Gadstrup fékk 56,883 stig, en Arendal frá Noregi kom næst með 56,000 stig. Annað lið frá Noregi, Holmen, fékk 55,216 stig og var í þriðja sæti.
Stjarnan og Selfoss voru einu íslensku liðin í keppni blandaðra liða, en Selfsos endaði í sjötta sæti með 53,466 stig. Þetta er í fyrsta skipti sem Selfoss keppir í fullorðnisflokki.
Stjarnan endaði í sjötta sæti, en árangur Stjörnunnar var jafn í gegnum æfingarnar þrjár sem keppt var í. Stjarnan fékk 50,833 stig.
Mótið heldur áfram í allan dag, en keppni í karla- og kvennaflokki er eftir.