Lítill drengur með alvarlegan hjartagalla sendur aftur til Albaníu Þóra Kristín Ásgeirsdóttir skrifar 9. desember 2015 20:15 Hjón með þriggja ára dóttur og ársgamlan son með alvarlegan hjartagalla eru í hópi Albana og fólks frá Makedóníu sem Útlendingastofnun ætlar að senda úr landi annað kvöld. Þau hafa búið hér í sjö mánuði. Fjölskyldufaðirinn, Pllum Lalaj segist hafa komið hingað vegna allrar fjölskyldunnar sem lifi við stöðugar hótanir, vegna þess að hann hafi verið giftur áður og fjölskylda fyrri konu hans sé ósatt við skilnaðinn. Slík harka sé ekki óalgeng í Albaníu og fjölskyldur geri oft upp sín mál á þess að leita til annarra enda sé kerfið í molum.Drengurinn fæddist með alvarlegan hjartagalla og þarfnast skurðaðgerðar og lyfja.Hann segist líka hafa komið hingað í von um að geta bjargað syni sínum sem hafi fæðst með alvarlegan hjartagalla og þarfnist skurðaðgerðar og lyfja. Hann fái ekki nauðsynlega læknisaðstoð í Albaníu en þar sé fólk látið deyja ef það eigi ekki næga peninga til að greiða fyrir þjónustuna.Vafasamt að senda veikt fólk úr landi Þau hafa fengið synjun um hæli frá Útlendingastofnun en ákváðu að áfrýja. Þau drógu hins vegar áfrýjunina til baka og samþykktu að yfirgefa landið. Það segjast þau hafa gert þar sem þeim hafi verið sagt að sonur þeirra fengi ekki að gangast undir aðgerð hér á landi. Þau vilji því frekar reyna að freista þess að gera það sem hægt sé í Albaníu. Það sé hins vegar óljóst hvað það sé. Björn Teitsson talsmaður Rauða krossins segir örfá dæmi um að hælisleitendur komi hingað sérstaklega í leit að heilbrigðisþjónustu. Það séu þó örfá dæmi um það. Hann segir hins vegar Útlendingastofnun túlka heimild sína til að veita dvalarleyfi af mannúðarástæðum afar þröngt. Þetta sé umdeilt mál en að hans dómi sé vafasamt sé að senda veikt fólk úr landi ef að það sé hægt að veita betri heilbrigðisþjónustu hér en á áfangastað. Flóttamenn Mest lesið „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Val Kilmer er látinn Lífið Bann gegn einkaþotum og þyrlum samþykkt Innlent „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Innlent Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Innlent Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Innlent Engin virkni á gossprungunni en glóð logar í hrauninu Innlent Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum Innlent „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Innlent Fleiri fréttir Réðust á og hótuðu starfsmönnum verslunar Engin virkni á gossprungunni en glóð logar í hrauninu Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Bann gegn einkaþotum og þyrlum samþykkt Sækja um leyfi fyrir Kvíslatunguvirkjun Annasamur sólarhringur hjá björgunarsveit Patreksfjarðar Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Hafnar ásökunum um byssuat og uppgefnir íbúar undir Steinafjalli „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Fordæmir atvikið í Grindavík Fara fram á að Mangione fái dauðarefsinguna Ekið á gangandi vegfaranda Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Beita öllum brögðum til að minnka tjón ef hraunið nær bænum Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni „Minni kraftur í þessu samanborið við fyrri gos“ Myndir: Eldgos ógnar Grindavík Snýst allt um að tryggja öryggi fólks Gos við bæjarmörkin: Aukafréttatími í hádeginu Ein af dekkstu sviðsmyndunum að raungerast Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Eldgosið séð úr lofti Vonast til að hefja störf í Grindavík strax á morgun Sterkari merki en fyrir síðustu eldgos Bein útsending: Ræða skýrslu fjármálastöðugleikanefndar Sjá meira
Hjón með þriggja ára dóttur og ársgamlan son með alvarlegan hjartagalla eru í hópi Albana og fólks frá Makedóníu sem Útlendingastofnun ætlar að senda úr landi annað kvöld. Þau hafa búið hér í sjö mánuði. Fjölskyldufaðirinn, Pllum Lalaj segist hafa komið hingað vegna allrar fjölskyldunnar sem lifi við stöðugar hótanir, vegna þess að hann hafi verið giftur áður og fjölskylda fyrri konu hans sé ósatt við skilnaðinn. Slík harka sé ekki óalgeng í Albaníu og fjölskyldur geri oft upp sín mál á þess að leita til annarra enda sé kerfið í molum.Drengurinn fæddist með alvarlegan hjartagalla og þarfnast skurðaðgerðar og lyfja.Hann segist líka hafa komið hingað í von um að geta bjargað syni sínum sem hafi fæðst með alvarlegan hjartagalla og þarfnist skurðaðgerðar og lyfja. Hann fái ekki nauðsynlega læknisaðstoð í Albaníu en þar sé fólk látið deyja ef það eigi ekki næga peninga til að greiða fyrir þjónustuna.Vafasamt að senda veikt fólk úr landi Þau hafa fengið synjun um hæli frá Útlendingastofnun en ákváðu að áfrýja. Þau drógu hins vegar áfrýjunina til baka og samþykktu að yfirgefa landið. Það segjast þau hafa gert þar sem þeim hafi verið sagt að sonur þeirra fengi ekki að gangast undir aðgerð hér á landi. Þau vilji því frekar reyna að freista þess að gera það sem hægt sé í Albaníu. Það sé hins vegar óljóst hvað það sé. Björn Teitsson talsmaður Rauða krossins segir örfá dæmi um að hælisleitendur komi hingað sérstaklega í leit að heilbrigðisþjónustu. Það séu þó örfá dæmi um það. Hann segir hins vegar Útlendingastofnun túlka heimild sína til að veita dvalarleyfi af mannúðarástæðum afar þröngt. Þetta sé umdeilt mál en að hans dómi sé vafasamt sé að senda veikt fólk úr landi ef að það sé hægt að veita betri heilbrigðisþjónustu hér en á áfangastað.
Flóttamenn Mest lesið „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Val Kilmer er látinn Lífið Bann gegn einkaþotum og þyrlum samþykkt Innlent „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Innlent Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Innlent Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Innlent Engin virkni á gossprungunni en glóð logar í hrauninu Innlent Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum Innlent „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Innlent Fleiri fréttir Réðust á og hótuðu starfsmönnum verslunar Engin virkni á gossprungunni en glóð logar í hrauninu Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Bann gegn einkaþotum og þyrlum samþykkt Sækja um leyfi fyrir Kvíslatunguvirkjun Annasamur sólarhringur hjá björgunarsveit Patreksfjarðar Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Hafnar ásökunum um byssuat og uppgefnir íbúar undir Steinafjalli „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Fordæmir atvikið í Grindavík Fara fram á að Mangione fái dauðarefsinguna Ekið á gangandi vegfaranda Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Beita öllum brögðum til að minnka tjón ef hraunið nær bænum Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni „Minni kraftur í þessu samanborið við fyrri gos“ Myndir: Eldgos ógnar Grindavík Snýst allt um að tryggja öryggi fólks Gos við bæjarmörkin: Aukafréttatími í hádeginu Ein af dekkstu sviðsmyndunum að raungerast Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Eldgosið séð úr lofti Vonast til að hefja störf í Grindavík strax á morgun Sterkari merki en fyrir síðustu eldgos Bein útsending: Ræða skýrslu fjármálastöðugleikanefndar Sjá meira