Albúm Berglind Pétursdóttir skrifar 9. nóvember 2015 07:00 Fílar hafa ótrúlega gott minni og það sama má segja um mig. Ég man til dæmis einstaklega vel eftir æsku minni og öllum hennar smáatriðum. Ég komst að því um daginn þegar ég byrjaði að rifja upp minningar úr leik- og grunnskóla af slíkri nákvæmni að vinnufélagar mínir litu hvor á annan og sögðust sjálfir aðeins muna eftir tilvist sinni, svona nokkurn veginn, í grunnskóla en ekki mikið meira en það. Ég held að þessi skýra sýn mín á uppvaxtarárin sé að einhverju leyti því að þakka að ég skoðaði mikið myndaalbúm (muniði eftir svoleiðis?) þegar ég var krakki. Áður en ég lærði að lesa fannst mér ekkert skemmtilegra en að skoða myndir. Af mér. Enda af nógu að taka. Bróðir minn var 15 ára þegar ég fæddist og löngu hættur að vera krúttlegur svo foreldrar mínir gátu einbeitt sér að krúttleika mínum allan daginn og var nánast hvert einasta fótspor mitt fest á filmu. Filmu eftir filmu var æska mín svo sótt í framköllun og öllu raðað samviskusamlega í albúm. Á heimilinu var safn myndaalbúma, nokkur græn sem ég nennti aldrei að skoða. Í þeim voru gamlar og brúnleitar myndir af mömmu, pabba og vinum þeirra þegar þau voru ung og mjó. Svo voru rósótt albúm og í þeim voru allar myndirnar af mér. Ég sat löngum stundum og fletti rósóttu albúmunum og dáðist að sjálfri mér. Þegar ég lærði að lesa og skrifa dundaði ég mér svo við að skrifa stutta, sniðuga texta á flipana sem hægt var að smeygja milli mynda. Ef mér fannst einhverjar myndir ljótar eða hallærislegar sneri ég þeim á hvolf eða faldi ofan í skúffu. Myndunum var öllum raðað í tímaröð og minningar mínar um æsku mína byggjast á þessum fína grunni. Sannkallað Instagram fortíðarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Berglind Pétursdóttir Mest lesið Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir Skoðun Stalín á ekki roð í algrímið Halldóra Mogensen Skoðun Hvar værum við án þeirra? – Um mikilvægi Pólverja á Íslandi Svandís Edda Halldórsdóttir Skoðun Sorrý, Andrés Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Borgin græna og ábyrgðin gráa Daði Freyr Ólafsson Skoðun Styrk stjórn gefur góðan árangur Ásthildur Sturludóttir Skoðun Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson Skoðun „Bara ef það hentar mér“ Hákon Gunnarsson Skoðun Diplómanám er ekki nóg – tími til kominn að endurskoða aðgengi fatlaðs fólks að háskólanámi Sigurður Hólmar Jóhannesson Skoðun Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun
Fílar hafa ótrúlega gott minni og það sama má segja um mig. Ég man til dæmis einstaklega vel eftir æsku minni og öllum hennar smáatriðum. Ég komst að því um daginn þegar ég byrjaði að rifja upp minningar úr leik- og grunnskóla af slíkri nákvæmni að vinnufélagar mínir litu hvor á annan og sögðust sjálfir aðeins muna eftir tilvist sinni, svona nokkurn veginn, í grunnskóla en ekki mikið meira en það. Ég held að þessi skýra sýn mín á uppvaxtarárin sé að einhverju leyti því að þakka að ég skoðaði mikið myndaalbúm (muniði eftir svoleiðis?) þegar ég var krakki. Áður en ég lærði að lesa fannst mér ekkert skemmtilegra en að skoða myndir. Af mér. Enda af nógu að taka. Bróðir minn var 15 ára þegar ég fæddist og löngu hættur að vera krúttlegur svo foreldrar mínir gátu einbeitt sér að krúttleika mínum allan daginn og var nánast hvert einasta fótspor mitt fest á filmu. Filmu eftir filmu var æska mín svo sótt í framköllun og öllu raðað samviskusamlega í albúm. Á heimilinu var safn myndaalbúma, nokkur græn sem ég nennti aldrei að skoða. Í þeim voru gamlar og brúnleitar myndir af mömmu, pabba og vinum þeirra þegar þau voru ung og mjó. Svo voru rósótt albúm og í þeim voru allar myndirnar af mér. Ég sat löngum stundum og fletti rósóttu albúmunum og dáðist að sjálfri mér. Þegar ég lærði að lesa og skrifa dundaði ég mér svo við að skrifa stutta, sniðuga texta á flipana sem hægt var að smeygja milli mynda. Ef mér fannst einhverjar myndir ljótar eða hallærislegar sneri ég þeim á hvolf eða faldi ofan í skúffu. Myndunum var öllum raðað í tímaröð og minningar mínar um æsku mína byggjast á þessum fína grunni. Sannkallað Instagram fortíðarinnar.
Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir Skoðun
Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson Skoðun
Diplómanám er ekki nóg – tími til kominn að endurskoða aðgengi fatlaðs fólks að háskólanámi Sigurður Hólmar Jóhannesson Skoðun
Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir Skoðun
Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson Skoðun
Diplómanám er ekki nóg – tími til kominn að endurskoða aðgengi fatlaðs fólks að háskólanámi Sigurður Hólmar Jóhannesson Skoðun