Litlu kjánaprikin Hildur Sverrisdóttir skrifar 13. nóvember 2015 07:00 Í vikunni benti vinkona mín á tvískinnunginn í því að bannað sé að kaupa áfengi í smásölu af öðrum en ríkinu en ekkert mál að kaupa það í netverslun, með því að taka mynd af nokkrum heimsendum vínflöskum til sönnunar um skrítið kerfi. Viðbrögðin urðu frekar fyrirsjáanleg; unga fólkið legði eingöngu áherslu á áfengi og drykkju og rugl. Lítið fór fyrir efnislegum rökum um hvað það væri í málflutningnum sem væri ekki rétt heldur var bara talað í frekar niðrandi tón um vonda forgangsröðun og einhvers konar veruleikafirringu og yfir vötnum sveif frasinn „unga fólkið nú til dags“ þó að enginn hefði kannski beinlínis sett hann í orð. Ungt fólk er hvorki allt eins né með áfengi á heilanum. En almennt virðist það meira til í frelsi en ekki og þá auðvitað líka frelsi í viðskiptum með áfengi. Hugmyndir eru alls ekki misréttháar eftir því á hvaða aldri þeir eru sem setja þær fram. Nú er hins vegar eitthvað merkilegt að gerast; hugmyndir sem ekki hafa átt upp á pallborðið undanfarna áratugi eru að ryðja sér til rúms. Með hávaðaköllum í gegnum tollfrjáls gjallarhorn er talað fyrir frelsi og frjálslyndi, víðsýni, samhug, borgaralegum réttindum og betri borgarbrag. Krafturinn og sannfæringin er af slíku afli að það væri óskynsamlegt að ætla að afgreiða það sem eitthvert suð sem er í lagi að skella skollaeyrum við. Þetta eru gildin sem eru að ná í gegn og skipta máli hjá ungu fólki og það er mun skynsamlegra að ræða þau efnislega í stað þess að afgreiða sem tímabundið ungæðisrugl sem sé ekki svaravert. Slík viðbrögð stuðla að því að hinir virðulegu álitsgjafar útiloka sjálfa sig hratt og örugglega frá umræðu og ákvörðunum, ekki unga fólkið. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hildur Sverrisdóttir Mest lesið Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Kosningabaráttan er kostuð af þér Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Heilbrigðiskerfi framtíðarinnar Victor Guðmundsson Skoðun Af hverju ætti ég að standa með kennurum? Stefán Birgir Jóhannesson Skoðun Helvítis Píratarnir Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Dýrkeypt jólagjöf Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Veldu Viðreisn Katrín Sigríður J Steingrímsdóttir Skoðun Reikningskúnstir Ragnars Þórs Björn Leví Gunnarsson Skoðun
Í vikunni benti vinkona mín á tvískinnunginn í því að bannað sé að kaupa áfengi í smásölu af öðrum en ríkinu en ekkert mál að kaupa það í netverslun, með því að taka mynd af nokkrum heimsendum vínflöskum til sönnunar um skrítið kerfi. Viðbrögðin urðu frekar fyrirsjáanleg; unga fólkið legði eingöngu áherslu á áfengi og drykkju og rugl. Lítið fór fyrir efnislegum rökum um hvað það væri í málflutningnum sem væri ekki rétt heldur var bara talað í frekar niðrandi tón um vonda forgangsröðun og einhvers konar veruleikafirringu og yfir vötnum sveif frasinn „unga fólkið nú til dags“ þó að enginn hefði kannski beinlínis sett hann í orð. Ungt fólk er hvorki allt eins né með áfengi á heilanum. En almennt virðist það meira til í frelsi en ekki og þá auðvitað líka frelsi í viðskiptum með áfengi. Hugmyndir eru alls ekki misréttháar eftir því á hvaða aldri þeir eru sem setja þær fram. Nú er hins vegar eitthvað merkilegt að gerast; hugmyndir sem ekki hafa átt upp á pallborðið undanfarna áratugi eru að ryðja sér til rúms. Með hávaðaköllum í gegnum tollfrjáls gjallarhorn er talað fyrir frelsi og frjálslyndi, víðsýni, samhug, borgaralegum réttindum og betri borgarbrag. Krafturinn og sannfæringin er af slíku afli að það væri óskynsamlegt að ætla að afgreiða það sem eitthvert suð sem er í lagi að skella skollaeyrum við. Þetta eru gildin sem eru að ná í gegn og skipta máli hjá ungu fólki og það er mun skynsamlegra að ræða þau efnislega í stað þess að afgreiða sem tímabundið ungæðisrugl sem sé ekki svaravert. Slík viðbrögð stuðla að því að hinir virðulegu álitsgjafar útiloka sjálfa sig hratt og örugglega frá umræðu og ákvörðunum, ekki unga fólkið.