Porsche heimsmeistari í þolakstri Finnur Thorlacius skrifar 23. nóvember 2015 16:21 Porsche fagnar sigrinum um helgina. Um helgina krækti Porsche í heimsmeistaratitilinn í þolakstri þetta árið. Kappaksturinn fór fram í Bahrain og tók hann, sem ávallt í þessum keppnum, 6 klukkustundir. Það voru ökumennirnir Mark Webber, Timo Bernhard og Brendon Hartley sem óku Porsche 919 Hybrid bílnum til skiptis og þeim dugði að lenda í fimmta sæti en stigaforysta þeirra var mikil fyrir keppnina. Porsche hafði áður unnið keppni framleiðenda í mótaröðinni og fyrirtækið vann einnig sólahringskappaksturinn í Le Mans í sumar. Þetta er því fullkomið ár hjá Porsche, sem er nýhafið þátttöku í þolaksturskeppnum. Þeir Webber, Bernhard og Hartley unnu alls 4 af 8 keppnum mótaraðarinnar og fengu 166 stig en Audi bíll með ökumönnunum André Lotterer, Marcel Fässler og Benoit Tréluyer náðu 161 stigum, svo tæpt stóð sigur Porsche manna. Audi bíllinn hafði sigur í tveimur keppnum ársins. Porsche hóf aftur keppni í þolakstursmótaröðinni í fyrra, eftir nokkurt hlé, en náði ekki sigri þá þar sem Toyota hafði sigur í mótaröðinni og Audi landaði sigri í Le Mans kappastrinum. Porsche er afar sigursæll framleiðandi í hinum ýmsu aksturskeppnum og hefur unnið Le Mans þolaksturinn alls 17 sinnum, Sebring og Daytona kappakstrana 18 sinnum, Targa Florio 11 sinnum, Monte Carlo rallið 4 sinnum og París-Dakar rallið tvisvar sinnum. Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Innlent Diljá Mist boðar til fundar Innlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Erlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Taldi drenginn myndu deyja yrði hann ekki umskorinn Innlent
Um helgina krækti Porsche í heimsmeistaratitilinn í þolakstri þetta árið. Kappaksturinn fór fram í Bahrain og tók hann, sem ávallt í þessum keppnum, 6 klukkustundir. Það voru ökumennirnir Mark Webber, Timo Bernhard og Brendon Hartley sem óku Porsche 919 Hybrid bílnum til skiptis og þeim dugði að lenda í fimmta sæti en stigaforysta þeirra var mikil fyrir keppnina. Porsche hafði áður unnið keppni framleiðenda í mótaröðinni og fyrirtækið vann einnig sólahringskappaksturinn í Le Mans í sumar. Þetta er því fullkomið ár hjá Porsche, sem er nýhafið þátttöku í þolaksturskeppnum. Þeir Webber, Bernhard og Hartley unnu alls 4 af 8 keppnum mótaraðarinnar og fengu 166 stig en Audi bíll með ökumönnunum André Lotterer, Marcel Fässler og Benoit Tréluyer náðu 161 stigum, svo tæpt stóð sigur Porsche manna. Audi bíllinn hafði sigur í tveimur keppnum ársins. Porsche hóf aftur keppni í þolakstursmótaröðinni í fyrra, eftir nokkurt hlé, en náði ekki sigri þá þar sem Toyota hafði sigur í mótaröðinni og Audi landaði sigri í Le Mans kappastrinum. Porsche er afar sigursæll framleiðandi í hinum ýmsu aksturskeppnum og hefur unnið Le Mans þolaksturinn alls 17 sinnum, Sebring og Daytona kappakstrana 18 sinnum, Targa Florio 11 sinnum, Monte Carlo rallið 4 sinnum og París-Dakar rallið tvisvar sinnum.
Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Innlent Diljá Mist boðar til fundar Innlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Erlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Taldi drenginn myndu deyja yrði hann ekki umskorinn Innlent