25% samdráttur í sölu Maserati Finnur Thorlacius skrifar 6. nóvember 2015 10:20 Maserati Ghibli. a.fotl.xyz Ítalski sportbílaframleiðandinn Maserati, sem er í eigu Fiat/Chrysler, gengur ekkert alltof vel um þessar mundir. Í ár stefnir í sölusamdrátt uppá 25% og aðeins 26.000 bíla sölu, en salan í fyrra sló nærri 35.000 bílum. Vegna þessarar dræmu sölu ætlar Maserati að hætta framleiðslu á Ghibli bíl sínum í 6 vikur á næstu 2 mánuðum. Meðal annars fær starfsfólk í verksmiðjunni jólafrí frá 14. desember til 11. janúar. Í henni starfs 2.000 manns og fengu þau einnig óvænt frá í september síðastliðnum þar sem lögð var niður framleiðsla í nokkra daga. Maserati ætlaði að ná 50.000 bíla sölu á næsta ári og 75.000 bíla sölu árið 2018, en því gæti orðið erfitt að ná í ljósi erfiðleikanna nú. Hagnaður af rekstri Masertati á þriðja ársfjórðungi minnkaði um 87% og afhending bíla um 22%. Til stendur þó hjá Maserati að kynna jeppling á næsta ári og tveggja sæta sportbíl eftir það. Fiat hefur haft uppi miklar áætlanir með lúxusbílamerki sín, þar á meðal Alfa Romeo og Maserati. Þessi dræma sala Maserati nú gæti haft áhrif á áhuga Fiat/Chrysler á að leggja stóraukið fé í framleiðslu þeirra, en þó er ljóst að nýr Alfa Romeo Giulia kemur á næsta ári og Alfa Romeo jepplingur fljótlega eftir það. Allir ætla jú að taka þátt í jepplingagróðanum.Jepplingur Maserati mun heita Levante. Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Innlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent Diljá Mist boðar til fundar Innlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til Innlent Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Erlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent
Ítalski sportbílaframleiðandinn Maserati, sem er í eigu Fiat/Chrysler, gengur ekkert alltof vel um þessar mundir. Í ár stefnir í sölusamdrátt uppá 25% og aðeins 26.000 bíla sölu, en salan í fyrra sló nærri 35.000 bílum. Vegna þessarar dræmu sölu ætlar Maserati að hætta framleiðslu á Ghibli bíl sínum í 6 vikur á næstu 2 mánuðum. Meðal annars fær starfsfólk í verksmiðjunni jólafrí frá 14. desember til 11. janúar. Í henni starfs 2.000 manns og fengu þau einnig óvænt frá í september síðastliðnum þar sem lögð var niður framleiðsla í nokkra daga. Maserati ætlaði að ná 50.000 bíla sölu á næsta ári og 75.000 bíla sölu árið 2018, en því gæti orðið erfitt að ná í ljósi erfiðleikanna nú. Hagnaður af rekstri Masertati á þriðja ársfjórðungi minnkaði um 87% og afhending bíla um 22%. Til stendur þó hjá Maserati að kynna jeppling á næsta ári og tveggja sæta sportbíl eftir það. Fiat hefur haft uppi miklar áætlanir með lúxusbílamerki sín, þar á meðal Alfa Romeo og Maserati. Þessi dræma sala Maserati nú gæti haft áhrif á áhuga Fiat/Chrysler á að leggja stóraukið fé í framleiðslu þeirra, en þó er ljóst að nýr Alfa Romeo Giulia kemur á næsta ári og Alfa Romeo jepplingur fljótlega eftir það. Allir ætla jú að taka þátt í jepplingagróðanum.Jepplingur Maserati mun heita Levante.
Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Innlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent Diljá Mist boðar til fundar Innlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til Innlent Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Erlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent