Matur

Gullinbrún samloka og heimagert súkkulaðismjör

Rikka skrifar

Grænmetissamloka með hummus, steiktum sveppum, grænkáli og avokadófrönskum

Brauðdeig


220 gr hveiti

3 gr sykur

7 gr ger

3 gr salt

180 gr vatn

1 tsk olía Hvítlauksduft Paprikuduft



Setjið öll þurrefnin saman í hrærivélarskál og blandið saman. Hellið vatninu út í og hnoðið saman í 1-2 mín. Setjið deigið í skál og hellið olíunni yfir og látið standa í 30 mín. Skiptið deiginu upp í 8 hluta og fletjið út, steikið deigið á pönnu með ólífuolíu á þar til það er orðið gyllt og fallegt.

Grænbauna- og kjúklingabaunahummus með myntu

150 gr soðnar kjúklingabaunir

150 gr frosnar grænar baunir1 hvítlauksrif

10 blöð mynta

3 msk sítrónusafi

1 msk sojasósa

1 tsk cumminduft

Vatn

Sjávarsalt



Setjið allt hráefnið saman í matvinnsluvél og maukið saman í ca 2 mín. Smakkið til með saltinu.

Meðlæti

1 box sveppir (skornir í fernt)

1 stk rauðlaukur (skrældur og gróft skorinn)

1 poki grænkál (stilkurinn tekinn af og gróft skorið niður)

1 stk bufftómatur

1 box baunaspírur

Ólífuolía

Balsamic edik

Sjávarsalt

Svartur pipar úr kvörn

Hitið pönnu með ólífuolíu á og setjið sveppina á pönnuna og steikið í ca. 3 mín. Bætið rauðlauknum út á og steikið í 3 mín í viðbót. Setjið svo grænkálið út á pönnuna í lokin og steikið í 2 mín í viðbót. Hellið balsamic ediki út á pönnuna og kryddið með saltinu og piparnum. Skerið bufftómatinn í sneiðar og raðið samlokunni saman með öllu hráefninu.

Jógúrt dressing

200 gr grísk jógúrt

100 gr sýrður rjómi1 hvítlauksrif (fínt rifið)

2 tsk sítrónusafi

3 tsk ólífuolía

1 msk fínt skorin mynta

2 msk tahini

Hnífsoddur af cayenne pipar

Sjávarsalt

Setjið allt hráefnið saman í skál og blandið vel saman með písk.

Avokadó franskar

2 stk avokadó

100 gr parmesan (fínt rifnn)

2 stk egg

Sjávarsalt

Svartur pipar úr kvörn

Skerið avokadóið til helminga langsum og takið steininn úr því. Skerið avokadóið í franskar og veltið þeim upp úr egginu og því næst parmesanostinum. Setjið franskarnar á bökunarplötu með bökunarpappír og inn í 200 gráðu heitan ofninn í 10-15 mín eða þar til osturinn er orðinn gylltur. Kryddið með salti og pipar.

Súkkulaðihnetusmjörssamloka með banana- og jarðarberjum

Heimagert súkkulaðihnetusmjör

200 gr heslihnetur án hýðis (ristaðar í ofni við 150 gráður í 25 mín)

400 gr mjólkursúkkulaði himneskt

6 msk olía

40 gr flórsykur

1 msk kakóduft

1 tsk vanilludropar

1 tsk salt

Bræðið súkkulaðið í vatnsbaði og setjið í matvinnsluvél með restinni af hráefninu og vinnið saman í ca 3 mín. Takið úr vélinni og setjið í skál.

Meðlæti

2 stk hamborgarabrauð

2 stk bananar

2 box jarðaber

1 msk flórsykur



Setja 2 msk af hnetusmjörinu í miðja samlokuna. Skerið bananana og raðið þeim ofan á hnetusmjörið. Lokið samlokunni. Smyrjið samlokuna með smjöri undir og ofan á. Setjð samlokuna í heitt samlokugrillið í 3 mín. Raðið jarðarberjunum ofan á samlokuna og dustið smá flórsykri yfir með sigti.








×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.