Vetur konungur varla kominn til landsins Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 11. nóvember 2015 11:46 Það hefur ekki snjóað mikið á höfuðborgarsvæðinu það sem af er vetri en rignt heldur meira. vísir/ernir Vetur konungur er varla mættur til Íslands, að sögn Trausta Jónssonar, veðurfræðings, sem fjallar um málið á bloggsíðu sinni. Þar kemur fram að hiti sé nú í meðallagi og muni líklega halda áfram að lækka næstu daga. Samt sem áður er „hinn eiginlegi vetur varla kominn á okkar slóðir“ en Trausti segir að það sé tilviljun; veturinn sé vissulega einhvers staðar og sé ekki lengi á leiðinni til Íslands ef tækifæri býðst. Á bloggi sínu birtir Trausti nokkur kort. Eitt þeirra sýnir veðrahvolfið á norðurslóðum síðdegis á morgun en á því má sjá að mjög lítið af köldu lofti er í kringum Ísland en Trausti segir að kuldinn geti komið til okkar á tvennan hátt: „[...] annað hvort myndi hæðarhryggur úr suðvestri stugga við kalda draginu við Vestur-Grænland þannig að það þvingaðist yfir jökulinn - norðanáttin vestan við dragið næði þá til Íslands - ekki ofan af Grænlandi - heldur til suðurs fyrir austan það. Í framtíðarsýn sumra spáa á það að gerast á þriðjudag í næstu viku. Þetta er auðvitað of langur tími til þess að við getum gert okkur mikla grillu út af því fyrr en þá nær dregur.“ Veðurhorfur næstu daga samkvæmt Veðurstofu Íslands:Suðaustan og síðar suðvestan 5-10 metrar á sekúndu. Norðaustan 5-13 metrar á sekúndu norðvestantil í dag, en síðan hægari suðlæg átt. Víða skúrir eða él, en skýjað með köflum og úrkomulítið um landið norðaustanvert. Hiti 0 til 5 stig sunnan-og vestanlands, annars um og undir frostmarki. Dregur úr vindi og úrkomu annað kvöld og kólnar.Á föstudag:Norðlæg átt 5-13 metrar á sekúndu, hvassast við norður- og austurströndina. Snjókoma eða slydda austast, dálítil él norðanlands, en annars bjart með köflum. Frost 0 til 5 stig, en sums staðar frostlaust við ströndina.Á laugardag:Norðlæg átt 5-10 metrar á sekúndu, hvassast við norðurströndina. Snjókoma eða él um landið norðanvert, en víða léttskýjað syðra. Hiti breytist lítið.Á sunnudag:Norðaustan 8-15 metrar á sekúndu og él, en yfirleitt þurrt og bjart sunnan- og vestanlands. Hiti kringum frostmark.Á mánudag og þriðjudag:Útlit fyrir stífa norðaustan átt með snjókomu eða éljum norðan og austantil á landinu, en áfram bjart suðvestantil. Kólnandi veður. Veður Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Kennaraverkfalli frestað Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Innlent Fleiri fréttir Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Stefnir enn í hríðarveður á Austfjörðum á kjördag Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Sjá meira
Vetur konungur er varla mættur til Íslands, að sögn Trausta Jónssonar, veðurfræðings, sem fjallar um málið á bloggsíðu sinni. Þar kemur fram að hiti sé nú í meðallagi og muni líklega halda áfram að lækka næstu daga. Samt sem áður er „hinn eiginlegi vetur varla kominn á okkar slóðir“ en Trausti segir að það sé tilviljun; veturinn sé vissulega einhvers staðar og sé ekki lengi á leiðinni til Íslands ef tækifæri býðst. Á bloggi sínu birtir Trausti nokkur kort. Eitt þeirra sýnir veðrahvolfið á norðurslóðum síðdegis á morgun en á því má sjá að mjög lítið af köldu lofti er í kringum Ísland en Trausti segir að kuldinn geti komið til okkar á tvennan hátt: „[...] annað hvort myndi hæðarhryggur úr suðvestri stugga við kalda draginu við Vestur-Grænland þannig að það þvingaðist yfir jökulinn - norðanáttin vestan við dragið næði þá til Íslands - ekki ofan af Grænlandi - heldur til suðurs fyrir austan það. Í framtíðarsýn sumra spáa á það að gerast á þriðjudag í næstu viku. Þetta er auðvitað of langur tími til þess að við getum gert okkur mikla grillu út af því fyrr en þá nær dregur.“ Veðurhorfur næstu daga samkvæmt Veðurstofu Íslands:Suðaustan og síðar suðvestan 5-10 metrar á sekúndu. Norðaustan 5-13 metrar á sekúndu norðvestantil í dag, en síðan hægari suðlæg átt. Víða skúrir eða él, en skýjað með köflum og úrkomulítið um landið norðaustanvert. Hiti 0 til 5 stig sunnan-og vestanlands, annars um og undir frostmarki. Dregur úr vindi og úrkomu annað kvöld og kólnar.Á föstudag:Norðlæg átt 5-13 metrar á sekúndu, hvassast við norður- og austurströndina. Snjókoma eða slydda austast, dálítil él norðanlands, en annars bjart með köflum. Frost 0 til 5 stig, en sums staðar frostlaust við ströndina.Á laugardag:Norðlæg átt 5-10 metrar á sekúndu, hvassast við norðurströndina. Snjókoma eða él um landið norðanvert, en víða léttskýjað syðra. Hiti breytist lítið.Á sunnudag:Norðaustan 8-15 metrar á sekúndu og él, en yfirleitt þurrt og bjart sunnan- og vestanlands. Hiti kringum frostmark.Á mánudag og þriðjudag:Útlit fyrir stífa norðaustan átt með snjókomu eða éljum norðan og austantil á landinu, en áfram bjart suðvestantil. Kólnandi veður.
Veður Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Kennaraverkfalli frestað Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Innlent Fleiri fréttir Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Stefnir enn í hríðarveður á Austfjörðum á kjördag Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Sjá meira