„Þeir eru komnir aftur í gang“ Samúel Karl Ólason skrifar 7. desember 2015 17:45 GameTívíbræðurnir Óli og Sverrir kíktu nýverið á nýjasta Call of Duty leikinn, Black Ops III. Óli segir að þrátt fyrir að serían hafi átt misjafna spretti síðustu árin séu þeir nú komnir aftur í gang. Graffíkin hafi aldrei verið betri. Hljóðið sé einnig gott og að fjölspilun sé hraður og skemmtilegur. Jafnvel of skemmtilegur. Óli veltir upp þeirri hugmynd hvort að ekki sé þörf á stað þar sem eldra fólk getur komið saman og spilað við hvort annað. Óli segir að í rauninni sé Call of Duty þrír leikir í einum. Aðdáendur hafi verið hættir að spila sig í gegnum söguþráð leikjanna og því hafi starfsmenn Treyarch brugðið á það ráð að gera fólki kleyft að spila söguþráðinn saman. Þó sé söguþráðurinn „þynnri en pappír“. Annar hluti sem hefur notið mikilla vinsælda er Zombiehluti leiksins. Óli segir það skila sér mjög vel að þessu sinni. „Steiktara, en fjölbreyttara á sama tíma,“ eins og hann orðar það. Sá þriðji og stærsti sé fjölspilunin sem ávallt nýtur mikilla vinsælda. Þar má einnig finna nokkrar nýjungar. Í innslaginu sem sjá má hér að neðan fer Óli yfir helstu atriði leiksins og kveður upp dóm sinn. Gametíví Leikjavísir Mest lesið Þjóðin tjáir sig: Fáránlegt fyrirkomulag, stjörnutúlkar og skortur á menningarlæsi Lífið Lifðu af tvö flugslys sama daginn á Mosfellsheiði Lífið Lærði mikið af öllu hatrinu Lífið Einar og Milla eiga von á barni Lífið Ísland í næstneðsta sæti veðbankanna Lífið „Trylltur þynnkuborgari“ slær í gegn á Íslandi og í Svíþjóð Lífið Myndaveisla: Spennustigið óbærilegt þegar VÆB unnu Söngvakeppnina Lífið Krakkatían: Toy Story, risaeðlur og spænska Lífið VÆB keppa fyrir hönd Íslands í Eurovision Lífið Tveggja barna miðaldra móðir sem er sjúk í strákinn Gagnrýni Fleiri fréttir Kingdom Come Deliverance 2: Geggjuð fyrirsögn um geggjaðan leik Gráir fyrir járnum í GameTíví Sniper Elite: Resistance - Fátt nýtt í annars allt í lagi leik Berjast fyrir lífinu í GameTíví Vona að Rockstar ríði á vaðið með hundrað dala GTA 6 GamTíví: Stefnir í samvinnuslys Ný Switch kynnt til leiks GameTíví: Berjast fyrir lífinu í Squid Game Leikirnir sem beðið er eftir Sjá meira
GameTívíbræðurnir Óli og Sverrir kíktu nýverið á nýjasta Call of Duty leikinn, Black Ops III. Óli segir að þrátt fyrir að serían hafi átt misjafna spretti síðustu árin séu þeir nú komnir aftur í gang. Graffíkin hafi aldrei verið betri. Hljóðið sé einnig gott og að fjölspilun sé hraður og skemmtilegur. Jafnvel of skemmtilegur. Óli veltir upp þeirri hugmynd hvort að ekki sé þörf á stað þar sem eldra fólk getur komið saman og spilað við hvort annað. Óli segir að í rauninni sé Call of Duty þrír leikir í einum. Aðdáendur hafi verið hættir að spila sig í gegnum söguþráð leikjanna og því hafi starfsmenn Treyarch brugðið á það ráð að gera fólki kleyft að spila söguþráðinn saman. Þó sé söguþráðurinn „þynnri en pappír“. Annar hluti sem hefur notið mikilla vinsælda er Zombiehluti leiksins. Óli segir það skila sér mjög vel að þessu sinni. „Steiktara, en fjölbreyttara á sama tíma,“ eins og hann orðar það. Sá þriðji og stærsti sé fjölspilunin sem ávallt nýtur mikilla vinsælda. Þar má einnig finna nokkrar nýjungar. Í innslaginu sem sjá má hér að neðan fer Óli yfir helstu atriði leiksins og kveður upp dóm sinn.
Gametíví Leikjavísir Mest lesið Þjóðin tjáir sig: Fáránlegt fyrirkomulag, stjörnutúlkar og skortur á menningarlæsi Lífið Lifðu af tvö flugslys sama daginn á Mosfellsheiði Lífið Lærði mikið af öllu hatrinu Lífið Einar og Milla eiga von á barni Lífið Ísland í næstneðsta sæti veðbankanna Lífið „Trylltur þynnkuborgari“ slær í gegn á Íslandi og í Svíþjóð Lífið Myndaveisla: Spennustigið óbærilegt þegar VÆB unnu Söngvakeppnina Lífið Krakkatían: Toy Story, risaeðlur og spænska Lífið VÆB keppa fyrir hönd Íslands í Eurovision Lífið Tveggja barna miðaldra móðir sem er sjúk í strákinn Gagnrýni Fleiri fréttir Kingdom Come Deliverance 2: Geggjuð fyrirsögn um geggjaðan leik Gráir fyrir járnum í GameTíví Sniper Elite: Resistance - Fátt nýtt í annars allt í lagi leik Berjast fyrir lífinu í GameTíví Vona að Rockstar ríði á vaðið með hundrað dala GTA 6 GamTíví: Stefnir í samvinnuslys Ný Switch kynnt til leiks GameTíví: Berjast fyrir lífinu í Squid Game Leikirnir sem beðið er eftir Sjá meira