „Ég get staðfest að ég sendi bréf á einn yfirlækni. Nánar get ég ekki farið út í þau mál,“ segir Svanhvít Jakobsdóttir, forstjóri Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. Gunnari Inga Gunnarssyni yfirlækni heilsugæslunnar í Árbæ barst umrætt bréf í fyrradag þar sem hann fékk áminntur vegna framgangs í verkfalli móttökuritara stöðvarinnar. Honum gæti verið sagt upp vegna málsins. 22. október 2015 10:00 Mest lesið Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Erlent „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Innlent Hlýnandi veður og gæti farið í tuttugu stig á morgun Veður Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Innlent Láta bandarískan gísl lausan Erlent Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Fleiri fréttir „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Langflestir telja stríð og átök það sem helst þjakar heiminn „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Sjá meira
Tíundi hver starfsmaður er á undanþágulista í verkfalli SFR 320 störf eru á undanþágulista í verkfalli SFR. Framkvæmdastjóri SFR segir mikinn ágreining um listann. Þar sem Landspítalinn er langt undir eðlilegum mönnunarkröfum er beðið um enn fleiri undanþágur. 22. október 2015 08:00
Ekkert 85 ball fyrir MS-inga vegna verkfalls SFR Ekki tókst að græja skemmtanaleyfi í tæka tíð. 22. október 2015 17:42
Þjónusta á eins og mögulegt er „Ég get staðfest að ég sendi bréf á einn yfirlækni. Nánar get ég ekki farið út í þau mál,“ segir Svanhvít Jakobsdóttir, forstjóri Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. Gunnari Inga Gunnarssyni yfirlækni heilsugæslunnar í Árbæ barst umrætt bréf í fyrradag þar sem hann fékk áminntur vegna framgangs í verkfalli móttökuritara stöðvarinnar. Honum gæti verið sagt upp vegna málsins. 22. október 2015 10:00