Reykjanesbraut lokað Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 7. desember 2015 19:46 Hviður allt að 40-55 m/s á Kjalarnesi, í Hvalfirði, undir Hafnarfjalli og norðan til á Snæfellsnesi. vísir/vilhelm Lokað hefur verið fyrir umferð um Reykjanesbraut til viðbótar við Kjalarnes, Grindavíkurveg og Suðurstrandaveg á suðvesturhorninu. Í Skagafirði er slæmt ferðaveður og flestir vegir lokaðir. Þá eru Siglufjarðarvegur og Ólafsfjarðarmúli lokaðir vegna snjóflóðahættu. Þetta kemur fram í ábendingum veðurfræðings á vef Vegagerðarinnar. Lokað er fyrir umferð um Hellisheiði, Þrengsli og víðar. Ekki er reiknað með því að þeir vegir sem hafa verið lokaðir opni fyrr en á morgun. Kort af lokunum má sjá hér. Að neðan má sjá ábendingar frá veðurfræðingi Vegagerðarinnar klukkan 18:50. Ábendingar frá veðurfræðingi Litlar breytingar frá spám í morgun. Helst það þó að hefur hlánað fyrr en ætla mátti sums staðar suðvestanlands. Það hefur í för með sér að neðan 100 metra hæðar verður síður skafrenningur með storminum sem spáð er síðdegis. Bætir verulega í vind sunnanlands eftir kl. 15 og aftakaveðri er spáð austur með ströndinni, 30-35 m/s og fara hviður um og yfir 60 m/s. Almennt séð bætir mjög í vind á landinu síðdegis og í kvöld og til að byrja með einkum kóf vegna skafrennings, en síðar bætist ofankomavið. Austanlands sérstaklega eru horfur á mikilli snjókomu í kvöld, sérstaklega á fjallvegum. Í nótt ganga skil lægðarinnar norður yfir landið. Þá gerir væga hláku á láglendi um land allt og lægir mikið norðan- og austanlands. Færð og aðstæður/lokanir Vegna óveðurs sem gengur yfir landið hefur flestum fjallvegum á landinu verið lokað. Reykjanesbraut, Grindavíkurvegur, Suðurstrandavegur og vegurinn um Kjalarnes eru einnig lokaðir og í Skagafirði er slæmt ferðaveður eru flestir vegir lokaðir. Siglufjarðarvegur og Ólafsfjarðarmúli eru lokaðir vegna snjóflóðahættu. Vegurinn með suðausturströndinni er lokaður frá Hvolsvelli og austur á Fáskrúðsfjörð. Ekki er reiknað með að þessir vegir opni fyrr en á morgun. Hálka er á flestum öðrum leiðum en flughálka víða á Suðurlandi. Veður Mest lesið Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Innlent Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Viðskipti innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Innlent „Ég er mannleg“ Innlent Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Innlent Hófu skothríð á ferðamenn í Kasmír Erlent Fleiri fréttir Hófu skothríð á ferðamenn í Kasmír Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Sjá meira
Lokað hefur verið fyrir umferð um Reykjanesbraut til viðbótar við Kjalarnes, Grindavíkurveg og Suðurstrandaveg á suðvesturhorninu. Í Skagafirði er slæmt ferðaveður og flestir vegir lokaðir. Þá eru Siglufjarðarvegur og Ólafsfjarðarmúli lokaðir vegna snjóflóðahættu. Þetta kemur fram í ábendingum veðurfræðings á vef Vegagerðarinnar. Lokað er fyrir umferð um Hellisheiði, Þrengsli og víðar. Ekki er reiknað með því að þeir vegir sem hafa verið lokaðir opni fyrr en á morgun. Kort af lokunum má sjá hér. Að neðan má sjá ábendingar frá veðurfræðingi Vegagerðarinnar klukkan 18:50. Ábendingar frá veðurfræðingi Litlar breytingar frá spám í morgun. Helst það þó að hefur hlánað fyrr en ætla mátti sums staðar suðvestanlands. Það hefur í för með sér að neðan 100 metra hæðar verður síður skafrenningur með storminum sem spáð er síðdegis. Bætir verulega í vind sunnanlands eftir kl. 15 og aftakaveðri er spáð austur með ströndinni, 30-35 m/s og fara hviður um og yfir 60 m/s. Almennt séð bætir mjög í vind á landinu síðdegis og í kvöld og til að byrja með einkum kóf vegna skafrennings, en síðar bætist ofankomavið. Austanlands sérstaklega eru horfur á mikilli snjókomu í kvöld, sérstaklega á fjallvegum. Í nótt ganga skil lægðarinnar norður yfir landið. Þá gerir væga hláku á láglendi um land allt og lægir mikið norðan- og austanlands. Færð og aðstæður/lokanir Vegna óveðurs sem gengur yfir landið hefur flestum fjallvegum á landinu verið lokað. Reykjanesbraut, Grindavíkurvegur, Suðurstrandavegur og vegurinn um Kjalarnes eru einnig lokaðir og í Skagafirði er slæmt ferðaveður eru flestir vegir lokaðir. Siglufjarðarvegur og Ólafsfjarðarmúli eru lokaðir vegna snjóflóðahættu. Vegurinn með suðausturströndinni er lokaður frá Hvolsvelli og austur á Fáskrúðsfjörð. Ekki er reiknað með að þessir vegir opni fyrr en á morgun. Hálka er á flestum öðrum leiðum en flughálka víða á Suðurlandi.
Veður Mest lesið Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Innlent Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Viðskipti innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Innlent „Ég er mannleg“ Innlent Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Innlent Hófu skothríð á ferðamenn í Kasmír Erlent Fleiri fréttir Hófu skothríð á ferðamenn í Kasmír Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Sjá meira