Sala hafin á veiðileyfum i Korpu Karl Lúðvíksson skrifar 19. nóvember 2015 12:00 Mynd: Hreggnasi Þrátt fyrir að það séu sex mánuðir þangað til laxveiðintímabilið 2016 hefjist er sala veiðileyfa í fullum gangi. Nú hefur Hreggnasi hafið sölu á veiðileyfum í Korpu/Úlfarsá en áin átti, eins og margar aðrar ár, fádæma gott sumar í ár. Alls veiddust 350 laxar í ánni á aðeins tvær stangir sem setur Korpu í hóp með bestu ám landsins hvað varðar meðalveiði á stöng. Áfram verður 4 laxa kvóti á dag. Veiðileyfasalar bera sig annars vel með bókanir fyrir komandi sumar og það er samhljómur í því að erlendir veiðimenn séu að eiga sterka endurkomu í íslenskar veiðiár enda var sumarið hér eitt það besta frá upphafi en laxveiðin á Bretlandseyjum var afar léleg í flestum ánum. Það er líka mikil aukning í veiðimönnum sem koma oft langt að til að veiða í vötnum landsins og þá er keypt veiðikort og ferðast á milli vatna. Þegar erlendir veiðimenn sem sækja í silungsveiðina eru teknir tali þá kemur oft berlega í ljós hvað veiðin hér er góð en aðeins Alaska, Grænland og norður Kanada geta státað af betra veiði en það sem togar þessa veiðimenn hingað er fjölbreytni vatnanna, dstórbrotin náttúra og góð aflabrögð. Mest lesið Hnúðlaxar veiðast í Soginu Veiði Innsend frétt frá veiðihóp sem var koma úr Veiðivötnum Veiði Laxá í Aðaldal draumaá veiðimanna Veiði Síðustu dagarnir í vatnaveiðinni framundan Veiði Fyrsti laxinn er mættur í Kjósina Veiði Góð opnun í Þverá og Kjarrá Veiði Ríflega 50 punda lax veiddist í Syltefjarðará Veiði Veiðidagbók Strengja komin í gagnið Veiði Heimildarmynd um afleiðingar sjókvíaeldis Veiði Eftirminnilegasti fiskurinn var nánast kringlóttur Veiði
Þrátt fyrir að það séu sex mánuðir þangað til laxveiðintímabilið 2016 hefjist er sala veiðileyfa í fullum gangi. Nú hefur Hreggnasi hafið sölu á veiðileyfum í Korpu/Úlfarsá en áin átti, eins og margar aðrar ár, fádæma gott sumar í ár. Alls veiddust 350 laxar í ánni á aðeins tvær stangir sem setur Korpu í hóp með bestu ám landsins hvað varðar meðalveiði á stöng. Áfram verður 4 laxa kvóti á dag. Veiðileyfasalar bera sig annars vel með bókanir fyrir komandi sumar og það er samhljómur í því að erlendir veiðimenn séu að eiga sterka endurkomu í íslenskar veiðiár enda var sumarið hér eitt það besta frá upphafi en laxveiðin á Bretlandseyjum var afar léleg í flestum ánum. Það er líka mikil aukning í veiðimönnum sem koma oft langt að til að veiða í vötnum landsins og þá er keypt veiðikort og ferðast á milli vatna. Þegar erlendir veiðimenn sem sækja í silungsveiðina eru teknir tali þá kemur oft berlega í ljós hvað veiðin hér er góð en aðeins Alaska, Grænland og norður Kanada geta státað af betra veiði en það sem togar þessa veiðimenn hingað er fjölbreytni vatnanna, dstórbrotin náttúra og góð aflabrögð.
Mest lesið Hnúðlaxar veiðast í Soginu Veiði Innsend frétt frá veiðihóp sem var koma úr Veiðivötnum Veiði Laxá í Aðaldal draumaá veiðimanna Veiði Síðustu dagarnir í vatnaveiðinni framundan Veiði Fyrsti laxinn er mættur í Kjósina Veiði Góð opnun í Þverá og Kjarrá Veiði Ríflega 50 punda lax veiddist í Syltefjarðará Veiði Veiðidagbók Strengja komin í gagnið Veiði Heimildarmynd um afleiðingar sjókvíaeldis Veiði Eftirminnilegasti fiskurinn var nánast kringlóttur Veiði