Óveðrið á morgun: Vindhviður gætu farið upp í 45 metra á sekúndu Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 30. nóvember 2015 17:00 Íbúar á suðvesturhorni landsins mega búa sig undir mikið hvassviðri og skafrenning í fyrramálið. Foto: Vísir/Stefán „Við beinum þeim tilmælum til fólks að fylgjast vel með veðri og vera ekki að fara af stað nema brýn nauðsyn beri til,“ segir Eggert Magnússon, lögreglufulltrúi í almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, aðspurður um viðbúnað vegna óveðurs sem spáð er á höfuðborgarsvæðinu á morgun. Veðurstofan hefur varað við óveðri á morgun þegar skil ganga norðaustur yfir landið með austanstormi og hríðarbyl en veðrið skellur fyrst á suðvesturhluta landsins. Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins hefur meðal annars varað við því að skólastarf í fyrramálið gæti raskast enda viðbúið að börn gætu átt erfitt með að komast til skóla.Veðrið nær hámarki sínu á höfuðborgarsvæðinu í hádeginu „Skilin koma hérna upp að landinu í fyrramálið og strax um sexleytið verður farið að hvessa mjög mikið. Við erum að spá því að vindhviður fari allt upp í 35 metra á sekúndu en geti þó farið allt upp í 45 metra á sekúndu á Kjalarnesi og undir Eyjafjöllum,“ segir Þorsteinn V. Jónsson, vakthafandi veðurfræðingur, á Veðurstofu Íslands. Veðrið mun að öllum líkindum ná hámarki sínu rétt fyrir hádegi á höfuðborgarsvæðinu og Reykjanesinu hvað varðar vindstyrk en snjókoman síðdegis. Að sögn Þorsteins ætti veðrið að vera gengið yfir suðvestanlands um kvöldmatarleytið en þá verður veðrið orðið slæmt á Norður-og Austurlandi. „Þar verður ekki alveg jafnmikill vindhraði og suðvestan til en engu að síður mjög blint vegna snjókomu,“ segir Þorsteinn. Það er því vissara fyrir alla landsmenn að fylgjast vel með veðurspá og færð á vegum á morgun, þann 1. desember en textaspá Veðurstofu Íslands er eftirfarandi:Hæg norðlæg eða breytileg átt og víða dálítil él til kvölds, en rofar síðan til. Vaxandi austanátt í nótt, 15-25 metrar á sekúndu um hádegi, hvassast við suðvesturströndina. Skafrenningur í fyrramálið, en síðan snjókoma. Mun hægari suðvestanátt og úrkomuminna sunnan- og vestanlands annað kvöld, en hvessir þá og bætir í úrkomu fyrir norðan og austan. Búist er við mikilli snjókomu og skafrenningi á höfðuborgarsvæðinu á morgun. Frost víða 1 til 8 stig, en hlánar við suðurströndina á morgun. Veður Tengdar fréttir Óveðrið á morgun gæti raskað skólastarfi Veðurspá morgundagsins á höfuðborgarsvæðinu bendir til þess að börn gætu átt erfitt með að komast til skóla. 30. nóvember 2015 15:55 Spá mikilli snjókomu og skafrenningi á höfuðborgarsvæðinu Veðurstofa Íslands varar við óveðri á morgun þegar skil ganga norðaustur yfir landið með austanstormi og hríðarbyl. 30. nóvember 2015 13:35 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Kennaraverkfalli frestað Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Innlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Fleiri fréttir „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Önnin kláruð með eðlilegum hætti í MR Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Sjá meira
„Við beinum þeim tilmælum til fólks að fylgjast vel með veðri og vera ekki að fara af stað nema brýn nauðsyn beri til,“ segir Eggert Magnússon, lögreglufulltrúi í almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, aðspurður um viðbúnað vegna óveðurs sem spáð er á höfuðborgarsvæðinu á morgun. Veðurstofan hefur varað við óveðri á morgun þegar skil ganga norðaustur yfir landið með austanstormi og hríðarbyl en veðrið skellur fyrst á suðvesturhluta landsins. Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins hefur meðal annars varað við því að skólastarf í fyrramálið gæti raskast enda viðbúið að börn gætu átt erfitt með að komast til skóla.Veðrið nær hámarki sínu á höfuðborgarsvæðinu í hádeginu „Skilin koma hérna upp að landinu í fyrramálið og strax um sexleytið verður farið að hvessa mjög mikið. Við erum að spá því að vindhviður fari allt upp í 35 metra á sekúndu en geti þó farið allt upp í 45 metra á sekúndu á Kjalarnesi og undir Eyjafjöllum,“ segir Þorsteinn V. Jónsson, vakthafandi veðurfræðingur, á Veðurstofu Íslands. Veðrið mun að öllum líkindum ná hámarki sínu rétt fyrir hádegi á höfuðborgarsvæðinu og Reykjanesinu hvað varðar vindstyrk en snjókoman síðdegis. Að sögn Þorsteins ætti veðrið að vera gengið yfir suðvestanlands um kvöldmatarleytið en þá verður veðrið orðið slæmt á Norður-og Austurlandi. „Þar verður ekki alveg jafnmikill vindhraði og suðvestan til en engu að síður mjög blint vegna snjókomu,“ segir Þorsteinn. Það er því vissara fyrir alla landsmenn að fylgjast vel með veðurspá og færð á vegum á morgun, þann 1. desember en textaspá Veðurstofu Íslands er eftirfarandi:Hæg norðlæg eða breytileg átt og víða dálítil él til kvölds, en rofar síðan til. Vaxandi austanátt í nótt, 15-25 metrar á sekúndu um hádegi, hvassast við suðvesturströndina. Skafrenningur í fyrramálið, en síðan snjókoma. Mun hægari suðvestanátt og úrkomuminna sunnan- og vestanlands annað kvöld, en hvessir þá og bætir í úrkomu fyrir norðan og austan. Búist er við mikilli snjókomu og skafrenningi á höfðuborgarsvæðinu á morgun. Frost víða 1 til 8 stig, en hlánar við suðurströndina á morgun.
Veður Tengdar fréttir Óveðrið á morgun gæti raskað skólastarfi Veðurspá morgundagsins á höfuðborgarsvæðinu bendir til þess að börn gætu átt erfitt með að komast til skóla. 30. nóvember 2015 15:55 Spá mikilli snjókomu og skafrenningi á höfuðborgarsvæðinu Veðurstofa Íslands varar við óveðri á morgun þegar skil ganga norðaustur yfir landið með austanstormi og hríðarbyl. 30. nóvember 2015 13:35 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Kennaraverkfalli frestað Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Innlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Fleiri fréttir „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Önnin kláruð með eðlilegum hætti í MR Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Sjá meira
Óveðrið á morgun gæti raskað skólastarfi Veðurspá morgundagsins á höfuðborgarsvæðinu bendir til þess að börn gætu átt erfitt með að komast til skóla. 30. nóvember 2015 15:55
Spá mikilli snjókomu og skafrenningi á höfuðborgarsvæðinu Veðurstofa Íslands varar við óveðri á morgun þegar skil ganga norðaustur yfir landið með austanstormi og hríðarbyl. 30. nóvember 2015 13:35