Edda í i8: "Þetta er engin lógík" Ólöf Skaftadóttir skrifar 7. nóvember 2015 10:00 Edda Jónsdóttir, i8 Mynd/Ari Magg „Það var náttúrulega engin lógík í því að mér hafi dottið í hug að opna gallerí. Ég var fimmtug og hafði enga sérstaka þekkingu á viðskiptum. En ég hafði áhuga, myndlistarmenntun og reynslu. Ég hafði fengist við myndlist frá unga aldri, verið í kvöldnámi í Myndlistarskóla Reykjavíkur. Ég fór hins vegar ekki í fullt nám fyrr en börnin mín tvö voru aðeins komin á legg og ég um þrítugt.“ Edda fór úr Myndlista- og handíðaskólanum til Amsterdam í grafíknám. „Ég var starfandi myndlistarmaður í tuttugu ár eftir nám og ég tel það eftir á hafa verið góða reynslu og undirbúning undir það sem síðar varð. Mig langaði allavega að gera eitthvað sem skipti máli og kom til hugar að ef til vill væri ég færari að koma öðrum myndlistarmönnum en mér sjálfri á framfæri. Það var alveg skýr skortur í Reykjavík á galleríi sem helgaði sig verkum íslenskra samtímalistamanna og sem væri líka opið fyrir að sýna verk erlendra hæfileikamanna.“ Nú 20 árum síðar hefur i8 aldeilis gert sig gildandi og nýtur það töluverðrar sérstöðu hér á landi. i8 hefur milligöngu um kaup og sölu á verkum eftir íslenska og erlenda listamenn fyrir gífurlegar fjárhæðir á ári hverju. Galleríið starfar náið með rúmlega tuttugu listamönnum. i8 gæti vel átt heima í hvaða stórborg sem er, þótt sá draumur hafi verið órafjarri fyrir tuttugu árum.Dauft í Reykjavík„Mér þótti landslagið í Reykjavík dauft. Þó voru oft spennandi sýningar á Annarri hæð á Laugaveginum hjá Pétri Arasyni og Rögnu Róbertsdóttur og svo sá maður stundum spennandi sýningar í söfnunum. Mér þótti það frekar einmanaleg tilvera að vera myndlistarmaður en var brennandi í því að gera eitthvað sem gæti breytt stöðunni, þó ekki væri nema fyrir fáa listamenn og mér sjálfri til ánægju. Ég vissi að enginn hafði af fullri alvöru fengist við að selja verk íslenskra listamanna erlendis og ég setti mig því í samband við nokkra þá listamenn sem mig langaði mest til þess að vinna með. Ég vissi líka að ef ég ætlaði mér að gera mig gildandi á listamarkaði erlendis þá var ekki nóg að vera með nokkra óþekkta íslenska listamenn, sem enginn kannaðist við utan landsteinanna. Svo fór ég að vinna með íslenskum listamönnum, sem þegar höfðu getið sér gott orð í Evrópu, eins og Hreini Friðfinnssyni og bræðrunum Sigurði og Kristjáni Guðmundssonum.“ i8 opnaði sína fyrstu sýningu árið 1995. „Við hugsuðum strax út fyrir landsteinana, enda var markaðurinn hér heima lítill og almennur áhugi takmarkaður. Svo ég tali nú bara hreint út þá var fólk enn upptekið af því að kaupa verk gömlu meistaranna auk þess að kaupa alls konar kitch og skraut eftir sunnudagsmálara,“ segir Edda. Galleríið komst hægt og rólega inn á listakaupstefnur erlendis, bæði í Evrópu og í Bandaríkjunum. „Og þannig náðum við augum erlendra safnara, sem fór að gera allt saman mögulegra. Ég fékk smá aur í stuðning frá menntamálaráðuneytinu og Reykjavíkurborg og fyrirtækjum til að standa í þessum tilraunum. En það tekur tíma að sanna sig og maður var ekki meðtekinn alveg strax. Og eins læddist sá efi að fólki heima hvort þetta væri yfir höfuð hægt.“ Ein fyrsta kaupstefnan var í Madríd. „Ég var ekki svo bjartsýn að ég myndi selja mikið en vildi kynna galleríið og listamennina svo að eftir yrði tekið. Í það skiptið var ég að kynna þrjá listamenn, þau Finnboga Pétursson, Rögnu Róbertsdóttur og Kristján Guðmundsson. Ég er ekki frá því að við höfum unnið okkur dálítinn sess strax. Það var nú lítill flottræfilsháttur á manni í byrjun. Við lifðum naumlega, listamennirnir borguðu sjálfir undir sig að mig minnir og gengu í öll verk. Allir voru ræstir út, meira að segja Guðbergur Bergsson, sem þá bjó í Madríd, var fenginn í það að setja okkur inn í það hvernig menningarlífið gengi fyrir sig þar í bæ. Eftir á að hyggja var smá amatörabragur á þessu hjá okkur, en við lærðum heilmikið og varð til þess að við komumst að á listamessunni í Basel í Sviss.“ Eftir þetta fór Edda að verða sér úti um sambönd við fólk í listheiminum um allan heim. Hafði engum dottið í hug að opna gallerí í Reykjavík í alþjóðlegu samhengi? „Jú, það má ekki gleyma að SÚM-hópurinn og Nýlistasafnið höfðu staðið fyrir spennandi samskiptum og sýningarhaldi um árabil, en það var aldrei á viðskiptalegum nótum.“Börkur og Edda í i8 sem nú er í TryggvagötuMynd/Ari MaggGömlu meistararnir ekki dýrastir Freistaðist þú aldrei til að fara að selja það sem var vinsælt, verk eftir Kjarval eða gömlu meistarana? „Nei, ég hafði áhuga á því að vinna með núlifandi listamönnum. Svo voru aðrir að sinna hinu. Ég seldi meira að segja nokkur málverk sem við hjónin áttum eftir eldri málara til að hafa eitthvað upp í reksturinn til að byrja með. Ég hafði í raun bara áhuga á því að vinna með þeirri myndlist sem kveikti í mér, og það varð að kjarna listamanna i8. Það vita ekki allir að í dag seljast verk eftir nokkra núlifandi íslenska listamenn fyrir mun hærri upphæðir en verk gömlu meistaranna, og fara til safna og safnara út um allan heim.“ Sonur Eddu, Börkur Arnarson, var með auglýsingastofu við Ingólfsstræti á þessum tíma. Hann vissi af gallerídraumum móður sinnar. Hann hafði komið auga á smá skonsu í sama húsi. „Þetta var ósköp ljótur kjallari og smá rými við hlið hans. Börkur hvatti mig til dáða. Þótt rýmið væri lítið og ræfilslegt, þá var það í miðbænum.“ Vinir og fjölskylda Eddu hjálpuðu henni við að standsetja kjallarann og opna galleríið. „Ég var lánssöm hvað ég fékk strax góða listamenn til að sýna hjá mér. Ég naut góðs af þeim tengslum sem Pétur Arason og Ragna Róbertsdóttir höfðu þegar komið á við erlenda listamenn með sýningarsal sínum, Annarri hæð, á Laugavegi. Eins naut ég góðs af hjálp góðra vina sem trúðu á að þetta gæti gengið og hlupu í ýmis störf áður en ég hafði efni á að borga nokkrum laun.“ Galleríið var í Ingólfsstræti í tæp fimm ár, en fluttist þá á Klapparstíg. „Það var fínt að vera á Klapparstíg en það var ekki endilega besti staðurinn fyrir gallerí. Persónulega fannst mér ég vera komin á byrjunarreit, þar sem ég fæddist í bakhúsi þar sem nú er Hótel Frón. Í næsta húsi átti afi minn þriggja hæða timburhús og augnlæknirinn og fjölskylduvinurinn Úlfar Þórðarson tók á móti mér. Í húsnæðinu á Klapparstíg hafði áður verið búsáhaldaverslunin Hamborg. Sýningaraðstaðan batnaði til muna og margir höfðu tækifæri til að sjá sýningarnar í gegnum búðargluggana, meðal annars allir sem hreinlega þorðu ekki að stíga inn í svona nútímagallerí. Hins vegar getur það verið galli að vera á svo fjölförnum stað. Það fór heilmikill tími í að vera upplýsingaveita fyrir ferðamenn.“Edda segir ekki alla geta metið myndlist.Mynd/Ari MaggÞurftu að þrengja hópinn Edda segir flutninginn á Klapparstíg hafa markað ákveðin þáttaskil. Listamennirnir hafi verið orðnir of margir til að hægt væri að sinna þeim sem skyldi. „Ég var ábyggilega komin með 25 listamenn í prógrammið á þessum tíma og ég sá að þegar listamönnum fór að ganga vel krafðist það mikillar vinnu af hálfu gallerísins. Þegar Börkur kom með mér í reksturinn fórum við strax að hugsa að það þyrfti að þrengja hópinn ef vel ætti að vera. Við fengum meðeiganda með okkur í reksturinn sem hafði trú á framtíð i8, Sigurð Gísla Pálmason. Við mæðginin unnum saman að rekstrinum og síðar tók Börkur algerlega yfir.“ En hvernig er tekin ákvörðun um hvort veðja eigi á listamann? „Það er nú bara innsæið sem ræður því. Það er útilokað að vinna með listamanni sem maður trúir ekki á, þótt líkur séu á því að verk hans seljist. Það verður að vera skapandi samvinna. Auðvitað er fullt af góðum listamönnum þarna úti, þótt verk þeirra hafi ekki hentað mér og minni sýn. Ég held að alvöru listamenn verði að hafa í sér ákveðið eðli, og ég held að ég sé góð í að sjá hverjir það eru. Það er hægt að læra að búa til myndir – en listamenn eru vandfundnari.“ Edda segir að það sé stór ákvörðun að taka listamann inn í galleríið. „Það eru í raun aldrei gerðir skriflegir samningar. Þetta er alltaf samstarf og ef það gengur ekki upp af einhverjum sökum, getur hvor aðili um sig gengið frá borðinu. Allt annað er tilgangslaust!“Firring og heimska í gangi Telur þú ykkur hafa innleitt ákveðna fagmennsku í þetta starf? „Já, mögulega, en alveg örugglega nýja og alþjóðlega sýn á myndlistarmarkaðinn á Íslandi.“ Hún segir bransann hafa breyst heilmikið á þessum tuttugu árum og nú sé allt töluvert meira úthugsað og undirbúið. Það hafi verið lán hennar að eiga son sem var tilbúinn að ganga inn í reksturinn þegar galleríið stækkaði. Þau störfuðu fyrst saman hlið við hlið, líkt og tveir forstjórar, en fljótlega hafi komið í ljós að einn yrði að ráða. „Þótt við værum yfirleitt sammála þá verður einhver að taka af skarið og velja fólk til að vinna með. Það var kominn tími fyrir mig til að draga mig í hlé. Ég var því fegin. Ég var líka að skilja fyrirtækið eftir í góðum höndum, þar sem það hefur alltaf verið okkar gæfa að vera með frábært starfsfólk, sem ég lít næstum á sem fjölskyldu mína.“ Sjálf á Edda ótrúlega fallegt safn listaverka. „Ef ég ætti mikla peninga væri ég sennilega safnari. Það er þó ekki alltaf þannig að maður þurfi að vera fjáður til þess að eignast góð verk. Það er hægt að byrja smátt og kaupa verk eftir unga og óþekkta listamenn. Mikið þætti mér sjálfri lífið leiðinlegt ef ég hefði ekki listaverk í kringum mig.“ Það getur varla alltaf hafa verið lygn sjór í rekstri sem keyrður er áfram af skapandi listamanni. Edda brosir og segir ýmislegt hafa gengið á í gegnum tíðina „Ég minnist ekki að það hafi verið leiðindi, en listamenn geta verið vonsviknir ef illa gengur að selja verk. Sjálfur getur maður orðið leiður þegar maður nær ekki að selja listaverk sem manni finnast frábær.“ Er ekki erfitt að blanda peningum og vináttu saman? „Nei, ekki minnist ég þess, enda voru ekki svo stórar upphæðir um að ræða til að byrja með. Nú eru miklu hærri upphæðir í spilinu og sama gildir um kostnað. Það er óhemju dýrt að reka gallerí eins og i8, starfsmenn eru margir, flutningur, þátttökugjöld og fleira kemur þar til. Ég hef líka tekið eftir því að nú til dags eru fleiri á Íslandi sem eru að pæla í myndlist samtímamanna sinna. Áður fyrr voru nokkrir ástríðusafnarar og voru þeir oftar en ekki að safna verkum genginna listamanna. Það er mikið þjóðþrifamál að safna verkum eftir núlifandi listamenn, til að halda ákveðnu menningarstigi í landinu. Lifi myndlistarmenn ekki af starfi sínu blasir við auðnin ein.“ Edda sýtir það að nær allir telja sig færa um að fjalla um myndlist. „Þetta snýst um svo miklu meira en að finnast eitthvað snoturt sem maður lítur á. Til þess að meta og njóta myndlistar eins og allra annarra lista þarf bæði stúdíu og þekkingu. Ég segi það hreint út að stundum finnst mér ótrúleg firring og heimska í gangi. Allir eru kallaðir til sem færir álitsgjafar um myndlist, án nokkurs bakgrunns eða þekkingar. Myndu aðrar listgreinar sætta sig við þessi vinnubrögð?“Edda um safnara: „Það að safna myndlist getur orðið að hálfgerðri þráhyggju. Fólk sem byrjar að safna byrjar oft á yfirborðinu en smekkurinn og þekkingin þróast og þroskast. Ég hvet fólk alltaf til þess að lesa og skoða, fara á söfn og sýningar – finna út hvar smekkur þess liggur. Það er ekki sniðugt að koma upp myndlistarsafni nema að menn séu búnir að mynda sér skoðun og einbeita sér að einhverju sérstöku. Það getur tekið tíma að þróa smekk, en sá tími getur verið mjög skemmtilegur – nokkurs konar námstími. Það er ekki okkar verk að troða einhverjum smekk upp á fólk. Helstu kúnnar okkar vita alveg hvað þeir vilja en það eru ekki margir ástríðusafnarar á Íslandi. Það skiptir miklu máli að það sé gott samtal á milli safnara, listamanna og gallerista, þurfa helst að vera vinir. Ég veit að þetta hljómar dálítið væmið og hallærislegt, en ég held að þetta verði að vera svona.“Edda um Ernesto Neto: Eitt sinn var ég á listakaupstefnunni í Basel með Gabríelu Friðriksdóttur eftir Feneyjatvíæringinn. Þar sáum við álengdar brasilíska listamanninn Ernesto Neto, sem ég hafði lengi verið hrifin af. Við sátum þarna í kaffiteríunni og plottuðum hvernig við gætum fengið hann á borðið til okkar. Við tókum á okkur rögg og buðum honum í kampavínsglas og endaði fundurinn svo að við tókumst í hendur og höfum við unnið með honum náið síðan. Ernesto Neto er fæddur árið 1964 í Rio de Janeiro. Hann hefur sýnt verk sín um heim allan, m.a. í Institute for Contemporary Art í Lundúnum og Guggenheim safninu í Bilbao. Gabríela Friðriksdóttir er fædd í Reykjavík árið 1971. Hún hefur sýnt verk sín víða um heim, og var m.a. stór sýning á verkum hennar í Schirn Kunsthalle í Frankfurt árið 2011. Hún var fulltrúi Íslands á Feneyjatvíæringnum árið 2005.Edda um Ragnar Kjartansson:„Þegar við fengum Ragga Kjartans til liðs við okkur var ég að fylgja nokkrum listamönnum okkar sem voru að sýna í New York. Gabríela var með gjörning á sýningunni sem Ragnar tók þátt í. Þau voru vægast sagt léttklædd, kviknakin í nælonsokkabuxum einum saman. Ég var þarna með Roni Horn, listakonu sem ég var þegar farin að vinna með.Ég hreifst strax af Ragnari, manni sem reynist öðrum listamanni mikill félagi, eins og í gjörningnum með Gabríelu. Einnig sat fast í mér frábært útskriftarverk hans úr Listaháskólanum. Roni Horn ýtti við mér strax á staðnum og sagði að þessi strákur ætti eftir að verða eitthvað og ég væri vitlaus ef ég gæfi mig ekki strax á tal við hann. Ég spurði hvort hann væri ekki til í að gerast listamaður hjá mér. Jú, jú, svaraði hann, og þar með var það innsiglað. Nú er hann orðinn einn af þeim stóru og það hefur verið ævintýri að vinna með honum. Ragnar er einstakur listamaður.“Ragnar Kjartansson nam við Myndlista- og handíðaskólann og síðar Listaháskóla Íslands. Verk hans hafa verið sýnd á söfnum um heim allan. Hann hefur í tvígang tekið þátt í Feneyjatvíæringnum, fyrst árið 2009, sem fulltrúi Íslands og aftur 2013 að ósk listræns stjórnanda hátíðarinnar. Menning Mest lesið Ilmaðu eins og frambjóðendur: Snorri Másson með sama ilm og Svandís Svavars Lífið Auðir og ógildir með kosningakaffi Lífið „Án okkar verður ekki til miðjustjórn“ Lífið Ilmaðu eins og frambjóðendur Lífið „Ég hef ekki verið svona hot síðan ég var unghommi“ Lífið Minnist föður síns: „Til hamingju með daginn hvar sem þú ert“ Lífið Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Lífið Myndir: Svona var baksviðs á kappræðum leiðtoganna Lífið Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Lífið „Ekki gera mér þetta“ Lífið Fleiri fréttir Í beinni: Dagur íslenskrar tónlistar Reykjavík samdi til þriggja ára við Borgarleikhúsið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið Sjá meira
„Það var náttúrulega engin lógík í því að mér hafi dottið í hug að opna gallerí. Ég var fimmtug og hafði enga sérstaka þekkingu á viðskiptum. En ég hafði áhuga, myndlistarmenntun og reynslu. Ég hafði fengist við myndlist frá unga aldri, verið í kvöldnámi í Myndlistarskóla Reykjavíkur. Ég fór hins vegar ekki í fullt nám fyrr en börnin mín tvö voru aðeins komin á legg og ég um þrítugt.“ Edda fór úr Myndlista- og handíðaskólanum til Amsterdam í grafíknám. „Ég var starfandi myndlistarmaður í tuttugu ár eftir nám og ég tel það eftir á hafa verið góða reynslu og undirbúning undir það sem síðar varð. Mig langaði allavega að gera eitthvað sem skipti máli og kom til hugar að ef til vill væri ég færari að koma öðrum myndlistarmönnum en mér sjálfri á framfæri. Það var alveg skýr skortur í Reykjavík á galleríi sem helgaði sig verkum íslenskra samtímalistamanna og sem væri líka opið fyrir að sýna verk erlendra hæfileikamanna.“ Nú 20 árum síðar hefur i8 aldeilis gert sig gildandi og nýtur það töluverðrar sérstöðu hér á landi. i8 hefur milligöngu um kaup og sölu á verkum eftir íslenska og erlenda listamenn fyrir gífurlegar fjárhæðir á ári hverju. Galleríið starfar náið með rúmlega tuttugu listamönnum. i8 gæti vel átt heima í hvaða stórborg sem er, þótt sá draumur hafi verið órafjarri fyrir tuttugu árum.Dauft í Reykjavík„Mér þótti landslagið í Reykjavík dauft. Þó voru oft spennandi sýningar á Annarri hæð á Laugaveginum hjá Pétri Arasyni og Rögnu Róbertsdóttur og svo sá maður stundum spennandi sýningar í söfnunum. Mér þótti það frekar einmanaleg tilvera að vera myndlistarmaður en var brennandi í því að gera eitthvað sem gæti breytt stöðunni, þó ekki væri nema fyrir fáa listamenn og mér sjálfri til ánægju. Ég vissi að enginn hafði af fullri alvöru fengist við að selja verk íslenskra listamanna erlendis og ég setti mig því í samband við nokkra þá listamenn sem mig langaði mest til þess að vinna með. Ég vissi líka að ef ég ætlaði mér að gera mig gildandi á listamarkaði erlendis þá var ekki nóg að vera með nokkra óþekkta íslenska listamenn, sem enginn kannaðist við utan landsteinanna. Svo fór ég að vinna með íslenskum listamönnum, sem þegar höfðu getið sér gott orð í Evrópu, eins og Hreini Friðfinnssyni og bræðrunum Sigurði og Kristjáni Guðmundssonum.“ i8 opnaði sína fyrstu sýningu árið 1995. „Við hugsuðum strax út fyrir landsteinana, enda var markaðurinn hér heima lítill og almennur áhugi takmarkaður. Svo ég tali nú bara hreint út þá var fólk enn upptekið af því að kaupa verk gömlu meistaranna auk þess að kaupa alls konar kitch og skraut eftir sunnudagsmálara,“ segir Edda. Galleríið komst hægt og rólega inn á listakaupstefnur erlendis, bæði í Evrópu og í Bandaríkjunum. „Og þannig náðum við augum erlendra safnara, sem fór að gera allt saman mögulegra. Ég fékk smá aur í stuðning frá menntamálaráðuneytinu og Reykjavíkurborg og fyrirtækjum til að standa í þessum tilraunum. En það tekur tíma að sanna sig og maður var ekki meðtekinn alveg strax. Og eins læddist sá efi að fólki heima hvort þetta væri yfir höfuð hægt.“ Ein fyrsta kaupstefnan var í Madríd. „Ég var ekki svo bjartsýn að ég myndi selja mikið en vildi kynna galleríið og listamennina svo að eftir yrði tekið. Í það skiptið var ég að kynna þrjá listamenn, þau Finnboga Pétursson, Rögnu Róbertsdóttur og Kristján Guðmundsson. Ég er ekki frá því að við höfum unnið okkur dálítinn sess strax. Það var nú lítill flottræfilsháttur á manni í byrjun. Við lifðum naumlega, listamennirnir borguðu sjálfir undir sig að mig minnir og gengu í öll verk. Allir voru ræstir út, meira að segja Guðbergur Bergsson, sem þá bjó í Madríd, var fenginn í það að setja okkur inn í það hvernig menningarlífið gengi fyrir sig þar í bæ. Eftir á að hyggja var smá amatörabragur á þessu hjá okkur, en við lærðum heilmikið og varð til þess að við komumst að á listamessunni í Basel í Sviss.“ Eftir þetta fór Edda að verða sér úti um sambönd við fólk í listheiminum um allan heim. Hafði engum dottið í hug að opna gallerí í Reykjavík í alþjóðlegu samhengi? „Jú, það má ekki gleyma að SÚM-hópurinn og Nýlistasafnið höfðu staðið fyrir spennandi samskiptum og sýningarhaldi um árabil, en það var aldrei á viðskiptalegum nótum.“Börkur og Edda í i8 sem nú er í TryggvagötuMynd/Ari MaggGömlu meistararnir ekki dýrastir Freistaðist þú aldrei til að fara að selja það sem var vinsælt, verk eftir Kjarval eða gömlu meistarana? „Nei, ég hafði áhuga á því að vinna með núlifandi listamönnum. Svo voru aðrir að sinna hinu. Ég seldi meira að segja nokkur málverk sem við hjónin áttum eftir eldri málara til að hafa eitthvað upp í reksturinn til að byrja með. Ég hafði í raun bara áhuga á því að vinna með þeirri myndlist sem kveikti í mér, og það varð að kjarna listamanna i8. Það vita ekki allir að í dag seljast verk eftir nokkra núlifandi íslenska listamenn fyrir mun hærri upphæðir en verk gömlu meistaranna, og fara til safna og safnara út um allan heim.“ Sonur Eddu, Börkur Arnarson, var með auglýsingastofu við Ingólfsstræti á þessum tíma. Hann vissi af gallerídraumum móður sinnar. Hann hafði komið auga á smá skonsu í sama húsi. „Þetta var ósköp ljótur kjallari og smá rými við hlið hans. Börkur hvatti mig til dáða. Þótt rýmið væri lítið og ræfilslegt, þá var það í miðbænum.“ Vinir og fjölskylda Eddu hjálpuðu henni við að standsetja kjallarann og opna galleríið. „Ég var lánssöm hvað ég fékk strax góða listamenn til að sýna hjá mér. Ég naut góðs af þeim tengslum sem Pétur Arason og Ragna Róbertsdóttir höfðu þegar komið á við erlenda listamenn með sýningarsal sínum, Annarri hæð, á Laugavegi. Eins naut ég góðs af hjálp góðra vina sem trúðu á að þetta gæti gengið og hlupu í ýmis störf áður en ég hafði efni á að borga nokkrum laun.“ Galleríið var í Ingólfsstræti í tæp fimm ár, en fluttist þá á Klapparstíg. „Það var fínt að vera á Klapparstíg en það var ekki endilega besti staðurinn fyrir gallerí. Persónulega fannst mér ég vera komin á byrjunarreit, þar sem ég fæddist í bakhúsi þar sem nú er Hótel Frón. Í næsta húsi átti afi minn þriggja hæða timburhús og augnlæknirinn og fjölskylduvinurinn Úlfar Þórðarson tók á móti mér. Í húsnæðinu á Klapparstíg hafði áður verið búsáhaldaverslunin Hamborg. Sýningaraðstaðan batnaði til muna og margir höfðu tækifæri til að sjá sýningarnar í gegnum búðargluggana, meðal annars allir sem hreinlega þorðu ekki að stíga inn í svona nútímagallerí. Hins vegar getur það verið galli að vera á svo fjölförnum stað. Það fór heilmikill tími í að vera upplýsingaveita fyrir ferðamenn.“Edda segir ekki alla geta metið myndlist.Mynd/Ari MaggÞurftu að þrengja hópinn Edda segir flutninginn á Klapparstíg hafa markað ákveðin þáttaskil. Listamennirnir hafi verið orðnir of margir til að hægt væri að sinna þeim sem skyldi. „Ég var ábyggilega komin með 25 listamenn í prógrammið á þessum tíma og ég sá að þegar listamönnum fór að ganga vel krafðist það mikillar vinnu af hálfu gallerísins. Þegar Börkur kom með mér í reksturinn fórum við strax að hugsa að það þyrfti að þrengja hópinn ef vel ætti að vera. Við fengum meðeiganda með okkur í reksturinn sem hafði trú á framtíð i8, Sigurð Gísla Pálmason. Við mæðginin unnum saman að rekstrinum og síðar tók Börkur algerlega yfir.“ En hvernig er tekin ákvörðun um hvort veðja eigi á listamann? „Það er nú bara innsæið sem ræður því. Það er útilokað að vinna með listamanni sem maður trúir ekki á, þótt líkur séu á því að verk hans seljist. Það verður að vera skapandi samvinna. Auðvitað er fullt af góðum listamönnum þarna úti, þótt verk þeirra hafi ekki hentað mér og minni sýn. Ég held að alvöru listamenn verði að hafa í sér ákveðið eðli, og ég held að ég sé góð í að sjá hverjir það eru. Það er hægt að læra að búa til myndir – en listamenn eru vandfundnari.“ Edda segir að það sé stór ákvörðun að taka listamann inn í galleríið. „Það eru í raun aldrei gerðir skriflegir samningar. Þetta er alltaf samstarf og ef það gengur ekki upp af einhverjum sökum, getur hvor aðili um sig gengið frá borðinu. Allt annað er tilgangslaust!“Firring og heimska í gangi Telur þú ykkur hafa innleitt ákveðna fagmennsku í þetta starf? „Já, mögulega, en alveg örugglega nýja og alþjóðlega sýn á myndlistarmarkaðinn á Íslandi.“ Hún segir bransann hafa breyst heilmikið á þessum tuttugu árum og nú sé allt töluvert meira úthugsað og undirbúið. Það hafi verið lán hennar að eiga son sem var tilbúinn að ganga inn í reksturinn þegar galleríið stækkaði. Þau störfuðu fyrst saman hlið við hlið, líkt og tveir forstjórar, en fljótlega hafi komið í ljós að einn yrði að ráða. „Þótt við værum yfirleitt sammála þá verður einhver að taka af skarið og velja fólk til að vinna með. Það var kominn tími fyrir mig til að draga mig í hlé. Ég var því fegin. Ég var líka að skilja fyrirtækið eftir í góðum höndum, þar sem það hefur alltaf verið okkar gæfa að vera með frábært starfsfólk, sem ég lít næstum á sem fjölskyldu mína.“ Sjálf á Edda ótrúlega fallegt safn listaverka. „Ef ég ætti mikla peninga væri ég sennilega safnari. Það er þó ekki alltaf þannig að maður þurfi að vera fjáður til þess að eignast góð verk. Það er hægt að byrja smátt og kaupa verk eftir unga og óþekkta listamenn. Mikið þætti mér sjálfri lífið leiðinlegt ef ég hefði ekki listaverk í kringum mig.“ Það getur varla alltaf hafa verið lygn sjór í rekstri sem keyrður er áfram af skapandi listamanni. Edda brosir og segir ýmislegt hafa gengið á í gegnum tíðina „Ég minnist ekki að það hafi verið leiðindi, en listamenn geta verið vonsviknir ef illa gengur að selja verk. Sjálfur getur maður orðið leiður þegar maður nær ekki að selja listaverk sem manni finnast frábær.“ Er ekki erfitt að blanda peningum og vináttu saman? „Nei, ekki minnist ég þess, enda voru ekki svo stórar upphæðir um að ræða til að byrja með. Nú eru miklu hærri upphæðir í spilinu og sama gildir um kostnað. Það er óhemju dýrt að reka gallerí eins og i8, starfsmenn eru margir, flutningur, þátttökugjöld og fleira kemur þar til. Ég hef líka tekið eftir því að nú til dags eru fleiri á Íslandi sem eru að pæla í myndlist samtímamanna sinna. Áður fyrr voru nokkrir ástríðusafnarar og voru þeir oftar en ekki að safna verkum genginna listamanna. Það er mikið þjóðþrifamál að safna verkum eftir núlifandi listamenn, til að halda ákveðnu menningarstigi í landinu. Lifi myndlistarmenn ekki af starfi sínu blasir við auðnin ein.“ Edda sýtir það að nær allir telja sig færa um að fjalla um myndlist. „Þetta snýst um svo miklu meira en að finnast eitthvað snoturt sem maður lítur á. Til þess að meta og njóta myndlistar eins og allra annarra lista þarf bæði stúdíu og þekkingu. Ég segi það hreint út að stundum finnst mér ótrúleg firring og heimska í gangi. Allir eru kallaðir til sem færir álitsgjafar um myndlist, án nokkurs bakgrunns eða þekkingar. Myndu aðrar listgreinar sætta sig við þessi vinnubrögð?“Edda um safnara: „Það að safna myndlist getur orðið að hálfgerðri þráhyggju. Fólk sem byrjar að safna byrjar oft á yfirborðinu en smekkurinn og þekkingin þróast og þroskast. Ég hvet fólk alltaf til þess að lesa og skoða, fara á söfn og sýningar – finna út hvar smekkur þess liggur. Það er ekki sniðugt að koma upp myndlistarsafni nema að menn séu búnir að mynda sér skoðun og einbeita sér að einhverju sérstöku. Það getur tekið tíma að þróa smekk, en sá tími getur verið mjög skemmtilegur – nokkurs konar námstími. Það er ekki okkar verk að troða einhverjum smekk upp á fólk. Helstu kúnnar okkar vita alveg hvað þeir vilja en það eru ekki margir ástríðusafnarar á Íslandi. Það skiptir miklu máli að það sé gott samtal á milli safnara, listamanna og gallerista, þurfa helst að vera vinir. Ég veit að þetta hljómar dálítið væmið og hallærislegt, en ég held að þetta verði að vera svona.“Edda um Ernesto Neto: Eitt sinn var ég á listakaupstefnunni í Basel með Gabríelu Friðriksdóttur eftir Feneyjatvíæringinn. Þar sáum við álengdar brasilíska listamanninn Ernesto Neto, sem ég hafði lengi verið hrifin af. Við sátum þarna í kaffiteríunni og plottuðum hvernig við gætum fengið hann á borðið til okkar. Við tókum á okkur rögg og buðum honum í kampavínsglas og endaði fundurinn svo að við tókumst í hendur og höfum við unnið með honum náið síðan. Ernesto Neto er fæddur árið 1964 í Rio de Janeiro. Hann hefur sýnt verk sín um heim allan, m.a. í Institute for Contemporary Art í Lundúnum og Guggenheim safninu í Bilbao. Gabríela Friðriksdóttir er fædd í Reykjavík árið 1971. Hún hefur sýnt verk sín víða um heim, og var m.a. stór sýning á verkum hennar í Schirn Kunsthalle í Frankfurt árið 2011. Hún var fulltrúi Íslands á Feneyjatvíæringnum árið 2005.Edda um Ragnar Kjartansson:„Þegar við fengum Ragga Kjartans til liðs við okkur var ég að fylgja nokkrum listamönnum okkar sem voru að sýna í New York. Gabríela var með gjörning á sýningunni sem Ragnar tók þátt í. Þau voru vægast sagt léttklædd, kviknakin í nælonsokkabuxum einum saman. Ég var þarna með Roni Horn, listakonu sem ég var þegar farin að vinna með.Ég hreifst strax af Ragnari, manni sem reynist öðrum listamanni mikill félagi, eins og í gjörningnum með Gabríelu. Einnig sat fast í mér frábært útskriftarverk hans úr Listaháskólanum. Roni Horn ýtti við mér strax á staðnum og sagði að þessi strákur ætti eftir að verða eitthvað og ég væri vitlaus ef ég gæfi mig ekki strax á tal við hann. Ég spurði hvort hann væri ekki til í að gerast listamaður hjá mér. Jú, jú, svaraði hann, og þar með var það innsiglað. Nú er hann orðinn einn af þeim stóru og það hefur verið ævintýri að vinna með honum. Ragnar er einstakur listamaður.“Ragnar Kjartansson nam við Myndlista- og handíðaskólann og síðar Listaháskóla Íslands. Verk hans hafa verið sýnd á söfnum um heim allan. Hann hefur í tvígang tekið þátt í Feneyjatvíæringnum, fyrst árið 2009, sem fulltrúi Íslands og aftur 2013 að ósk listræns stjórnanda hátíðarinnar.
Menning Mest lesið Ilmaðu eins og frambjóðendur: Snorri Másson með sama ilm og Svandís Svavars Lífið Auðir og ógildir með kosningakaffi Lífið „Án okkar verður ekki til miðjustjórn“ Lífið Ilmaðu eins og frambjóðendur Lífið „Ég hef ekki verið svona hot síðan ég var unghommi“ Lífið Minnist föður síns: „Til hamingju með daginn hvar sem þú ert“ Lífið Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Lífið Myndir: Svona var baksviðs á kappræðum leiðtoganna Lífið Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Lífið „Ekki gera mér þetta“ Lífið Fleiri fréttir Í beinni: Dagur íslenskrar tónlistar Reykjavík samdi til þriggja ára við Borgarleikhúsið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið Sjá meira