Björgvin Karl og Katrín Tanja Íslandsmeistarar í Crossfit | Myndir Anton Ingi Leifsson skrifar 15. nóvember 2015 15:01 Björgvin Karl er Íslandsmeistari í karlaflokki og Katrín Tanja í kvennaflokki. vísir/daníel Björgvin Karl Guðmundsson og Katrín Tanja Davíðsdóttir eru Íslandsmeistarar í Crossfit 2015, en Reebok Throwdown 2015, fór fram um helgina. Spennan var mikil fyrir lokadaginn, en lokagreinarnar fóru fram í Digranesinu í dag. Björgvin Karl Guðmundsson, úr Crossfit Hengli, hafði tólf stiga forystu fyrir lokadaginn í dag. Hann hélt forystunni í dag og vann samanlagða stigakeppnina þrátt fyrir að hafa ekki unnið neina grein í dag. Björgvin, sem fékk brons á síðustu heimsmeistaraleikum, vann með 818 stig, en næstur kom Jakob Daníel Magnússon, Crossfit Hafnarfirði, með 805 stig. Þriðja sætið hreppti Árni Björn Kristjánssonar úr Crossfit XY með 725 stig.Sjá einnig: Björgvin Karl og Katrín Tanja leiða á Íslandsmótinu í Crossfit fyrir lokadaginn | Myndir Spennan var líka mikil kvennamegin. Heimsmeistarinn Katrín Tanja Davíðsdóttir, Reebok Crossfit Reykjavík, leiddi fyrir lokadaginn í dag og hélt hún forystunni. Hún vann með fimmtán stiga mun, en hún vann eina grein í dag. Samtals hlaut Katrín Tanja 895 stig. Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir úr Crossfit Suðurnes, þriðja sætið frá síðustu heimsmeistaraleikum, lenti í öðru sæti með 880 stig og Íslandsmeistarinn frá því í fyrra, Þuríður Erla Helgadóttir úr Crossfit Sport, lenti í þriðja sæti með 842 stig.Katrín Tanja, til vinstri, stóð uppi sem sigurvegari, en Ragnheiður Sara, til hægri, lenti í öðru sæti.vísir/daníelÍ flokki 35-39 ára varð Arnar Elíasson úr Crossfit Hamri hlutskarpastur með 476 stig, en í kvennaflokki var það Ingunn Lúðvíksdóttir sem vann með 482 stig. Hún kemur úr Crossfit Sport. Harpa Melsteð úr Crossfit Hafnarfirði vann í flokki 40-44 í kvennaflokki með 482 stig, en hjá körlunum í flokki 40-44 vann Evert Víglundsson með 494 stig. Hann keppir fyrir Reebok Crossfit Reykjavík. Í flokki 45-49 fékk Guðjón Arinbjörnsson 382 stig og stóð uppi sem meistari, en hann keppir fyrir Crossfit XY. Í kvennaflokki var það Þórdís Ingvadóttir úr Crossfit Akureyri sem vann með 394 stig. Í 50+ voru þrír keppendur karlamegin og þrír kvenanmegin, en Benedikt Hálfdanarson vann karlakeppnina með 388 stig. Hann keppir fyrir Crossfit Sport, en Ingibjörg Gunnarsdóttir vann hjá konunum með 400 stig. Hún keppir einnig fyrir Crossfit Sport. Myndaveislu frá mótinu í boði Daníels Rúnarssonar má sjá hér efst í greinni og einnig verður innslag frá mótinu í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld.Vísir/Daníel CrossFit Tengdar fréttir Björgvin Karl og Katrín Tanja leiða á Íslandsmótinu í Crossfit fyrir lokadaginn | Myndir Mikil spenna er fyrir lokadaginn á Íslandsmótinu í Crossfit, Reebok Throwdown 2015, en fyrstu tveir dagarnir hafa verið fjörugir. Björgvin Karl Guðmundsson leiðir karlamegin, en hjá konunum er heimsmeistarinn Katrín Tanja Davíðsdóttir. 14. nóvember 2015 21:27 Mest lesið Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Handbolti ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Íslenski boltinn Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Enski boltinn Frakkar á toppinn fyrir slaginn við Ísland Fótbolti Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Handbolti Jón Dagur í frystiklefa í Berlín Fótbolti Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik Fótbolti Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Handbolti „Ég hafði trú á því að þær gætu gert þetta betur“ Fótbolti Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Golf, enskur fótbolti og tvö lið í vanda í NBA Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Frakkar á toppinn fyrir slaginn við Ísland Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik „Ég hafði trú á því að þær gætu gert þetta betur“ Jón Dagur í frystiklefa í Berlín Uppgjörið og viðtöl: HK - KA 33-29 | HK steig stórt skref í átt að sæti í úrslitakeppninni Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Ruglaðist á Tramadol og Toradol og féll á lyfjaprófi Uppgjörið: Sviss - Ísland 0-0 | Engin flugeldasýning í fyrsta leik Slagur um stól formanns KKÍ Dagný byrjar á sama stað og hún endaði síðast Littler pirraður á bauli áhorfenda og bað þá um að róa sig LeBron með fjörutíu stig í fjarveru Doncic: „Hann storkar lögmálunum“ Zlatan segir skammarverðlaunin verðskulduð Tveir nýliðar úr Haukum í landsliðinu Chelsea til Kaupmannahafnar og Víkingsbanar mæta Alberti Sjáðu markið: Tók Orra enga stund að stimpla sig inn Orri mætir Manchester United í Evrópudeildinni Nasistakveðjur, Ísrael og Palestína á Evrópukvöldi Liverpool mætir PSG og Madrídarliðin eigast við Spilaði fullkominn leik í beinni Hrósa Ísaki fyrir þroska, hreinskilni og auðvitað að vera góður í fótbolta Dregið í Meistaradeildinni í dag: Gætum fengið svakalega nágrannaslagi „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Sjá meira
Björgvin Karl Guðmundsson og Katrín Tanja Davíðsdóttir eru Íslandsmeistarar í Crossfit 2015, en Reebok Throwdown 2015, fór fram um helgina. Spennan var mikil fyrir lokadaginn, en lokagreinarnar fóru fram í Digranesinu í dag. Björgvin Karl Guðmundsson, úr Crossfit Hengli, hafði tólf stiga forystu fyrir lokadaginn í dag. Hann hélt forystunni í dag og vann samanlagða stigakeppnina þrátt fyrir að hafa ekki unnið neina grein í dag. Björgvin, sem fékk brons á síðustu heimsmeistaraleikum, vann með 818 stig, en næstur kom Jakob Daníel Magnússon, Crossfit Hafnarfirði, með 805 stig. Þriðja sætið hreppti Árni Björn Kristjánssonar úr Crossfit XY með 725 stig.Sjá einnig: Björgvin Karl og Katrín Tanja leiða á Íslandsmótinu í Crossfit fyrir lokadaginn | Myndir Spennan var líka mikil kvennamegin. Heimsmeistarinn Katrín Tanja Davíðsdóttir, Reebok Crossfit Reykjavík, leiddi fyrir lokadaginn í dag og hélt hún forystunni. Hún vann með fimmtán stiga mun, en hún vann eina grein í dag. Samtals hlaut Katrín Tanja 895 stig. Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir úr Crossfit Suðurnes, þriðja sætið frá síðustu heimsmeistaraleikum, lenti í öðru sæti með 880 stig og Íslandsmeistarinn frá því í fyrra, Þuríður Erla Helgadóttir úr Crossfit Sport, lenti í þriðja sæti með 842 stig.Katrín Tanja, til vinstri, stóð uppi sem sigurvegari, en Ragnheiður Sara, til hægri, lenti í öðru sæti.vísir/daníelÍ flokki 35-39 ára varð Arnar Elíasson úr Crossfit Hamri hlutskarpastur með 476 stig, en í kvennaflokki var það Ingunn Lúðvíksdóttir sem vann með 482 stig. Hún kemur úr Crossfit Sport. Harpa Melsteð úr Crossfit Hafnarfirði vann í flokki 40-44 í kvennaflokki með 482 stig, en hjá körlunum í flokki 40-44 vann Evert Víglundsson með 494 stig. Hann keppir fyrir Reebok Crossfit Reykjavík. Í flokki 45-49 fékk Guðjón Arinbjörnsson 382 stig og stóð uppi sem meistari, en hann keppir fyrir Crossfit XY. Í kvennaflokki var það Þórdís Ingvadóttir úr Crossfit Akureyri sem vann með 394 stig. Í 50+ voru þrír keppendur karlamegin og þrír kvenanmegin, en Benedikt Hálfdanarson vann karlakeppnina með 388 stig. Hann keppir fyrir Crossfit Sport, en Ingibjörg Gunnarsdóttir vann hjá konunum með 400 stig. Hún keppir einnig fyrir Crossfit Sport. Myndaveislu frá mótinu í boði Daníels Rúnarssonar má sjá hér efst í greinni og einnig verður innslag frá mótinu í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld.Vísir/Daníel
CrossFit Tengdar fréttir Björgvin Karl og Katrín Tanja leiða á Íslandsmótinu í Crossfit fyrir lokadaginn | Myndir Mikil spenna er fyrir lokadaginn á Íslandsmótinu í Crossfit, Reebok Throwdown 2015, en fyrstu tveir dagarnir hafa verið fjörugir. Björgvin Karl Guðmundsson leiðir karlamegin, en hjá konunum er heimsmeistarinn Katrín Tanja Davíðsdóttir. 14. nóvember 2015 21:27 Mest lesið Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Handbolti ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Íslenski boltinn Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Enski boltinn Frakkar á toppinn fyrir slaginn við Ísland Fótbolti Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Handbolti Jón Dagur í frystiklefa í Berlín Fótbolti Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik Fótbolti Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Handbolti „Ég hafði trú á því að þær gætu gert þetta betur“ Fótbolti Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Golf, enskur fótbolti og tvö lið í vanda í NBA Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Frakkar á toppinn fyrir slaginn við Ísland Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik „Ég hafði trú á því að þær gætu gert þetta betur“ Jón Dagur í frystiklefa í Berlín Uppgjörið og viðtöl: HK - KA 33-29 | HK steig stórt skref í átt að sæti í úrslitakeppninni Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Ruglaðist á Tramadol og Toradol og féll á lyfjaprófi Uppgjörið: Sviss - Ísland 0-0 | Engin flugeldasýning í fyrsta leik Slagur um stól formanns KKÍ Dagný byrjar á sama stað og hún endaði síðast Littler pirraður á bauli áhorfenda og bað þá um að róa sig LeBron með fjörutíu stig í fjarveru Doncic: „Hann storkar lögmálunum“ Zlatan segir skammarverðlaunin verðskulduð Tveir nýliðar úr Haukum í landsliðinu Chelsea til Kaupmannahafnar og Víkingsbanar mæta Alberti Sjáðu markið: Tók Orra enga stund að stimpla sig inn Orri mætir Manchester United í Evrópudeildinni Nasistakveðjur, Ísrael og Palestína á Evrópukvöldi Liverpool mætir PSG og Madrídarliðin eigast við Spilaði fullkominn leik í beinni Hrósa Ísaki fyrir þroska, hreinskilni og auðvitað að vera góður í fótbolta Dregið í Meistaradeildinni í dag: Gætum fengið svakalega nágrannaslagi „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Sjá meira
Björgvin Karl og Katrín Tanja leiða á Íslandsmótinu í Crossfit fyrir lokadaginn | Myndir Mikil spenna er fyrir lokadaginn á Íslandsmótinu í Crossfit, Reebok Throwdown 2015, en fyrstu tveir dagarnir hafa verið fjörugir. Björgvin Karl Guðmundsson leiðir karlamegin, en hjá konunum er heimsmeistarinn Katrín Tanja Davíðsdóttir. 14. nóvember 2015 21:27