Verkfallslotu lokið: Næsta verkfallslota 29. október takist ekki að semja Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar 21. október 2015 07:53 Verkfallverðir athuguðu hvort félagsmenn og aðrir bæru ekki virðingu fyrir verkfallinu, hér má sjá félagsmenn athuga hvort dyrnar að Aðalbyggingu Háskóla Íslands væru ekki örugglega harðlæstar. Vísir/allt Þeir starfsmenn ríkisstofnana sem hófu tímabundna vinnustöðvun á mánudag mæta aftur til vinnu í dag eftir að hafa lagt niður vinnu í tvo daga. Því verður nú aftur hægt að kenna við Háskóla Íslands, afgreiðsla og símsvörun hefst á ný hjá Útlendingastofnun, lögreglu og Vegagerðinni til að mynda. Þetta tímabundna verkfall sem er liður í kjarabaráttu stéttarfélaganna SFR – stéttarfélag í almannaþjónustu, SLFÍ - Sjúkraliðafélags Íslands og LL - Landsambands lögreglumanna var annað í röðinni í boðaðri verkfallshrinu félaganna. Fyrra verkfallið stóð yfir dagana 15. og 16. október. Sjúkraliðar í dagvinnu munu þó áfram leggja niður vinnu en ótímabundið verkfall þeirra hófst 15. október. Allir félagsmenn SFR og SLFÍ hjá Landspítala, Tollstjóra, Ríkisskattstjóra og sýslumönnum hafa verið í ótímabundnu verkfalli, í þeim hópi eru læknaritarar til að mynda, skrifstofustarfsfólk, öryggisverðir, flutningsmenn og fólk í símavörslu. Félögin funda með samninganefnd ríkisins nú klukkan tíu. Fundað var bróðurpart dags í gær, frá tvö síðdegis til tíu um kvöld.Sjúkraliðar að störfum en þeir gegna veigamiklu hlutverki í meðhöndlun sjúklinga og eru nauðsynlegir svo tannhjólin snúi með smurðum hætti á Landspítalanum.Vísir/Vilhelm„Þetta gekk eiginlega sinn vanagang, fremur hægt en þó í rétta átt,“ sagði Árni Stefán Jónsson, formaður SFR, í samtali við Vísi að fundi loknum. „Það kom ekkert alvarlegt upp á og málið er bara í sínu eðlilega ferli.“Grafalvarlegt ástand á Landspítala Takist ekki að semja mun næsta tímabundna verkfall skella á fimmtudaginn 29. október og það mun standa yfir í tvo sólarhringa. Ótímabundin verkföll hafa þegar haft mikil áhrif en þau hafa eins og áður sagði staðið yfir síðan 15. október. Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans, sagði á mánudag að ástandið væri grafalvarlegt og að erfiðlega gengi að koma sjúklingum af bráðamóttöku yfir á aðrar deildir. Félagsmenn SFR, SLFÍ og LL sem starfa hjá ríkisstofnunum munu alfarið leggja niðurstörf og hefja ótímabundið verkfall þann 16. nóvember ef ekki tekst að semja fyrir þann tíma. Ljóst er að gríðarleg röskun yrði ef kemur til ótímabundins verkfalls; ellefu hundruð sjúkraliðar myndu áfram leggja niður störf, kennsla myndi lamast við Háskóla Íslands, sýningar hjá Þjóðleikhúsinu falla niður og verkfall hefði áhrif á starfsemi Samgöngustofu, Vinnumálastofnun, Sjúkratryggingar Íslands, Íbúðalánasjóð og Þjóðskrá Íslands. Þetta eru aðeins dæmi en verkfallið hefur áhrif á 158 stofnanir víðsvegar um landið.Uppfært kl. 10.17: Í fyrri frétt kom ekki nægilega skýrt fram að sjúkraliðar í dagvinnu og aðrir starfsmenn LSH, Tollstjóra, Ríkisskattstjóra og hjá sýslumönnum hafa verið í verkfalli síðan 15. október með tilheyrandi röskun á daglegri starfsemi stofnana. Bætt hefur verið úr því. Flóttamenn Verkfall 2016 Tengdar fréttir Fyrsta verkfall SFR í 31 ár Árni Stefán Jónsson hefur verið formaður SFR frá 2006. Hann á að baki þriggja áratuga reynslu af verkalýðsstarfi. Hann segir kjarabaráttuna vera yfirvegaðri nú en hún var á árum áður. Hann lætur senn af störfum. 21. október 2015 07:00 Viðræðurnar hægfara en þokuðust í rétta átt Fundi SFR, sjúkraliða, lögreglumanna og ríkisins lauk skömmu fyrir tíu. Annar fundur hefur verið boðaður. 20. október 2015 22:35 Heilsugæslan sögð sýna stéttinni fádæma virðingarleysi Ágreiningur er á milli SFR og Heilsugæslunnar á höfuðborgarsvæðinu um hvað felist í undanþágu–lista móttökuritara. 21. október 2015 07:00 Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Erlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Erlent Fleiri fréttir Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Sjá meira
Þeir starfsmenn ríkisstofnana sem hófu tímabundna vinnustöðvun á mánudag mæta aftur til vinnu í dag eftir að hafa lagt niður vinnu í tvo daga. Því verður nú aftur hægt að kenna við Háskóla Íslands, afgreiðsla og símsvörun hefst á ný hjá Útlendingastofnun, lögreglu og Vegagerðinni til að mynda. Þetta tímabundna verkfall sem er liður í kjarabaráttu stéttarfélaganna SFR – stéttarfélag í almannaþjónustu, SLFÍ - Sjúkraliðafélags Íslands og LL - Landsambands lögreglumanna var annað í röðinni í boðaðri verkfallshrinu félaganna. Fyrra verkfallið stóð yfir dagana 15. og 16. október. Sjúkraliðar í dagvinnu munu þó áfram leggja niður vinnu en ótímabundið verkfall þeirra hófst 15. október. Allir félagsmenn SFR og SLFÍ hjá Landspítala, Tollstjóra, Ríkisskattstjóra og sýslumönnum hafa verið í ótímabundnu verkfalli, í þeim hópi eru læknaritarar til að mynda, skrifstofustarfsfólk, öryggisverðir, flutningsmenn og fólk í símavörslu. Félögin funda með samninganefnd ríkisins nú klukkan tíu. Fundað var bróðurpart dags í gær, frá tvö síðdegis til tíu um kvöld.Sjúkraliðar að störfum en þeir gegna veigamiklu hlutverki í meðhöndlun sjúklinga og eru nauðsynlegir svo tannhjólin snúi með smurðum hætti á Landspítalanum.Vísir/Vilhelm„Þetta gekk eiginlega sinn vanagang, fremur hægt en þó í rétta átt,“ sagði Árni Stefán Jónsson, formaður SFR, í samtali við Vísi að fundi loknum. „Það kom ekkert alvarlegt upp á og málið er bara í sínu eðlilega ferli.“Grafalvarlegt ástand á Landspítala Takist ekki að semja mun næsta tímabundna verkfall skella á fimmtudaginn 29. október og það mun standa yfir í tvo sólarhringa. Ótímabundin verkföll hafa þegar haft mikil áhrif en þau hafa eins og áður sagði staðið yfir síðan 15. október. Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans, sagði á mánudag að ástandið væri grafalvarlegt og að erfiðlega gengi að koma sjúklingum af bráðamóttöku yfir á aðrar deildir. Félagsmenn SFR, SLFÍ og LL sem starfa hjá ríkisstofnunum munu alfarið leggja niðurstörf og hefja ótímabundið verkfall þann 16. nóvember ef ekki tekst að semja fyrir þann tíma. Ljóst er að gríðarleg röskun yrði ef kemur til ótímabundins verkfalls; ellefu hundruð sjúkraliðar myndu áfram leggja niður störf, kennsla myndi lamast við Háskóla Íslands, sýningar hjá Þjóðleikhúsinu falla niður og verkfall hefði áhrif á starfsemi Samgöngustofu, Vinnumálastofnun, Sjúkratryggingar Íslands, Íbúðalánasjóð og Þjóðskrá Íslands. Þetta eru aðeins dæmi en verkfallið hefur áhrif á 158 stofnanir víðsvegar um landið.Uppfært kl. 10.17: Í fyrri frétt kom ekki nægilega skýrt fram að sjúkraliðar í dagvinnu og aðrir starfsmenn LSH, Tollstjóra, Ríkisskattstjóra og hjá sýslumönnum hafa verið í verkfalli síðan 15. október með tilheyrandi röskun á daglegri starfsemi stofnana. Bætt hefur verið úr því.
Flóttamenn Verkfall 2016 Tengdar fréttir Fyrsta verkfall SFR í 31 ár Árni Stefán Jónsson hefur verið formaður SFR frá 2006. Hann á að baki þriggja áratuga reynslu af verkalýðsstarfi. Hann segir kjarabaráttuna vera yfirvegaðri nú en hún var á árum áður. Hann lætur senn af störfum. 21. október 2015 07:00 Viðræðurnar hægfara en þokuðust í rétta átt Fundi SFR, sjúkraliða, lögreglumanna og ríkisins lauk skömmu fyrir tíu. Annar fundur hefur verið boðaður. 20. október 2015 22:35 Heilsugæslan sögð sýna stéttinni fádæma virðingarleysi Ágreiningur er á milli SFR og Heilsugæslunnar á höfuðborgarsvæðinu um hvað felist í undanþágu–lista móttökuritara. 21. október 2015 07:00 Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Erlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Erlent Fleiri fréttir Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Sjá meira
Fyrsta verkfall SFR í 31 ár Árni Stefán Jónsson hefur verið formaður SFR frá 2006. Hann á að baki þriggja áratuga reynslu af verkalýðsstarfi. Hann segir kjarabaráttuna vera yfirvegaðri nú en hún var á árum áður. Hann lætur senn af störfum. 21. október 2015 07:00
Viðræðurnar hægfara en þokuðust í rétta átt Fundi SFR, sjúkraliða, lögreglumanna og ríkisins lauk skömmu fyrir tíu. Annar fundur hefur verið boðaður. 20. október 2015 22:35
Heilsugæslan sögð sýna stéttinni fádæma virðingarleysi Ágreiningur er á milli SFR og Heilsugæslunnar á höfuðborgarsvæðinu um hvað felist í undanþágu–lista móttökuritara. 21. október 2015 07:00