Mikil bílasala á Ítalíu og Spáni Finnur Thorlacius skrifar 5. nóvember 2015 14:11 Bílaumferð á Spáni. Það er ekki bara hérlendis sem bílasala er með ágætum því í S-Evrópulöndunum Ítalíu og Spáni gekk bílasala mjög vel og í Frakklandi varð einnig lítillegur vöxtur. Á Ítalíu, sem er fjórða stærsta bílasöluland álfunnar var 8,5% vöxtur og þar seldust 132.929 bílar í mánuðinum. Þar í landi var mjög góð sala í Fiat/Chrysler bílum og í þýsku lúxusbílamerkjunum. Á Ítalíu hefur flesta mánuði ársins verið meira en 10% vöxtur og því er ef til vill aðeins að hægja á sölunni. Sala Mercedes Benz og BMW á Ítalíu jókst um 27% í október og sala Audi um 18% og er þessi góða sala lúxusbíla til merkis um batnandi efnahag í landinu. Á Spáni jókst bílasala um 5,2% í október og þar seldust 80.005 bílar. Er það besti október þar á landi frá 2009 og 26. mánuðurinn í röð þar sem vöxtur er í bílasölu. Í Frakklandi var 0,6% vöxtur en hafa verður í huga að í október í ár voru tveimur færri bílasöludagar en í október í fyrra. Salan í mánuðinum á undan, í september, var 26% meiri en árið á undan. Mest lesið Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Innlent Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Innlent Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Erlent Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst Innlent Greint frá dánarorsök páfans Erlent Kardínálarnir hittast til að skipuleggja útför Frans páfa Erlent
Það er ekki bara hérlendis sem bílasala er með ágætum því í S-Evrópulöndunum Ítalíu og Spáni gekk bílasala mjög vel og í Frakklandi varð einnig lítillegur vöxtur. Á Ítalíu, sem er fjórða stærsta bílasöluland álfunnar var 8,5% vöxtur og þar seldust 132.929 bílar í mánuðinum. Þar í landi var mjög góð sala í Fiat/Chrysler bílum og í þýsku lúxusbílamerkjunum. Á Ítalíu hefur flesta mánuði ársins verið meira en 10% vöxtur og því er ef til vill aðeins að hægja á sölunni. Sala Mercedes Benz og BMW á Ítalíu jókst um 27% í október og sala Audi um 18% og er þessi góða sala lúxusbíla til merkis um batnandi efnahag í landinu. Á Spáni jókst bílasala um 5,2% í október og þar seldust 80.005 bílar. Er það besti október þar á landi frá 2009 og 26. mánuðurinn í röð þar sem vöxtur er í bílasölu. Í Frakklandi var 0,6% vöxtur en hafa verður í huga að í október í ár voru tveimur færri bílasöludagar en í október í fyrra. Salan í mánuðinum á undan, í september, var 26% meiri en árið á undan.
Mest lesið Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Innlent Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Innlent Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Erlent Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst Innlent Greint frá dánarorsök páfans Erlent Kardínálarnir hittast til að skipuleggja útför Frans páfa Erlent
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent