Það er dásamlegt að villast í hverfinu hérna Magnús Guðmundsson skrifar 22. október 2015 12:00 Svo þú villist ekki í hverfinu hérna Höfundur: Patrick Modiano JPV Ísafoldarprentsmiðja 176 bls. Kápuhönnun: Alexandra Buhl Jean Daragane er miðaldra rithöfundur sem ver dögum sínum í íbúð sinni í París í einhvers konar sjálfskipaðri útlegð eða einangrun frá umheiminum. Einangrun Daragane frá umheiminum og liðinni tíð sinna eigin daga er slík að hann strögglar við að muna innihald eigin verka. Þessar látlausu og að því er virðist einföldu aðstæður marka sviðið í upphafi skáldsögunnar Svo þú villist ekki í hverfinu hérna, eftir Patrick Modiano. En dag einn breytist allt. Kyrrlátri og allt að því horfinni veröld í gleymskunnar dái er raskað þegar Daragane fær upphringingu frá smákrimmanum Ottolini sem hefur fundið adressubók höfundarins á glámbekk. Veröld Daragane er raskað þegar nöfn og símanúmer úr fortíðinni brjóta sér leið inn í vitund höfundarins einangraða og vekja með honum löngu gleymda eða bælda atburði úr forvitnilegri fortíð. Og rithöfundurinn Jean Daragane hefur leit að liðnum tíma í anda Proust. Skref fyrir skref. Minningabrot fyrir minningabrot rammvilltur í eigin lífi. Lífi sem er í senn einangrað, forvitnilegt og á einhvern óræðan hátt svo sammannlegt og heillandi. Það er engu líkt að ráfa um villtur í fortíð og lífi Jean Daragane. Patrick Modiano hlaut Nóbelsverðlaunin í bókmenntum á síðasta ári. Útnefningin kom sumum á óvart, öðrum ekki, eins og gengur en víst er höfundarverk Modiano glæsilegt. Rætur þess liggja djúpt í franskri bókmenntahefð og er ekki síst í sterku samlífi við verk Stendhals og Proust en framan við nýjasta afrek Modiano, Svo þú villist ekki í hverfinu hérna, sem kom út á síðasta ári er einmitt að finna þessa frægu tilvitnun í Stendahl: „Ég get ekki miðlað raunveruleika atburðanna, ég get bara komið til skila skuggamynd þeirra.“ Modiano gerir þessi orð Stendahls að sínu manifesto í Svo þú villist ekki í hverfinu hérna. Ferð aðalpersónunnar Jean Daragane um tíma og rúm minninganna er þó annað og meira en skuggamynd. Modiano skapar ótrúlega heildstætt listaverk og persónulega sögu einstaklings sem tínir saman minningabrot úr lífi sínu á ferðalagi um fortíðina fyrir sitt á hvað fimmtán eða fjörutíu árum. Textinn er á einhvern óræðan hátt svo fisléttur og flögrandi að það þarf óneitanlega að hafa dálítið fyrir því að fylgja eftir þessari sérstæðu aðalpersónu. Modiano er einstaklega næmur á að draga fram að því er virðist svo mikilvæga og viðburðaríka fortíð með smáatriðum sem mynda í sífellu óvænt hugrenningatengsl og ný mynd í fortíðinni blasir við. Lesandanum er þó látið eftir að miklu leyti að púsla brotunum saman enda er leit Daragane að fortíðinni honum erfið og þrungin sterkum tilfinningum. Persónusköpun Modiano er ótrúlega skörp og skýr án þess að þurfa til þess langar lýsingar. Þvert á móti er þær stuttar, hnitmiðaðar og lesandinn dregur upp sína mynd af persónunum út frá hegðunarmunstri og jafnvel hugleiðingum aðalpersónunnar um hvaða mann þau hafi að geyma. Framvindan er að sama skapi öll dregin áfram í gegnum hinn miðlæga Daragane og er í senn þrungin spennu og eftirvæntingu eftir því hvaða minning vaknar næst í þessum miðaldra manni. Þýðing Sigurðar Pálssonar á líka sinn stóra þátt í því hversu auðvelt er að villast í hverfi og fortíð Daragane og veröld Modiano. Hafi lesandinn einhvern tíma komið til Parísar og notið þess að ráfa stefnulaust um götur borgarinnar, hugsa um lífið og liðna tíð, þá gefst hér annað tækifæri undir leiðsögn Modiano í ljúfri þýðingu Sigurðar. Góða ferð.Niðurstaða: Fádæma snjöll og vel skrifuð skáldsaga um leit að liðnum tíma og óttann við hvað kunni að vera þar að finna. Menning Mest lesið Er bókstaflega skíthrædd Lífið Krakkatían: Kosningar, fiskar og göng Lífið Dillaði sér við lag úr áramótaskaupi 2013 Lífið Sigmundur taki stríðnina alla leið Lífið „Álagið er þessi fjarvera“ Lífið Kosningamaskína hafi nálgast soninn í gegnum Smitten Lífið Kosningakviss: El Classico þegar turnarnir tveir mættust Lífið Datt í afturábakkapphlaupi við fréttamann Lífið Fréttatían: Kosningar, verðbólga og körfubolti Lífið Kosningakviss: Tókust á um Eurovision og Næturvaktina Lífið Fleiri fréttir Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Sjá meira
Svo þú villist ekki í hverfinu hérna Höfundur: Patrick Modiano JPV Ísafoldarprentsmiðja 176 bls. Kápuhönnun: Alexandra Buhl Jean Daragane er miðaldra rithöfundur sem ver dögum sínum í íbúð sinni í París í einhvers konar sjálfskipaðri útlegð eða einangrun frá umheiminum. Einangrun Daragane frá umheiminum og liðinni tíð sinna eigin daga er slík að hann strögglar við að muna innihald eigin verka. Þessar látlausu og að því er virðist einföldu aðstæður marka sviðið í upphafi skáldsögunnar Svo þú villist ekki í hverfinu hérna, eftir Patrick Modiano. En dag einn breytist allt. Kyrrlátri og allt að því horfinni veröld í gleymskunnar dái er raskað þegar Daragane fær upphringingu frá smákrimmanum Ottolini sem hefur fundið adressubók höfundarins á glámbekk. Veröld Daragane er raskað þegar nöfn og símanúmer úr fortíðinni brjóta sér leið inn í vitund höfundarins einangraða og vekja með honum löngu gleymda eða bælda atburði úr forvitnilegri fortíð. Og rithöfundurinn Jean Daragane hefur leit að liðnum tíma í anda Proust. Skref fyrir skref. Minningabrot fyrir minningabrot rammvilltur í eigin lífi. Lífi sem er í senn einangrað, forvitnilegt og á einhvern óræðan hátt svo sammannlegt og heillandi. Það er engu líkt að ráfa um villtur í fortíð og lífi Jean Daragane. Patrick Modiano hlaut Nóbelsverðlaunin í bókmenntum á síðasta ári. Útnefningin kom sumum á óvart, öðrum ekki, eins og gengur en víst er höfundarverk Modiano glæsilegt. Rætur þess liggja djúpt í franskri bókmenntahefð og er ekki síst í sterku samlífi við verk Stendhals og Proust en framan við nýjasta afrek Modiano, Svo þú villist ekki í hverfinu hérna, sem kom út á síðasta ári er einmitt að finna þessa frægu tilvitnun í Stendahl: „Ég get ekki miðlað raunveruleika atburðanna, ég get bara komið til skila skuggamynd þeirra.“ Modiano gerir þessi orð Stendahls að sínu manifesto í Svo þú villist ekki í hverfinu hérna. Ferð aðalpersónunnar Jean Daragane um tíma og rúm minninganna er þó annað og meira en skuggamynd. Modiano skapar ótrúlega heildstætt listaverk og persónulega sögu einstaklings sem tínir saman minningabrot úr lífi sínu á ferðalagi um fortíðina fyrir sitt á hvað fimmtán eða fjörutíu árum. Textinn er á einhvern óræðan hátt svo fisléttur og flögrandi að það þarf óneitanlega að hafa dálítið fyrir því að fylgja eftir þessari sérstæðu aðalpersónu. Modiano er einstaklega næmur á að draga fram að því er virðist svo mikilvæga og viðburðaríka fortíð með smáatriðum sem mynda í sífellu óvænt hugrenningatengsl og ný mynd í fortíðinni blasir við. Lesandanum er þó látið eftir að miklu leyti að púsla brotunum saman enda er leit Daragane að fortíðinni honum erfið og þrungin sterkum tilfinningum. Persónusköpun Modiano er ótrúlega skörp og skýr án þess að þurfa til þess langar lýsingar. Þvert á móti er þær stuttar, hnitmiðaðar og lesandinn dregur upp sína mynd af persónunum út frá hegðunarmunstri og jafnvel hugleiðingum aðalpersónunnar um hvaða mann þau hafi að geyma. Framvindan er að sama skapi öll dregin áfram í gegnum hinn miðlæga Daragane og er í senn þrungin spennu og eftirvæntingu eftir því hvaða minning vaknar næst í þessum miðaldra manni. Þýðing Sigurðar Pálssonar á líka sinn stóra þátt í því hversu auðvelt er að villast í hverfi og fortíð Daragane og veröld Modiano. Hafi lesandinn einhvern tíma komið til Parísar og notið þess að ráfa stefnulaust um götur borgarinnar, hugsa um lífið og liðna tíð, þá gefst hér annað tækifæri undir leiðsögn Modiano í ljúfri þýðingu Sigurðar. Góða ferð.Niðurstaða: Fádæma snjöll og vel skrifuð skáldsaga um leit að liðnum tíma og óttann við hvað kunni að vera þar að finna.
Menning Mest lesið Er bókstaflega skíthrædd Lífið Krakkatían: Kosningar, fiskar og göng Lífið Dillaði sér við lag úr áramótaskaupi 2013 Lífið Sigmundur taki stríðnina alla leið Lífið „Álagið er þessi fjarvera“ Lífið Kosningamaskína hafi nálgast soninn í gegnum Smitten Lífið Kosningakviss: El Classico þegar turnarnir tveir mættust Lífið Datt í afturábakkapphlaupi við fréttamann Lífið Fréttatían: Kosningar, verðbólga og körfubolti Lífið Kosningakviss: Tókust á um Eurovision og Næturvaktina Lífið Fleiri fréttir Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Sjá meira