Óumræðanlega frábær bók Halla Þórlaug Óskarsdóttir skrifar 18. nóvember 2015 11:15 Mamma klikk Höfundur Gunnar Helgason Útgefandi Mál og menning Prentun Oddi 192 bls. Myndir Rán Flygenring Gunnar Helgason sigraði hjörtu lesenda barnabókmennta í fótboltabókunum fjórum. Undirrituð var afar hrifin af fjórleiknum en hallast jafnvel að því að hér sé kominn systurbetrungur þeirra. Mamma klikk fjallar um hina tólf ára Stellu sem glímir við ýmis vandamál, eins og eðlilegt er þegar maður er tólf ára, en stærsta vandamálið hlýtur að vera mamma. Hún getur ómögulega hagað sér á almannafæri og er stöðugt að verða Stellu greyinu til skammar. Nýlega sprengdi hún skalann með því að tilkynna öllum frænkunum í fermingarveislu nokkurri að Stella væri byrjuð á blæðingum. Stella hélt hreinlega hún yrði ekki eldri – en svo er ekki, því hún verður það nefnilega mjög bráðlega … og það er mikilvægt að mamma skemmi ekki afmælisveisluna. Auðvitað fer ekki á milli mála að mamma er bæði stórskemmtileg og umhyggjusöm móðir. Meira að segja Stella sér það inn á milli, en hún er bara svo óþolandi! Hún minnti undirritaða raunar á móður æskuvinkonu sinnar sem sjaldan sat á sínu eða hikaði við að syngja hástöfum með baráttulögum. En sagan er alls ekki skrifuð til að kenna krökkum að elska mæður sínar eins og þær eru, það er aukaatriði. Sagan fjallar í raun um eitthvað allt annað. En það er mikilvægt að segja ekki of mikið því ýmislegt er ósagt í sögunni og óviðjafnanleg lestrarupplifun að fá að átta sig smám saman á stöðu mála. Gunnar Helgason nýtir bókarformið fullkomlega og kemur aftan að lesendum sínum, þótt þá reyndustu gruni fljótlega að ekki sé allt uppi á borðum. Frásögnin er leikandi, brjálæðislega fyndin og grípur lesandann heljartökum svo honum reynist erfitt að leggja bókina frá sér. Persónur eru marghliða, vel skapaðar og auðvelt að þykja vænt um þær allar – hverja eina og einustu. Umfjöllunarefnið og sjónarhornið er frumlegt, verðugt og framkvæmt af leikandi snilld.Niðurstaða: Algjörlega – og óumræðilega – frábær saga sem fjallar um verðug málefni frá gelgjulegu sjónarhorni. Það er erfitt að leggja þessa fallegu og fyndnu bók frá sér. Bókmenntir Menning Mest lesið Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Lífið Einstakur garður í Mosfellsbænum Lífið Steldu stílnum af Áslaugu Örnu Tíska og hönnun Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Lífið Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Lífið Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Lífið Húðrútína Birtu Abiba Lífið Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Bíó og sjónvarp Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Lífið Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Lífið Fleiri fréttir Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Kælt niður í byrjun og svo búmm! DIMMA var flott en einhæf Sjá meira
Mamma klikk Höfundur Gunnar Helgason Útgefandi Mál og menning Prentun Oddi 192 bls. Myndir Rán Flygenring Gunnar Helgason sigraði hjörtu lesenda barnabókmennta í fótboltabókunum fjórum. Undirrituð var afar hrifin af fjórleiknum en hallast jafnvel að því að hér sé kominn systurbetrungur þeirra. Mamma klikk fjallar um hina tólf ára Stellu sem glímir við ýmis vandamál, eins og eðlilegt er þegar maður er tólf ára, en stærsta vandamálið hlýtur að vera mamma. Hún getur ómögulega hagað sér á almannafæri og er stöðugt að verða Stellu greyinu til skammar. Nýlega sprengdi hún skalann með því að tilkynna öllum frænkunum í fermingarveislu nokkurri að Stella væri byrjuð á blæðingum. Stella hélt hreinlega hún yrði ekki eldri – en svo er ekki, því hún verður það nefnilega mjög bráðlega … og það er mikilvægt að mamma skemmi ekki afmælisveisluna. Auðvitað fer ekki á milli mála að mamma er bæði stórskemmtileg og umhyggjusöm móðir. Meira að segja Stella sér það inn á milli, en hún er bara svo óþolandi! Hún minnti undirritaða raunar á móður æskuvinkonu sinnar sem sjaldan sat á sínu eða hikaði við að syngja hástöfum með baráttulögum. En sagan er alls ekki skrifuð til að kenna krökkum að elska mæður sínar eins og þær eru, það er aukaatriði. Sagan fjallar í raun um eitthvað allt annað. En það er mikilvægt að segja ekki of mikið því ýmislegt er ósagt í sögunni og óviðjafnanleg lestrarupplifun að fá að átta sig smám saman á stöðu mála. Gunnar Helgason nýtir bókarformið fullkomlega og kemur aftan að lesendum sínum, þótt þá reyndustu gruni fljótlega að ekki sé allt uppi á borðum. Frásögnin er leikandi, brjálæðislega fyndin og grípur lesandann heljartökum svo honum reynist erfitt að leggja bókina frá sér. Persónur eru marghliða, vel skapaðar og auðvelt að þykja vænt um þær allar – hverja eina og einustu. Umfjöllunarefnið og sjónarhornið er frumlegt, verðugt og framkvæmt af leikandi snilld.Niðurstaða: Algjörlega – og óumræðilega – frábær saga sem fjallar um verðug málefni frá gelgjulegu sjónarhorni. Það er erfitt að leggja þessa fallegu og fyndnu bók frá sér.
Bókmenntir Menning Mest lesið Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Lífið Einstakur garður í Mosfellsbænum Lífið Steldu stílnum af Áslaugu Örnu Tíska og hönnun Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Lífið Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Lífið Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Lífið Húðrútína Birtu Abiba Lífið Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Bíó og sjónvarp Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Lífið Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Lífið Fleiri fréttir Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Kælt niður í byrjun og svo búmm! DIMMA var flott en einhæf Sjá meira