Lokað fyrir umferð bíla á Laugavegi um aðventuna Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 20. nóvember 2015 15:15 Vísir/Pjetur Reykjavíkurborg stefnir að því að loka fyrir umferð bíla á Skólavörðustíg og hluta Laugavegs á aðventunni. Þetta var samþykkt í Umhverfis- og skipulagsráði Reykjavíkurborgar í vikunni. Til skoðunar er að loka fyrir umferð bíla um þessar götur allar helgar ársins. Stefnt er að því að lokunin standi yfir fyrstu tvær helgarnar í desember og svo frá og með föstudeginum 18. desember til aðfangadags, 24. desember. Svæðið sem um ræðir er Skólavörðustígur og Laugavegur frá Vatnsstíg niður að Bankastræti. „Þetta þýðir að sumarlokanir verða jólalokanir,“ segir Hjálmar Sveinsson, formaður Umhverfis- og skipulagsráðs í samtali við Vísi en fyrirkomulagið verður með sama hætti og þekkist á sumrin þegar opnað hefur verið fyrir umferð gangandi vegfarenda með því að loka á umferð bíla. „Þessi jólastemning getur verið mjög skemmtileg og verslun þarna um aðventuhelgarnar er bæði mikilvæg og skemmtileg,“ að sögn Hjálmars. „Laugavegurinn er náttúrulega ekki bara verslunargata heldur mannlífsgata þar sem fólk er á gangi og hittist.“Hjálmar Sveinsson, formaður Umhverfis- og skipulagsráðs Reykjavíkurborgar.Vísir/StefánTil skoðunar að loka umferð um Laugaveg allar helgar um allt árið í kring Júlíus Vífill Ingvarsson, fulltrúi Sjálfstæðisflokksins í umhverfis- og skipulagsráði gagnrýndi málið og bókaði m.a. eftirfarandi: „Þær viðvörunarraddir hafa heyrst frá kaupmönnum að lokun Laugarvegar á aðventunni muni draga úr verslun. Samtök kaupmanna á svæðinu hafa óskað eftir fundi um málið en slíkur fundur hefur ekki verið haldinn og er það miður. Það eru ekki þröngir einkahagsmunir kaupmanna að verslun dafni í miðborginni heldur er það hagsmunamál allra að þar þrífist fjölbreytt framboð smásöluverslunar.“ Hjálmar gefur lítið fyrir þessa gagnrýni og segir að kannanir, bæði formlegar og óformlegar, bendi til þess að mikill meirihluti borgarbúa og meirihluti rekstraraðila á svæðinu séu hlynntir þessum lokunum. „Fyrir skömmu voru rekstraraðilar heimsóttir og spurðir hvernig svona lokun legðist í þá, 63 prósent voru hlynntir. Það er þarna minnihlutahópur sem er alfarið á móti öllum lokunum á bílaumferð.“ Fyrr í vetur var ákveðið að sumarlokanir frá 1.maí til 1. október yrðu til frambúðar en einnig hefur komið til tals innan Umhverfis- og skipulagsráðs að grípa oftar til þess að loka fyrir bílaumferð á Skólavörðustíg og hluta Laugavegar. „Það hefur verið rætt að vera með tilraunaverkefni þar sem lokað verður fyrir umferð á þessu svæði um helgar allan ársins hring. Einnig hefur komið til tals að grípa til þessa ráðs þegar bæjarhátíðir standa yfir líkt og var núna í haust þegar Airwaves var haldin.“ Tillagan um aðventulokunina var samþykkt af Umhverfis- og skipulagsráði en bíður staðfestingar Borgarráðs. Tengdar fréttir Sumargötur frá miðjum maí Göngugötur í miðborg Reykjavíkur verða opnaðar 15. maí, verði breytingatillaga samþykkt. 30. apríl 2015 17:55 Kaupmenn á Laugaveginum: Mismikil ánægja með að opnað hafi verið fyrir bílaumferð á ný Lokað var fyrir bílaumferð á Laugaveginum fyrir neðan Vatnsstíg þann 15. maí síðastliðinn en opnað var aftur fyrir umferð í gær. Vísir fór á stúfana og tók púlsinn á kaupmönnum eftir sumarið. 23. september 2015 22:20 Sumargötur opnaðar í Reykjavík Skólavörðurstígur frá Bergstaðarstræti, Laugavegur frá Vatnsstíg að Bankastræti og Pósthússtræti voru breyttar í göngugötur í dag. 15. maí 2015 12:18 Mótmæla fimm mánaða lokun Laugavegar Samtök kaupmanna og fasteignaeigenda við Laugaveg mótmæla málflutningi Hjálmars Sveinssonar, formanns umhverfis- og skipulagsráðs Reykjavíkurborgar. 1. apríl 2015 12:25 Mest lesið „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent Stór skjálfti í Bárðarbungu Innlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Innlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Fleiri fréttir Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Sjá meira
Reykjavíkurborg stefnir að því að loka fyrir umferð bíla á Skólavörðustíg og hluta Laugavegs á aðventunni. Þetta var samþykkt í Umhverfis- og skipulagsráði Reykjavíkurborgar í vikunni. Til skoðunar er að loka fyrir umferð bíla um þessar götur allar helgar ársins. Stefnt er að því að lokunin standi yfir fyrstu tvær helgarnar í desember og svo frá og með föstudeginum 18. desember til aðfangadags, 24. desember. Svæðið sem um ræðir er Skólavörðustígur og Laugavegur frá Vatnsstíg niður að Bankastræti. „Þetta þýðir að sumarlokanir verða jólalokanir,“ segir Hjálmar Sveinsson, formaður Umhverfis- og skipulagsráðs í samtali við Vísi en fyrirkomulagið verður með sama hætti og þekkist á sumrin þegar opnað hefur verið fyrir umferð gangandi vegfarenda með því að loka á umferð bíla. „Þessi jólastemning getur verið mjög skemmtileg og verslun þarna um aðventuhelgarnar er bæði mikilvæg og skemmtileg,“ að sögn Hjálmars. „Laugavegurinn er náttúrulega ekki bara verslunargata heldur mannlífsgata þar sem fólk er á gangi og hittist.“Hjálmar Sveinsson, formaður Umhverfis- og skipulagsráðs Reykjavíkurborgar.Vísir/StefánTil skoðunar að loka umferð um Laugaveg allar helgar um allt árið í kring Júlíus Vífill Ingvarsson, fulltrúi Sjálfstæðisflokksins í umhverfis- og skipulagsráði gagnrýndi málið og bókaði m.a. eftirfarandi: „Þær viðvörunarraddir hafa heyrst frá kaupmönnum að lokun Laugarvegar á aðventunni muni draga úr verslun. Samtök kaupmanna á svæðinu hafa óskað eftir fundi um málið en slíkur fundur hefur ekki verið haldinn og er það miður. Það eru ekki þröngir einkahagsmunir kaupmanna að verslun dafni í miðborginni heldur er það hagsmunamál allra að þar þrífist fjölbreytt framboð smásöluverslunar.“ Hjálmar gefur lítið fyrir þessa gagnrýni og segir að kannanir, bæði formlegar og óformlegar, bendi til þess að mikill meirihluti borgarbúa og meirihluti rekstraraðila á svæðinu séu hlynntir þessum lokunum. „Fyrir skömmu voru rekstraraðilar heimsóttir og spurðir hvernig svona lokun legðist í þá, 63 prósent voru hlynntir. Það er þarna minnihlutahópur sem er alfarið á móti öllum lokunum á bílaumferð.“ Fyrr í vetur var ákveðið að sumarlokanir frá 1.maí til 1. október yrðu til frambúðar en einnig hefur komið til tals innan Umhverfis- og skipulagsráðs að grípa oftar til þess að loka fyrir bílaumferð á Skólavörðustíg og hluta Laugavegar. „Það hefur verið rætt að vera með tilraunaverkefni þar sem lokað verður fyrir umferð á þessu svæði um helgar allan ársins hring. Einnig hefur komið til tals að grípa til þessa ráðs þegar bæjarhátíðir standa yfir líkt og var núna í haust þegar Airwaves var haldin.“ Tillagan um aðventulokunina var samþykkt af Umhverfis- og skipulagsráði en bíður staðfestingar Borgarráðs.
Tengdar fréttir Sumargötur frá miðjum maí Göngugötur í miðborg Reykjavíkur verða opnaðar 15. maí, verði breytingatillaga samþykkt. 30. apríl 2015 17:55 Kaupmenn á Laugaveginum: Mismikil ánægja með að opnað hafi verið fyrir bílaumferð á ný Lokað var fyrir bílaumferð á Laugaveginum fyrir neðan Vatnsstíg þann 15. maí síðastliðinn en opnað var aftur fyrir umferð í gær. Vísir fór á stúfana og tók púlsinn á kaupmönnum eftir sumarið. 23. september 2015 22:20 Sumargötur opnaðar í Reykjavík Skólavörðurstígur frá Bergstaðarstræti, Laugavegur frá Vatnsstíg að Bankastræti og Pósthússtræti voru breyttar í göngugötur í dag. 15. maí 2015 12:18 Mótmæla fimm mánaða lokun Laugavegar Samtök kaupmanna og fasteignaeigenda við Laugaveg mótmæla málflutningi Hjálmars Sveinssonar, formanns umhverfis- og skipulagsráðs Reykjavíkurborgar. 1. apríl 2015 12:25 Mest lesið „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent Stór skjálfti í Bárðarbungu Innlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Innlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Fleiri fréttir Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Sjá meira
Sumargötur frá miðjum maí Göngugötur í miðborg Reykjavíkur verða opnaðar 15. maí, verði breytingatillaga samþykkt. 30. apríl 2015 17:55
Kaupmenn á Laugaveginum: Mismikil ánægja með að opnað hafi verið fyrir bílaumferð á ný Lokað var fyrir bílaumferð á Laugaveginum fyrir neðan Vatnsstíg þann 15. maí síðastliðinn en opnað var aftur fyrir umferð í gær. Vísir fór á stúfana og tók púlsinn á kaupmönnum eftir sumarið. 23. september 2015 22:20
Sumargötur opnaðar í Reykjavík Skólavörðurstígur frá Bergstaðarstræti, Laugavegur frá Vatnsstíg að Bankastræti og Pósthússtræti voru breyttar í göngugötur í dag. 15. maí 2015 12:18
Mótmæla fimm mánaða lokun Laugavegar Samtök kaupmanna og fasteignaeigenda við Laugaveg mótmæla málflutningi Hjálmars Sveinssonar, formanns umhverfis- og skipulagsráðs Reykjavíkurborgar. 1. apríl 2015 12:25