Ha, hvað ertu að segja? Jónas Sen skrifar 19. nóvember 2015 14:00 Emilía Rós og Ástríður Alda fá góðan dóm fyrir hljóðfæraleikinn. Tónlist Verk eftir Atla Heimi Sveinsson, Beat Furrer, Kaija Saariaho og Kolbein Bjarnason. Emilía Rós Sigfúsdóttir lék á flautu, Ástríður Alda Sigurðardóttir á píanó. Hafnarborg 15. nóvember. Kvikmyndin Shine (1996) fjallar um ástralska píanistann David Helfgott. Hann var undrabarn en hvarf af sjónarsviðinu vegna geðrænna vandamála. Svo kom hann fram aftur og vakti þá gríðarlega athygli fyrir snilld sína við slaghörpuna. Kvikmyndin fegrar hann þó töluvert. Áhorfandinn fær ekki að vita að hann fékk sjaldnast góða dóma fyrir leik sinn eftir að hann varð frægur. Meðal annars fór það í taugarnar á gagnrýnendum hve hann var gjarn á að tala við sjálfan sig á meðan hann var að spila fyrir fólk. Þetta rifjaðist upp fyrir mér á tónleikum Emilíu Rósar Sigfúsdóttur flautuleikara og Ástríðar Öldu Sigurðardóttur píanóleikara á sunnudagskvöldið. Tónleikarnir voru hluti af röð sem nefnist Hljóðön og er helguð tilraunakenndri tónlist. Öll verkin á dagskránni áttu það sammerkt að vera innblásin af textabrotum nokkurra skálda. Og ekki bara það: Hljóðfæraleikararnir fóru með þessi textabrot á meðan þeir léku, rétt eins og Helfgott. Auðvitað er ekkert að því að músíkantar tali á meðan þeir leika, ef það er hluti af tónlistinni. En það verður þá að vera í rými þar sem talmál heyrist almennilega. Tónleikarnir fóru fram í Hafnarborg, en þar er töluverð endurómun. Hún hentar hljóðfæraleik og söng prýðilega, en talmál þarfnast skýrari framsetningar. Fyrst á dagskrá var Xanties (Næturfiðrildi) eftir Atla Heimi Sveinsson. Það er innblásið af skáldsögunni Í leit að glötuðum tíma eftir Marcel Proust. Tónlistin var í fyrstu áköf og þrungin spennu. En inn á milli kölluðu hljóðfæraleikararnir setningar úr bókinni og kom það ankannalega út af fyrrgreindum ástæðum. Um síðir hvarf þó hið talaða mál og var tónlistin þá ein eftir, impressjónísk og minnti jafnvel örlítið á Debussy. Sá kafli hefði getað verið áhrifameiri. Sennilega hefði mátt leika hann hægar því hann virkaði nokkuð snubbóttur. Tvö einleiksverk, Raddleysi fyrir píanó eftir Beat Furrer og Fimi vængjarins eftir Kaiju Saariaho fyrir flautu, voru áheyrilegri. Hið fyrra var fallega sveimkennt og það síðara var frábært. Þar spiluðu tölvueffektar inn í sem bárust úr hátölurum. Textinn hefði mátt heyrast betur, en tölvan gerði sjálfan flautuleikinn töfrandi. Emilía lék líka meistaralega. Síðasta tónsmíðin á efnisskránni, sem var eftir Kolbein Bjarnason, var frumflutt á tónleikunum. Hún nefndist Vissi ég þegar fór að bjarma með þyt. Innblásturinn var sóttur í nokkrar setningar úr bókinni Fljótt, fljótt sagði fuglinn eftir Thor Vilhjálmsson. Einnig Burnt Norton eftir T. S. Elliot. Rétt eins og í verki Atla var talið óskýrt. Engu að síður var gaman að hlýða á, því hljóðfæraleikurinn var framúrskarandi. Tónlistin var auk þess viðburðarík og þrungin andstæðum. Það var sífellt eitthvað að gerast. Gríðarleg breidd var í tilfinningalitrófinu, allt frá ofsafengnum ástríðusprengjum niður í myrka hugleiðslu. Þetta er í fyrsta skipti sem ég heyri verk eftir Kolbein, sem hingað til hefur verið þekktari fyrir afburða flautuleik sinn. Það verður spennandi að fylgjast með honum á nýjum vettvangi.Niðurstaða: Tal var hluti af tónlistarflutningnum og kom illa út í hljómmiklum sal Hafnarborgar. En hljóðfæraleikurinn var flottur. Menning Mest lesið Er bókstaflega skíthrædd Lífið Krakkatían: Kosningar, fiskar og göng Lífið Dillaði sér við lag úr áramótaskaupi 2013 Lífið Sigmundur taki stríðnina alla leið Lífið „Álagið er þessi fjarvera“ Lífið Kosningamaskína hafi nálgast soninn í gegnum Smitten Lífið Fréttatían: Kosningar, verðbólga og körfubolti Lífið Kosningakviss: El Classico þegar turnarnir tveir mættust Lífið Datt í afturábakkapphlaupi við fréttamann Lífið Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Lífið Fleiri fréttir Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Sjá meira
Tónlist Verk eftir Atla Heimi Sveinsson, Beat Furrer, Kaija Saariaho og Kolbein Bjarnason. Emilía Rós Sigfúsdóttir lék á flautu, Ástríður Alda Sigurðardóttir á píanó. Hafnarborg 15. nóvember. Kvikmyndin Shine (1996) fjallar um ástralska píanistann David Helfgott. Hann var undrabarn en hvarf af sjónarsviðinu vegna geðrænna vandamála. Svo kom hann fram aftur og vakti þá gríðarlega athygli fyrir snilld sína við slaghörpuna. Kvikmyndin fegrar hann þó töluvert. Áhorfandinn fær ekki að vita að hann fékk sjaldnast góða dóma fyrir leik sinn eftir að hann varð frægur. Meðal annars fór það í taugarnar á gagnrýnendum hve hann var gjarn á að tala við sjálfan sig á meðan hann var að spila fyrir fólk. Þetta rifjaðist upp fyrir mér á tónleikum Emilíu Rósar Sigfúsdóttur flautuleikara og Ástríðar Öldu Sigurðardóttur píanóleikara á sunnudagskvöldið. Tónleikarnir voru hluti af röð sem nefnist Hljóðön og er helguð tilraunakenndri tónlist. Öll verkin á dagskránni áttu það sammerkt að vera innblásin af textabrotum nokkurra skálda. Og ekki bara það: Hljóðfæraleikararnir fóru með þessi textabrot á meðan þeir léku, rétt eins og Helfgott. Auðvitað er ekkert að því að músíkantar tali á meðan þeir leika, ef það er hluti af tónlistinni. En það verður þá að vera í rými þar sem talmál heyrist almennilega. Tónleikarnir fóru fram í Hafnarborg, en þar er töluverð endurómun. Hún hentar hljóðfæraleik og söng prýðilega, en talmál þarfnast skýrari framsetningar. Fyrst á dagskrá var Xanties (Næturfiðrildi) eftir Atla Heimi Sveinsson. Það er innblásið af skáldsögunni Í leit að glötuðum tíma eftir Marcel Proust. Tónlistin var í fyrstu áköf og þrungin spennu. En inn á milli kölluðu hljóðfæraleikararnir setningar úr bókinni og kom það ankannalega út af fyrrgreindum ástæðum. Um síðir hvarf þó hið talaða mál og var tónlistin þá ein eftir, impressjónísk og minnti jafnvel örlítið á Debussy. Sá kafli hefði getað verið áhrifameiri. Sennilega hefði mátt leika hann hægar því hann virkaði nokkuð snubbóttur. Tvö einleiksverk, Raddleysi fyrir píanó eftir Beat Furrer og Fimi vængjarins eftir Kaiju Saariaho fyrir flautu, voru áheyrilegri. Hið fyrra var fallega sveimkennt og það síðara var frábært. Þar spiluðu tölvueffektar inn í sem bárust úr hátölurum. Textinn hefði mátt heyrast betur, en tölvan gerði sjálfan flautuleikinn töfrandi. Emilía lék líka meistaralega. Síðasta tónsmíðin á efnisskránni, sem var eftir Kolbein Bjarnason, var frumflutt á tónleikunum. Hún nefndist Vissi ég þegar fór að bjarma með þyt. Innblásturinn var sóttur í nokkrar setningar úr bókinni Fljótt, fljótt sagði fuglinn eftir Thor Vilhjálmsson. Einnig Burnt Norton eftir T. S. Elliot. Rétt eins og í verki Atla var talið óskýrt. Engu að síður var gaman að hlýða á, því hljóðfæraleikurinn var framúrskarandi. Tónlistin var auk þess viðburðarík og þrungin andstæðum. Það var sífellt eitthvað að gerast. Gríðarleg breidd var í tilfinningalitrófinu, allt frá ofsafengnum ástríðusprengjum niður í myrka hugleiðslu. Þetta er í fyrsta skipti sem ég heyri verk eftir Kolbein, sem hingað til hefur verið þekktari fyrir afburða flautuleik sinn. Það verður spennandi að fylgjast með honum á nýjum vettvangi.Niðurstaða: Tal var hluti af tónlistarflutningnum og kom illa út í hljómmiklum sal Hafnarborgar. En hljóðfæraleikurinn var flottur.
Menning Mest lesið Er bókstaflega skíthrædd Lífið Krakkatían: Kosningar, fiskar og göng Lífið Dillaði sér við lag úr áramótaskaupi 2013 Lífið Sigmundur taki stríðnina alla leið Lífið „Álagið er þessi fjarvera“ Lífið Kosningamaskína hafi nálgast soninn í gegnum Smitten Lífið Fréttatían: Kosningar, verðbólga og körfubolti Lífið Kosningakviss: El Classico þegar turnarnir tveir mættust Lífið Datt í afturábakkapphlaupi við fréttamann Lífið Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Lífið Fleiri fréttir Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Sjá meira