Lögreglan hefur gert húsleit á heimili ástralsks manns sem tímaritið Wired og vefsíðan Gizmodo héldu fram í gær að væri Satoshi Nakamoto, upphafsmaður rafmyntarinnar Bitcoin. Guardina greinir frá þessu.
Í morgun réðust lögreglumenn inn á heimili mannsins, sem heitir Craig Wright, aðeins klukkustundum eftir að fjallað var um að hann væri mögulega Nakomoto. Auðkenni upphafsmanns Bitcoin rafmyntarinnar, sem er í dag margra milljarða króna virði, hefur alltaf farið leynt.
Í yfirlýsingu áströlsku alríkislögreglunnar segir að húsleitin tengist ekki staðhæfingum fjölmiðla um að Wright sé hinn raunverulegi upphafsmaður Bitcoin. Húsleitin var gerð í samvinnu við áströlsk skattyfirvöld.

