Svona verður morðingi til Magnús Guðmundsson skrifar 9. desember 2015 10:30 Líkvaka býr yfir slíkum óhugnaði að rétt er að vara viðkvæmar sálir við lestri bókarinnar. Líkvaka Höfundur: Guðmundur S. Brynjólfsson Útgefandi: Sæmundur Kápuhönnun: Davíð Þór Guðlaugsson Prentun: Svet Print 196 bls. Mannvonskan birtist í óteljandi myndum í þessari voluðu veröld og það er hætt við að án hennar færi lítið fyrir bókmenntum. Þannig hafa illmenni bókmenntanna alla tíð heillað og laðað til sín lesendur ekki síður en hetjur og góðmenni. Í upphafi bókarinnar Líkvaka eftir Guðmund S. Brynjólfsson vísar höfundur til orða W. Somerset Maugham um þrjóta í skáldsögum sem segir meðal annars: „Þegar höfundurinn er að klæða sögupersónu sína af holdi og blóði, er hann um leið að glæða lífi þann þátt af sjálfum sér, sem ekki getur birzt á annan hátt. Sköpunargleði hans er áþekkust því, sem fargi sé létt af honum.“ Og samkvæmt þessum orðum hlýtur gríðarlegu fargi að vera létt af höfundi Líkvöku. Mannvonskan, grimmdin og hryllingurinn er að mörgu leyti alls ráðandi en þannig er það líka víða í samfélagi manna og það sem Guðmundi tekst einkar vel upp við að draga fram er hvernig eitt leiðir af öðru í þessari sköpunarsögu morðingja frá barnsaldri til verknaðar. Hér er illska hvorki sjálfsprottið afl né eðlislægt ástand heldur samfélagslegt og kennt fyrirbæri. Líkvaka hefst á því að morðingi situr, eða öllu heldur liggur, yfir líki manneskju sem hann myrti. Þaðan streymir til lesandans rödd sögumannsins Engilberts sem talar án afláts og þrátt fyrir allt mótlætið í lífinu eða eins og hann segir sjálfur og gamli sveitapresturinn kenndi honum: „Það er gott að tala.“ Sögumaður rifjar upp martraðakennda æsku, uppfulla af illsku og ofbeldi fullorðna fólksins og rekur áfram ævi sína fram til þeirrar stundar þar sem sagan hefst. Einföld hringrás og skýr atburðarás þar sem eitt leiðir af öðru og lesandinn öðlast bæði samúð og samkennd með geðveikum morðingja með sundurtætta sál af illsku heimsins. Guðmundur S. Brynjólfsson er fantagóður og lipur penni. Stíllinn er þéttur og afdráttarlaus og fellur ákaflega vel að persónu sögumanns sem er í senn vel gefinn en stórskemmdur einstaklingur en fyrst og síðast afsprengi ofbeldisfulls samfélags. Kaflarnir eru stuttir og viðburðaríkir sem gefur sterka tilfinningu fyrir takmarkaðri einbeitingu sögumanns ásamt þunga þess sem lýst er hverju sinni hversu erfitt er að dvelja við slíkar minningar. Þrátt fyrir þessa knöppu nálgun tekst Guðmundi vel að láta sögumann draga upp skýra mynd af persónum sem snerta líf hans með einum eða öðrum hætti og sérstaklega eftirminnilegar eru lýsingar á sveitaprestinum og konu hans. Guðmundur er greinilega á heimavelli þegar hann lýsir góðu fólki í litlu þorpi úti á landi. Með því að láta hinn brotna og skemmda Engilbert segja söguna kemst Guðmundur líka burt frá öllum samtímalegum rétttrúnaði þar sem sögumaður getur leyft sér að láta gamminn geisa þvert á viðteknar skoðanir og lífssýnir samfélags sem telur sig umburðarlynt en fellir þó oft þunga dóma yfir þeim sem standa utan garðs. Þar nýtur dálítið gamaldags og illkvittinn húmor Guðmundar sín vel í laumulegum setningum sem sögumaður eins og rétt missir út úr sér á óvæntustu stöðum. Líkvaka býr yfir slíkum óhugnaði að rétt er að vara viðkvæmar sálir við lestri bókarinnar. Vandi Líkvöku er helst að óhugnaðurinn verður eftir því sem á líður helst til leiðigjarn og þvingaður. Því hefði betur farið að láta hringnum lokið öllu fyrr því innan verksins er að finna forvitnilegar pælingar um eðli mannsins, mannlífsins, guðdóminn og almennt siðferði. Eitthvað sem á alltaf erindi á meðan illsku er að finna í heiminum og á henni er því miður víst enginn skortur.Niðurstaða: Óhugnanleg en vel skrifuð bók sem snertir á mörgum samfélagsmeinum og dregur upp áhrifaríka lýsingu á skepnuskap mannsins. Menning Mest lesið Er bókstaflega skíthrædd Lífið Krakkatían: Kosningar, fiskar og göng Lífið Dillaði sér við lag úr áramótaskaupi 2013 Lífið Sigmundur taki stríðnina alla leið Lífið „Álagið er þessi fjarvera“ Lífið Fréttatían: Kosningar, verðbólga og körfubolti Lífið Kosningakviss: El Classico þegar turnarnir tveir mættust Lífið Kosningamaskína hafi nálgast soninn í gegnum Smitten Lífið Datt í afturábakkapphlaupi við fréttamann Lífið Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Lífið Fleiri fréttir Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Sjá meira
Líkvaka Höfundur: Guðmundur S. Brynjólfsson Útgefandi: Sæmundur Kápuhönnun: Davíð Þór Guðlaugsson Prentun: Svet Print 196 bls. Mannvonskan birtist í óteljandi myndum í þessari voluðu veröld og það er hætt við að án hennar færi lítið fyrir bókmenntum. Þannig hafa illmenni bókmenntanna alla tíð heillað og laðað til sín lesendur ekki síður en hetjur og góðmenni. Í upphafi bókarinnar Líkvaka eftir Guðmund S. Brynjólfsson vísar höfundur til orða W. Somerset Maugham um þrjóta í skáldsögum sem segir meðal annars: „Þegar höfundurinn er að klæða sögupersónu sína af holdi og blóði, er hann um leið að glæða lífi þann þátt af sjálfum sér, sem ekki getur birzt á annan hátt. Sköpunargleði hans er áþekkust því, sem fargi sé létt af honum.“ Og samkvæmt þessum orðum hlýtur gríðarlegu fargi að vera létt af höfundi Líkvöku. Mannvonskan, grimmdin og hryllingurinn er að mörgu leyti alls ráðandi en þannig er það líka víða í samfélagi manna og það sem Guðmundi tekst einkar vel upp við að draga fram er hvernig eitt leiðir af öðru í þessari sköpunarsögu morðingja frá barnsaldri til verknaðar. Hér er illska hvorki sjálfsprottið afl né eðlislægt ástand heldur samfélagslegt og kennt fyrirbæri. Líkvaka hefst á því að morðingi situr, eða öllu heldur liggur, yfir líki manneskju sem hann myrti. Þaðan streymir til lesandans rödd sögumannsins Engilberts sem talar án afláts og þrátt fyrir allt mótlætið í lífinu eða eins og hann segir sjálfur og gamli sveitapresturinn kenndi honum: „Það er gott að tala.“ Sögumaður rifjar upp martraðakennda æsku, uppfulla af illsku og ofbeldi fullorðna fólksins og rekur áfram ævi sína fram til þeirrar stundar þar sem sagan hefst. Einföld hringrás og skýr atburðarás þar sem eitt leiðir af öðru og lesandinn öðlast bæði samúð og samkennd með geðveikum morðingja með sundurtætta sál af illsku heimsins. Guðmundur S. Brynjólfsson er fantagóður og lipur penni. Stíllinn er þéttur og afdráttarlaus og fellur ákaflega vel að persónu sögumanns sem er í senn vel gefinn en stórskemmdur einstaklingur en fyrst og síðast afsprengi ofbeldisfulls samfélags. Kaflarnir eru stuttir og viðburðaríkir sem gefur sterka tilfinningu fyrir takmarkaðri einbeitingu sögumanns ásamt þunga þess sem lýst er hverju sinni hversu erfitt er að dvelja við slíkar minningar. Þrátt fyrir þessa knöppu nálgun tekst Guðmundi vel að láta sögumann draga upp skýra mynd af persónum sem snerta líf hans með einum eða öðrum hætti og sérstaklega eftirminnilegar eru lýsingar á sveitaprestinum og konu hans. Guðmundur er greinilega á heimavelli þegar hann lýsir góðu fólki í litlu þorpi úti á landi. Með því að láta hinn brotna og skemmda Engilbert segja söguna kemst Guðmundur líka burt frá öllum samtímalegum rétttrúnaði þar sem sögumaður getur leyft sér að láta gamminn geisa þvert á viðteknar skoðanir og lífssýnir samfélags sem telur sig umburðarlynt en fellir þó oft þunga dóma yfir þeim sem standa utan garðs. Þar nýtur dálítið gamaldags og illkvittinn húmor Guðmundar sín vel í laumulegum setningum sem sögumaður eins og rétt missir út úr sér á óvæntustu stöðum. Líkvaka býr yfir slíkum óhugnaði að rétt er að vara viðkvæmar sálir við lestri bókarinnar. Vandi Líkvöku er helst að óhugnaðurinn verður eftir því sem á líður helst til leiðigjarn og þvingaður. Því hefði betur farið að láta hringnum lokið öllu fyrr því innan verksins er að finna forvitnilegar pælingar um eðli mannsins, mannlífsins, guðdóminn og almennt siðferði. Eitthvað sem á alltaf erindi á meðan illsku er að finna í heiminum og á henni er því miður víst enginn skortur.Niðurstaða: Óhugnanleg en vel skrifuð bók sem snertir á mörgum samfélagsmeinum og dregur upp áhrifaríka lýsingu á skepnuskap mannsins.
Menning Mest lesið Er bókstaflega skíthrædd Lífið Krakkatían: Kosningar, fiskar og göng Lífið Dillaði sér við lag úr áramótaskaupi 2013 Lífið Sigmundur taki stríðnina alla leið Lífið „Álagið er þessi fjarvera“ Lífið Fréttatían: Kosningar, verðbólga og körfubolti Lífið Kosningakviss: El Classico þegar turnarnir tveir mættust Lífið Kosningamaskína hafi nálgast soninn í gegnum Smitten Lífið Datt í afturábakkapphlaupi við fréttamann Lífið Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Lífið Fleiri fréttir Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Sjá meira