Forsetinn gekk í gildru Sif Sigmarsdóttir skrifar 21. nóvember 2015 07:00 Það voru tíu ár síðan umsátrinu um Sarajevó lauk. Sárin voru þó langt frá því að vera gróin. Borg sem hafði þurft að þola lengstu herkví í sögu nútímahernaðar var þakin örum. Í veggjum húsanna voru holur eftir sprengikúlur. Víða mátti sjá á götum það sem virtist við fyrstu sýn rauðir blóðpollar – þetta voru svokallaðar Sarajevó-rósir, skemmdir í malbikinu eftir sprengjur í laginu eins og rósir sem íbúar borgarinnar fylltu með rauðri trjákvoðu til minningar um þá sem létust. Enn voru svæði innan borgarinnar lokuð af vegna hættu á jarðsprengjum. Í ljós kom að fólkið var hins vegar harðgerðara en húsin.„Þið hefðuð getað dáið“ Leiðsögumaðurinn sem sýndi mér borgina var jafnaldri minn. Hann var þrettán ára þegar umsátrið um Sarajevó hófst í apríl 1992. Ég þorði varla að spyrja en lét loks vaða: „Varstu ekki hræddur? Var ekki erfitt að vera lokaður inni í fjögur ár? Hvernig var að missa af unglingsárunum?“ Hann brosti kurteislega. „Það voru alveg partí.“ „Partí!“ „Eftir myrkur. Þegar leyniskytturnar áttu erfitt með að sjá okkur skjótast milli húsa.“ „En, en … þið hefðuð getað dáið!“ Leiðsögumaðurinn yppti öxlum rétt eins og það að halda út í kúlnaregn til að fara í partí væri eins náttúrulegur hlutur og að draga andann.Brast í grát í beinni Fyrr í vikunni brast fréttamaður BBC, Graham Satchell, í grát í beinni útsendingu. Hann var staddur í París og flutti þaðan fréttir í kjölfar hryðjuverkanna þar í borg. En það var ekki harmleikurinn sem olli því að hann varð að binda enda á útsendinguna. Þvert á móti var það von og lífskraftur íbúa borgarinnar sem gerðu hann klökkan. Parísarbúar virtust staðráðnir í að halda sínu striki, spóka sig á götunum, sitja á kaffihúsum með croissant og kampavín. Ekkert fengi grandað lífsgleðinni, „joie de vivre“.„The tourists like it“ Ég hélt að ég handléki fallegan útskorinn málmblómavasa þar sem ég stóð fyrir utan búð í verslunargötu Sarajevó sem seldi silfur og koparvörur. „Þetta er skothylki úr stríðinu,“ sagði leiðsögumaðurinn. Ég flýtti mér að leggja stríðsleifarnar frá mér. Kaupmaðurinn og handverksmaðurinn sem framleiddi og skreytti sjálfur vörurnar sem voru til sölu í versluninni glotti. „The tourists like it.“ Meira en 11.000 manns létust í Sarajevó á árunum sem borgin var í herkví. En af ótrúlegu æðruleysi kepptist fólk við að viðhalda daglegu lífi. Það fór til vinnu þótt engin væru launin og ferðalagið gæti kostað það lífið, reynt var að halda uppi skólastarfi í rústum bygginga og unglingar skemmtu sér alveg eins og jafnaldrar þeirra í Reykjavík. Markmið íbúa Sarajevó var að láta ekki óttann beisla mannsandann.Boðberar óttans Óttinn er markmið hryðjuverkamannsins. Eina leiðin til að hafa betur í baráttunni við ódæðismenn eins og þá sem voru að verki í París er að ríghalda í þau gildi sem óttanum er ætlað að útrýma: víðsýni, lífsgleði, umburðarlyndi, bjartsýni, náungakærleik, frelsi, jafnrétti og bræðralagi. En í stað þess að berjast við að skapa eitthvað fallegt úr einhverju ljótu – svona eins og útskorinn blómavasa úr skothylki – færa nú margir frekari vopn upp í hendurnar á misindismönnunum. Upphrópanirnar hafa verið margar: þetta er stríð, þriðja heimsstyrjöldin, mesta hætta sem steðjar að mannkyninu. Forseti Íslands lét ekki sitt eftir liggja og sagði að við ættum ekki að „lifa í barnalegri einfeldni um það að með einhverjum aðgerðum á sviði umburðarlyndis og félagslegum umbótum sé hægt að taka á þessum vanda“. Þetta er hins vegar rangt hjá forsetanum. Það eru hann og skoðanasystkini hans, boðberar óttans, sem eru einfeldningarnir. Hryðjuverkamenn lögðu fyrir þau gildru og þau gengu beint í hana. Það er í okkar valdi að spyrna við fótum. Látum ekki hafa af okkur mennskuna. Áfram „joie de vivre“! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sif Sigmarsdóttir Mest lesið Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun Kosningasigur fyrir dýravernd Árni Stefán Árnason Skoðun Í morgun vöknuðum við á merkilegum tíma Silja Rún Friðriksdóttir Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Halldór 30.11.2024 Halldór
Það voru tíu ár síðan umsátrinu um Sarajevó lauk. Sárin voru þó langt frá því að vera gróin. Borg sem hafði þurft að þola lengstu herkví í sögu nútímahernaðar var þakin örum. Í veggjum húsanna voru holur eftir sprengikúlur. Víða mátti sjá á götum það sem virtist við fyrstu sýn rauðir blóðpollar – þetta voru svokallaðar Sarajevó-rósir, skemmdir í malbikinu eftir sprengjur í laginu eins og rósir sem íbúar borgarinnar fylltu með rauðri trjákvoðu til minningar um þá sem létust. Enn voru svæði innan borgarinnar lokuð af vegna hættu á jarðsprengjum. Í ljós kom að fólkið var hins vegar harðgerðara en húsin.„Þið hefðuð getað dáið“ Leiðsögumaðurinn sem sýndi mér borgina var jafnaldri minn. Hann var þrettán ára þegar umsátrið um Sarajevó hófst í apríl 1992. Ég þorði varla að spyrja en lét loks vaða: „Varstu ekki hræddur? Var ekki erfitt að vera lokaður inni í fjögur ár? Hvernig var að missa af unglingsárunum?“ Hann brosti kurteislega. „Það voru alveg partí.“ „Partí!“ „Eftir myrkur. Þegar leyniskytturnar áttu erfitt með að sjá okkur skjótast milli húsa.“ „En, en … þið hefðuð getað dáið!“ Leiðsögumaðurinn yppti öxlum rétt eins og það að halda út í kúlnaregn til að fara í partí væri eins náttúrulegur hlutur og að draga andann.Brast í grát í beinni Fyrr í vikunni brast fréttamaður BBC, Graham Satchell, í grát í beinni útsendingu. Hann var staddur í París og flutti þaðan fréttir í kjölfar hryðjuverkanna þar í borg. En það var ekki harmleikurinn sem olli því að hann varð að binda enda á útsendinguna. Þvert á móti var það von og lífskraftur íbúa borgarinnar sem gerðu hann klökkan. Parísarbúar virtust staðráðnir í að halda sínu striki, spóka sig á götunum, sitja á kaffihúsum með croissant og kampavín. Ekkert fengi grandað lífsgleðinni, „joie de vivre“.„The tourists like it“ Ég hélt að ég handléki fallegan útskorinn málmblómavasa þar sem ég stóð fyrir utan búð í verslunargötu Sarajevó sem seldi silfur og koparvörur. „Þetta er skothylki úr stríðinu,“ sagði leiðsögumaðurinn. Ég flýtti mér að leggja stríðsleifarnar frá mér. Kaupmaðurinn og handverksmaðurinn sem framleiddi og skreytti sjálfur vörurnar sem voru til sölu í versluninni glotti. „The tourists like it.“ Meira en 11.000 manns létust í Sarajevó á árunum sem borgin var í herkví. En af ótrúlegu æðruleysi kepptist fólk við að viðhalda daglegu lífi. Það fór til vinnu þótt engin væru launin og ferðalagið gæti kostað það lífið, reynt var að halda uppi skólastarfi í rústum bygginga og unglingar skemmtu sér alveg eins og jafnaldrar þeirra í Reykjavík. Markmið íbúa Sarajevó var að láta ekki óttann beisla mannsandann.Boðberar óttans Óttinn er markmið hryðjuverkamannsins. Eina leiðin til að hafa betur í baráttunni við ódæðismenn eins og þá sem voru að verki í París er að ríghalda í þau gildi sem óttanum er ætlað að útrýma: víðsýni, lífsgleði, umburðarlyndi, bjartsýni, náungakærleik, frelsi, jafnrétti og bræðralagi. En í stað þess að berjast við að skapa eitthvað fallegt úr einhverju ljótu – svona eins og útskorinn blómavasa úr skothylki – færa nú margir frekari vopn upp í hendurnar á misindismönnunum. Upphrópanirnar hafa verið margar: þetta er stríð, þriðja heimsstyrjöldin, mesta hætta sem steðjar að mannkyninu. Forseti Íslands lét ekki sitt eftir liggja og sagði að við ættum ekki að „lifa í barnalegri einfeldni um það að með einhverjum aðgerðum á sviði umburðarlyndis og félagslegum umbótum sé hægt að taka á þessum vanda“. Þetta er hins vegar rangt hjá forsetanum. Það eru hann og skoðanasystkini hans, boðberar óttans, sem eru einfeldningarnir. Hryðjuverkamenn lögðu fyrir þau gildru og þau gengu beint í hana. Það er í okkar valdi að spyrna við fótum. Látum ekki hafa af okkur mennskuna. Áfram „joie de vivre“!
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun