Peyton sendi út skýr skilaboð Henry Birgir Gunnarsson skrifar 2. nóvember 2015 08:15 Stjörnurnar Manning og Rodgers eftir leikinn í nótt. vísir/getty Hinn goðsagnakenndi leikstjórnandi Denver Broncos, Peyton Manning, svaraði mörgum spurningum í nótt og öll svörin hans á stóra prófinu gegn Green Bay voru rétt. Denver tók á móti Green Bay en bæði lið höfðu unnið fyrstu sex leiki sína í deildinni. Þetta var aðeins í fjórða sinn í sögu deildarinnar sem tvö lið sem eru 6-0 mætast. Þó svo Denver hafði náð að vinna alla leiki sína í deildinni þá var ekki mikill glæsibragur yfir mörgum sigranna. Manning leit oft illa út og ítrekað þurfti vörnin að koma honum til bjargar. En ekki í nótt. Þá sýndi Manning allar sínar bestu hliðar og svaraði efasemdarmönnum sem sögðu að hann gæti ekki kastað lengra en fimm til tíu metra og að hann væri orðinn of gamall og lúinn. Hann kláraði margar langar sendingar, lék sá sem valdið hafði, átti svör við öllu hjá Packers og leiddi sitt lið til öruggs sigurs gegn liðinu sem margir sögðu vera það besta í deildinni fyrir leikinn. Manning kláraði 21 af 29 sendingum sínum og kastaði 340 jarda. Aaron Rodgers, leikstjórnandi Green Bay, átti einn sinn versta leik á ferlinum en hann kláraði aðeins 14 sendingar og kastaði 77 jarda. Það segir sitt um frábæra frammistöðu varnarinnar hjá Denver. Með sigrinum í nótt náði Manning að jafna met Brett Favre, fyrrum leikstjórnanda Packers, yfir flesta sigra í deildinni eða 186. Nú eru aðeins fjögur lið í deildinni með fullt hús. Það eru Denver, New England, Carolina og Cincinnati sem er í fyrsta sinn í sögu félagsins með árangurinn 7-0.Brees átti ótrúlegan leik í nótt.vísir/gettyLeikur gærdagsins var þó klárlega rimma New Orleans Saints og NY Giants. Þar fóru leikstjórnendurnir Drew Brees hjá Saints og Eli Manning algjörlega á kostum. Brees kastaði boltanum sjö sinnum fyrir snertimarki, og jafnaði met, en Manning sex sinnum. Saints tryggði sér sigur með vallarmarki rétt áður en tíminn rann út. Þetta er leikur sem á seint eftir að gleymast.Úrslit: Denver - Green Bay 29-10 Dallas - Seattle 12-13 Oakland - NY Jets 34-20 St. Louis - San Francisco 27-6 Pittsburgh - Cincinnati 10-16 New Orleans - NY Giants 52-49 Houston - Tennessee 20-6 Cleveland - Arizona 20-34 Chicago - Minnesota 20-23 Baltimore - San Diego 29-26 Atlanta - Tampa Bay 20-23 Kansas City - Detroit 45-10Í nótt: Carolina - Indianapolis.Staðan í NFL-deildinni. NFL Mest lesið Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Fótbolti Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Handbolti Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Íslenski boltinn Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Fótbolti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Enski boltinn Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Formúla 1 Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða Körfubolti Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ Í beinni: Haukar - Valur | Mæta til leiks eftir endurkomu McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Blésu til veislu eftir brostna drauma í Mílanó Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Sjáðu Ísak fara á kostum í Svíþjóð í dag Arsenal í erfiðri stöðu eftir haítískt sigurmark Mögnuð endurkoma mikilvæg í toppbaráttunni Ísak bombaði inn úr þröngu færi Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Dagskráin í dag: Nágrannaslagur í Njarðvík, Jókerinn og Íslendingalið Fortuna Albert sagður á óskalista Everton og Inter Sjá meira
Hinn goðsagnakenndi leikstjórnandi Denver Broncos, Peyton Manning, svaraði mörgum spurningum í nótt og öll svörin hans á stóra prófinu gegn Green Bay voru rétt. Denver tók á móti Green Bay en bæði lið höfðu unnið fyrstu sex leiki sína í deildinni. Þetta var aðeins í fjórða sinn í sögu deildarinnar sem tvö lið sem eru 6-0 mætast. Þó svo Denver hafði náð að vinna alla leiki sína í deildinni þá var ekki mikill glæsibragur yfir mörgum sigranna. Manning leit oft illa út og ítrekað þurfti vörnin að koma honum til bjargar. En ekki í nótt. Þá sýndi Manning allar sínar bestu hliðar og svaraði efasemdarmönnum sem sögðu að hann gæti ekki kastað lengra en fimm til tíu metra og að hann væri orðinn of gamall og lúinn. Hann kláraði margar langar sendingar, lék sá sem valdið hafði, átti svör við öllu hjá Packers og leiddi sitt lið til öruggs sigurs gegn liðinu sem margir sögðu vera það besta í deildinni fyrir leikinn. Manning kláraði 21 af 29 sendingum sínum og kastaði 340 jarda. Aaron Rodgers, leikstjórnandi Green Bay, átti einn sinn versta leik á ferlinum en hann kláraði aðeins 14 sendingar og kastaði 77 jarda. Það segir sitt um frábæra frammistöðu varnarinnar hjá Denver. Með sigrinum í nótt náði Manning að jafna met Brett Favre, fyrrum leikstjórnanda Packers, yfir flesta sigra í deildinni eða 186. Nú eru aðeins fjögur lið í deildinni með fullt hús. Það eru Denver, New England, Carolina og Cincinnati sem er í fyrsta sinn í sögu félagsins með árangurinn 7-0.Brees átti ótrúlegan leik í nótt.vísir/gettyLeikur gærdagsins var þó klárlega rimma New Orleans Saints og NY Giants. Þar fóru leikstjórnendurnir Drew Brees hjá Saints og Eli Manning algjörlega á kostum. Brees kastaði boltanum sjö sinnum fyrir snertimarki, og jafnaði met, en Manning sex sinnum. Saints tryggði sér sigur með vallarmarki rétt áður en tíminn rann út. Þetta er leikur sem á seint eftir að gleymast.Úrslit: Denver - Green Bay 29-10 Dallas - Seattle 12-13 Oakland - NY Jets 34-20 St. Louis - San Francisco 27-6 Pittsburgh - Cincinnati 10-16 New Orleans - NY Giants 52-49 Houston - Tennessee 20-6 Cleveland - Arizona 20-34 Chicago - Minnesota 20-23 Baltimore - San Diego 29-26 Atlanta - Tampa Bay 20-23 Kansas City - Detroit 45-10Í nótt: Carolina - Indianapolis.Staðan í NFL-deildinni.
NFL Mest lesið Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Fótbolti Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Handbolti Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Íslenski boltinn Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Fótbolti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Enski boltinn Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Formúla 1 Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða Körfubolti Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ Í beinni: Haukar - Valur | Mæta til leiks eftir endurkomu McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Blésu til veislu eftir brostna drauma í Mílanó Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Sjáðu Ísak fara á kostum í Svíþjóð í dag Arsenal í erfiðri stöðu eftir haítískt sigurmark Mögnuð endurkoma mikilvæg í toppbaráttunni Ísak bombaði inn úr þröngu færi Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Dagskráin í dag: Nágrannaslagur í Njarðvík, Jókerinn og Íslendingalið Fortuna Albert sagður á óskalista Everton og Inter Sjá meira