Umfjöllun og viðtöl: FSu - Snæfell 97-110 | Wright og Austin skutu FSu í kaf Stefán Árni Pálsson skrifar 27. nóvember 2015 13:13 Sigurður Þorvaldsson og félagar í Snæfelli sóttu flottan sigur á Selfoss. vísir/stefán Snæfell vann flottan sigur á FSu, 110-97, í Iðu á Selfoss í kvöld í lokaleik áttundu umferðar Dominos-deildar karla í körfubolta. Snæfell er komið með átta stig eftir sigurinn en FSu er aðeins með tvö stig og á enn eftir að vinna heimaleik. Snæfellingar byrjuðu leikinn betur og komst liðið í 7-0 strax í upphafi leiksins. Þá duttu heimamenn í gang og fóru að spila betri varnarleik. Chris Woods var ekki lengi á bekknum og kom hann fljótlega inn á en hann gekk í raðir FSU á dögunum. Hægt og rólega vann FSU sig inn í leikinn og þegar fyrsta leikhluta var lokið var staðan 26-18 fyrir heimamönnum. Snæfellingar hófu annan leikhluta mjög vel og settu strax tvo þrista í andlitið á FSU og náðu að jafna leikinn mjög fljótlega. Jafnræði var á með liðunum út hálfleikinn og skiptust þá á að hafa nokkurra stiga forystu. Sherrod Nigel Wright var magnaður í liði Snæfells í hálfleiknum og var hann kominn með tuttugu stig þegar leikurinn var hálfnaður. Snæfell var töluvert sterkari aðilinn í þriðja leikhlutanum og náðu mest 15 stig forskoti. FSU réð ekkert við sóknarleik Snæfellinga og var varnarleikur liðsins skelfilegur í raun. Fyrir lokaleikhlutann var staðan 75-83 fyrir Snæfell. Lið FSU byrjaði fjórða leikhlutann vel og allt leit út fyrir eins og þeir ætluðu að ná góðu áhlaupi á lið Snæfells. Það var alls ekki raunin og Snæfellingar voru í raun ekki lengi að gera útum þennan leik. Þegar þrjár mínútur voru eftir af honum var munurinn orðinn tuttugu stig og leikurinn í raun búinn. FSU er enn einu sinni að spila illa í síðari hálfleik og spurning hvort leikmenn liðsins séu í nægilega góðu formi. Sherrod Nigel Wright var magnaður í leiknum og gerði hann 35 stig og tók einnig 16 fráköst. Frábær sigur hjá Snæfellingum sem eru til alls líklegir eftir þessa frábæru byrjun. Austin Magnus Bracey skoraði 27 stig fyrir Snæfell en Chris Caird skoraði 21 fyrir FSu. FSu-Snæfell 97-110 (26-20, 25-35, 24-28, 22-27) FSu: Christopher Woods 34/9 fráköst, Cristopher Caird 21/10 fráköst/5 stoðsendingar, Ari Gylfason 17, Gunnar Ingi Harðarson 8, Hlynur Hreinsson 6/4 fráköst/7 stoðsendingar, Svavar Ingi Stefánsson 2, Bjarni Geir Gunnarsson 2, Hilmir Ægir Ómarsson 2, Birkir Víðisson 2, Maciej Klimaszewski 2, Arnþór Tryggvason 1.Snæfell: Sherrod Nigel Wright 35/16 fráköst/6 stoðsendingar, Austin Magnus Bracey 27/6 stoðsendingar, Stefán Karel Torfason 16/11 fráköst, Sigurður Á. Þorvaldsson 14/4 fráköst, Óskar Hjartarson 6, Sveinn Arnar Davíðsson 5, Óli Ragnar Alexandersson 4/5 stoðsendingar, Viktor Marínó Alexandersson 3.Erik: Þeir voru betri en við á öllum sviðum körfuboltans„Þeir spiluðu bara eins og liðið sem við vissum að þeir væru,“ segir Erik Olson, þjálfari FSU, eftir leikinn. „Þeir nýttu sér reynslu sína og alltaf þegar við vorum að narta í hælana á þeim, gáfu þeir bara í. Þeir spiluðu bara betur sem lið og tóku mun fleiri fráköst.“ Erik segir að þeir hafi ekki náð Chris Woods almennilega inn í kerfið í kvöld. „ „Þú getur ekki gefið svona mörg stig á þig og búist við því að vinna, það er bara ekki hægt. Þeir voru sterkari en við á öllum sviðum körfuboltans. Varnarlega vorum við hræðilegir allan leikinn.“ Erik segir að liðið þurfi að bæta sig mikið fyrir komandi átök.Ingi Þór: Getum ekki fagnað neinu núna„Við fengum mikið framlag frá Kananum okkar til að byrja með og Siggi Þorvalds var að spila vel en hann hefur ekkert æft í nokkra daga og verið bara veikur heima. Ég er stoltur af því hvernig hann stóð sig í kvöld.“ Ingi segir að varnarleikurinn í fyrri hálfleik hafi ekki verið til fyrirmyndar. „Sigurinn er bara algjör demantur fyrir okkur. Við erum komnir með átta stig og það er gott. Meðan við spilum svona þá getum við alveg unnið hvaða lið sem.“ Hann segir að ef liðið fari eitthvað að fagna núna þá verði það í vondum málum. „Við höfum ekki efni á neinu. Okkar fyrsta markmið er að losa okkur frá allri fallbaráttu.“Sigurður Þorvaldsson: Búinn að liggja í flensu„Ég er bara búinn að vera með hita, beinverki og almenna flensu,“ segir Sigurður Þorvaldsson, leikmaður Snæfells eftir sigurinn í kvöld. „Ég hef ekki náð að mæta á neina æfingu í vikunni og vissi einhvern veginn ekkert við hverju átti að búast af mér í kvöld. Þetta gekk upp í kvöld.“ Siggi segir að spilamennska Snæfellsliðsins hafi vaxið mikið þegar liðið hefur á tímabilið. „Við erum búnir að ná góðum sigrum og ekki alltaf verið með stærsta æfingahópinn. Núna er hópurinn að stækka og það skilar sér í betri spilamennsku. Þessi byrjun kemur kannski einhverjum á óvart en ekki okkur sjálfum, við höfðum alltaf trú á liðinu.“Tweets by @Visirkarfa1 Dominos-deild karla Mest lesið „Getum gengið stoltar frá borði“ Handbolti Aron og Bjarki Már gerðu sitt í París Handbolti Hamrarnir héldu Refunum í fallsæti Enski boltinn Uppgjörið: Grótta - Haukar 21-31 | Haukar munu etja keppi við Fram í úrslitum Handbolti Magnaður Sigvaldi sökkti Magdeburg Handbolti Hinn reynslumikli Stafford eftirsóttur Sport „Settum í sjötta gír í seinni hálfleik“ Handbolti Bologna kom til baka gegn AC Milan Fótbolti „Viðurkenni að maður fékk fiðring í magann” Handbolti „Þú ert að tengja þetta við Rashford“ Enski boltinn Fleiri fréttir Rosaleg troðsla í NBA: „Greyið sem var undir honum“ „Ég elska að vera á Íslandi“ Ekki lengur hægt að vera allsber og taka orminn Neitar að tjá sig um ósættið við Kristófer: „Á milli mín og hans“ „Færð mig ekki í einhverja umræðu um Íslandsmeistaratitilinn núna“ Uppgjörið: Njarðvík - Þór Ak. 93-80 | Sjötti sigur grænna í röð Valskonur unnu meistarana Hatar samfélagsmiðla Bíður í startholunum í Washington: „Ég elska Ísland og Selfoss“ „Geitin“ í kvennakörfunni hætt Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Doncic með þrennu á móti Dallas og Lakers fólkið söng „Takk fyrir Nico“ Aþena vann loksins leik „Eins gott að þeir fari að fokking semja“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 77-64 | Slökktu á gestunum í seinni hálfleik „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ „Þetta er eins og að vera dömpað“ Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Sex fara fyrir Ísland á sitt fyrsta stórmót Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Martin komst í hóp þeirra gömlu og mjög góðu Popovich kemur ekki til baka á þessu tímabili Loksins fékk Lakers að sjá Luka eins og við þekkjum hann Sjá meira
Snæfell vann flottan sigur á FSu, 110-97, í Iðu á Selfoss í kvöld í lokaleik áttundu umferðar Dominos-deildar karla í körfubolta. Snæfell er komið með átta stig eftir sigurinn en FSu er aðeins með tvö stig og á enn eftir að vinna heimaleik. Snæfellingar byrjuðu leikinn betur og komst liðið í 7-0 strax í upphafi leiksins. Þá duttu heimamenn í gang og fóru að spila betri varnarleik. Chris Woods var ekki lengi á bekknum og kom hann fljótlega inn á en hann gekk í raðir FSU á dögunum. Hægt og rólega vann FSU sig inn í leikinn og þegar fyrsta leikhluta var lokið var staðan 26-18 fyrir heimamönnum. Snæfellingar hófu annan leikhluta mjög vel og settu strax tvo þrista í andlitið á FSU og náðu að jafna leikinn mjög fljótlega. Jafnræði var á með liðunum út hálfleikinn og skiptust þá á að hafa nokkurra stiga forystu. Sherrod Nigel Wright var magnaður í liði Snæfells í hálfleiknum og var hann kominn með tuttugu stig þegar leikurinn var hálfnaður. Snæfell var töluvert sterkari aðilinn í þriðja leikhlutanum og náðu mest 15 stig forskoti. FSU réð ekkert við sóknarleik Snæfellinga og var varnarleikur liðsins skelfilegur í raun. Fyrir lokaleikhlutann var staðan 75-83 fyrir Snæfell. Lið FSU byrjaði fjórða leikhlutann vel og allt leit út fyrir eins og þeir ætluðu að ná góðu áhlaupi á lið Snæfells. Það var alls ekki raunin og Snæfellingar voru í raun ekki lengi að gera útum þennan leik. Þegar þrjár mínútur voru eftir af honum var munurinn orðinn tuttugu stig og leikurinn í raun búinn. FSU er enn einu sinni að spila illa í síðari hálfleik og spurning hvort leikmenn liðsins séu í nægilega góðu formi. Sherrod Nigel Wright var magnaður í leiknum og gerði hann 35 stig og tók einnig 16 fráköst. Frábær sigur hjá Snæfellingum sem eru til alls líklegir eftir þessa frábæru byrjun. Austin Magnus Bracey skoraði 27 stig fyrir Snæfell en Chris Caird skoraði 21 fyrir FSu. FSu-Snæfell 97-110 (26-20, 25-35, 24-28, 22-27) FSu: Christopher Woods 34/9 fráköst, Cristopher Caird 21/10 fráköst/5 stoðsendingar, Ari Gylfason 17, Gunnar Ingi Harðarson 8, Hlynur Hreinsson 6/4 fráköst/7 stoðsendingar, Svavar Ingi Stefánsson 2, Bjarni Geir Gunnarsson 2, Hilmir Ægir Ómarsson 2, Birkir Víðisson 2, Maciej Klimaszewski 2, Arnþór Tryggvason 1.Snæfell: Sherrod Nigel Wright 35/16 fráköst/6 stoðsendingar, Austin Magnus Bracey 27/6 stoðsendingar, Stefán Karel Torfason 16/11 fráköst, Sigurður Á. Þorvaldsson 14/4 fráköst, Óskar Hjartarson 6, Sveinn Arnar Davíðsson 5, Óli Ragnar Alexandersson 4/5 stoðsendingar, Viktor Marínó Alexandersson 3.Erik: Þeir voru betri en við á öllum sviðum körfuboltans„Þeir spiluðu bara eins og liðið sem við vissum að þeir væru,“ segir Erik Olson, þjálfari FSU, eftir leikinn. „Þeir nýttu sér reynslu sína og alltaf þegar við vorum að narta í hælana á þeim, gáfu þeir bara í. Þeir spiluðu bara betur sem lið og tóku mun fleiri fráköst.“ Erik segir að þeir hafi ekki náð Chris Woods almennilega inn í kerfið í kvöld. „ „Þú getur ekki gefið svona mörg stig á þig og búist við því að vinna, það er bara ekki hægt. Þeir voru sterkari en við á öllum sviðum körfuboltans. Varnarlega vorum við hræðilegir allan leikinn.“ Erik segir að liðið þurfi að bæta sig mikið fyrir komandi átök.Ingi Þór: Getum ekki fagnað neinu núna„Við fengum mikið framlag frá Kananum okkar til að byrja með og Siggi Þorvalds var að spila vel en hann hefur ekkert æft í nokkra daga og verið bara veikur heima. Ég er stoltur af því hvernig hann stóð sig í kvöld.“ Ingi segir að varnarleikurinn í fyrri hálfleik hafi ekki verið til fyrirmyndar. „Sigurinn er bara algjör demantur fyrir okkur. Við erum komnir með átta stig og það er gott. Meðan við spilum svona þá getum við alveg unnið hvaða lið sem.“ Hann segir að ef liðið fari eitthvað að fagna núna þá verði það í vondum málum. „Við höfum ekki efni á neinu. Okkar fyrsta markmið er að losa okkur frá allri fallbaráttu.“Sigurður Þorvaldsson: Búinn að liggja í flensu„Ég er bara búinn að vera með hita, beinverki og almenna flensu,“ segir Sigurður Þorvaldsson, leikmaður Snæfells eftir sigurinn í kvöld. „Ég hef ekki náð að mæta á neina æfingu í vikunni og vissi einhvern veginn ekkert við hverju átti að búast af mér í kvöld. Þetta gekk upp í kvöld.“ Siggi segir að spilamennska Snæfellsliðsins hafi vaxið mikið þegar liðið hefur á tímabilið. „Við erum búnir að ná góðum sigrum og ekki alltaf verið með stærsta æfingahópinn. Núna er hópurinn að stækka og það skilar sér í betri spilamennsku. Þessi byrjun kemur kannski einhverjum á óvart en ekki okkur sjálfum, við höfðum alltaf trú á liðinu.“Tweets by @Visirkarfa1
Dominos-deild karla Mest lesið „Getum gengið stoltar frá borði“ Handbolti Aron og Bjarki Már gerðu sitt í París Handbolti Hamrarnir héldu Refunum í fallsæti Enski boltinn Uppgjörið: Grótta - Haukar 21-31 | Haukar munu etja keppi við Fram í úrslitum Handbolti Magnaður Sigvaldi sökkti Magdeburg Handbolti Hinn reynslumikli Stafford eftirsóttur Sport „Settum í sjötta gír í seinni hálfleik“ Handbolti Bologna kom til baka gegn AC Milan Fótbolti „Viðurkenni að maður fékk fiðring í magann” Handbolti „Þú ert að tengja þetta við Rashford“ Enski boltinn Fleiri fréttir Rosaleg troðsla í NBA: „Greyið sem var undir honum“ „Ég elska að vera á Íslandi“ Ekki lengur hægt að vera allsber og taka orminn Neitar að tjá sig um ósættið við Kristófer: „Á milli mín og hans“ „Færð mig ekki í einhverja umræðu um Íslandsmeistaratitilinn núna“ Uppgjörið: Njarðvík - Þór Ak. 93-80 | Sjötti sigur grænna í röð Valskonur unnu meistarana Hatar samfélagsmiðla Bíður í startholunum í Washington: „Ég elska Ísland og Selfoss“ „Geitin“ í kvennakörfunni hætt Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Doncic með þrennu á móti Dallas og Lakers fólkið söng „Takk fyrir Nico“ Aþena vann loksins leik „Eins gott að þeir fari að fokking semja“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 77-64 | Slökktu á gestunum í seinni hálfleik „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ „Þetta er eins og að vera dömpað“ Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Sex fara fyrir Ísland á sitt fyrsta stórmót Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Martin komst í hóp þeirra gömlu og mjög góðu Popovich kemur ekki til baka á þessu tímabili Loksins fékk Lakers að sjá Luka eins og við þekkjum hann Sjá meira