Stöðva rekstur námu eftir mannskæða aurskriðu Samúel Karl Ólason skrifar 9. nóvember 2015 21:15 Stór hluti heils þorps varð fyrir aurskriðunni. Vísir/EPA Yfirvöld í Brasilíu hafa ákveðið að stöðva rekstur járnnámu eftir að fjöldi fólks lét lífið í aurskriðu sem varð vegna rekstursins. Náman verður ekki opnuð aftur fyrr en að rannsókn á tildrögum skriðunnar hefur farið fram og sá mikli skaði sem hún olli hefur verið lagfærður, samkvæmt talskonu umhverfisráðherra landsins.Minnst fjórir létu lífið og um tuttugu er enn saknað.Vísir/EPASíðastliðinn fimmtudag brast stífla sem hélt aftur af úrgangi frá námunni, eins og skítugu vatni og miklu járnryki. Úr varð gífurleg aurskriða sem fór yfir þorpið Bento Rodrigues og gróf stærstan hluta þess undir skítugri leðju. Minnst fjórir létu lífið en tuttugu er enn saknað, samkvæmt AFP fréttaveitunni. Líklegt þykir að fjöldi látinna muni hækka. Þá misstu rúmlega 600 manns heimili sín. Tvö fyrirtæki koma að rekstri námunnar. BHP Billiton frá Ástralíu og Vale frá Brasilíu. Til stendur að rannsaka hvort að jarðvegur hafi orðið fyrir mengun vegna slyssins.Samkvæmt Reuters eru uppi áhyggjur um ástand neysluvatns á mjög stóru svæði við námuna. Þá hafa árfarvegir stíflast og vatn rennur ekki að nokkrum byggðum svæðum. Björgunarmenn fundu í dag hund fastan í leðjunni og var honum bjargað eins og sjá má á meðfylgjandi myndum frá AFP.A fireman rescues a dog trapped in the mud that swept through the village of Bento Rodrigues, Brazil pic.twitter.com/Kul0MBO8ua— Agence France-Presse (@AFP) November 9, 2015 Mest lesið Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst Innlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Innlent Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Mestu flokkaflakkararnir Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Innlent Fleiri fréttir Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Sjá meira
Yfirvöld í Brasilíu hafa ákveðið að stöðva rekstur járnnámu eftir að fjöldi fólks lét lífið í aurskriðu sem varð vegna rekstursins. Náman verður ekki opnuð aftur fyrr en að rannsókn á tildrögum skriðunnar hefur farið fram og sá mikli skaði sem hún olli hefur verið lagfærður, samkvæmt talskonu umhverfisráðherra landsins.Minnst fjórir létu lífið og um tuttugu er enn saknað.Vísir/EPASíðastliðinn fimmtudag brast stífla sem hélt aftur af úrgangi frá námunni, eins og skítugu vatni og miklu járnryki. Úr varð gífurleg aurskriða sem fór yfir þorpið Bento Rodrigues og gróf stærstan hluta þess undir skítugri leðju. Minnst fjórir létu lífið en tuttugu er enn saknað, samkvæmt AFP fréttaveitunni. Líklegt þykir að fjöldi látinna muni hækka. Þá misstu rúmlega 600 manns heimili sín. Tvö fyrirtæki koma að rekstri námunnar. BHP Billiton frá Ástralíu og Vale frá Brasilíu. Til stendur að rannsaka hvort að jarðvegur hafi orðið fyrir mengun vegna slyssins.Samkvæmt Reuters eru uppi áhyggjur um ástand neysluvatns á mjög stóru svæði við námuna. Þá hafa árfarvegir stíflast og vatn rennur ekki að nokkrum byggðum svæðum. Björgunarmenn fundu í dag hund fastan í leðjunni og var honum bjargað eins og sjá má á meðfylgjandi myndum frá AFP.A fireman rescues a dog trapped in the mud that swept through the village of Bento Rodrigues, Brazil pic.twitter.com/Kul0MBO8ua— Agence France-Presse (@AFP) November 9, 2015
Mest lesið Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst Innlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Innlent Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Mestu flokkaflakkararnir Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Innlent Fleiri fréttir Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Sjá meira