Hættuástand skapast á suðvesturhorninu í kvöld Garðar Örn Úlfarsson skrifar 4. desember 2015 15:45 Grýlukerti og snjóhengjur gætu farið af stað í kvöld og nótt. Vísir/Vilhelm „Fólk á aldrei að setja sig í hættu en það er ótrúlega mikilvægt að fólk reyni að hreinsa ef það er hægt,“ segir Sigrún A. Þorsteinsdóttir, sérfræðingur í forvörnum hjá VÍS, sem varar við hugsanlegum vatnstjónum vegna þíðu í kvöld og í nótt. „Ef við horfum til dæmis á suðvesturhornið er aðeins byrjað að blota í snjónum og það á eftir að aukast núna fram eftir kvöldi og fram undir morgun í fyrramálið að það fer að frysta aftur,“ segir Sigrún. Þegar snjórinn blotni sé voðinn vís. „Þar sem er halli á þökum kemur einhver hluti af þessu niður í kvöld og nótt og þá er mikilvægt að ekki sé hætta á að einhverjir séu þar undir og að fólk sé ekki að leggja bílunum sínum beint undir þakinu. Og ef fólk nær ekki að hreinsa þetta niður og er hrætt um að einhver geti verið undir að það afmarki þá svæðið með borðum eða öðru því um líku,“ ráðleggur Sigrún. Þá segir Sigrún skipta miklu máli að fólk hreinsi strax frá niðurföllum og geri vatnsrásir í snjóinn þannig að snjórinn liggi ekki blautur upp við húsin. Vatni geti leitað inn i hús með sprungum í veggjum. Ef fólk geti ekki sjálft hreinsað snjó og klaka frá rennum og niðurföllum og öðrum stöðum þar sem byrjað er að leka ætti það að leita til vertaka sem geti komið til aðstoðar með þar til gerð tæki og tól.Sigrún A. Þorsteinsdóttir er sérfræðingur í forvörnum hjá VíS.Að neðan má sjá tilkynningu frá Vísi vegna ástandsinsVÍS varar íbúa suðvestanlands við að í kvöld má búast við að snjóhlöss og grýlukerti falli af þökum. Einar Sveinbjörnsson hjá Veðurvaktinni segir spár gefa til kynna að hiti fari upp fyrir frostmark síðdegis og búast megi við að svo verði fram undir morgun þegar frysti aftur. Mikill snjór og stór grýlukerti hanga víða fram af þökum. Ef slík hlöss falla niður getur fólk slasast alvarlega og mikið tjón orðið t.d. á bílum ef þeim er lagt við hús. Ábyrgðin getur verið húseigenda og mikilvægt að hann hugi að forvörnum. Nauðsynlegt er að brjóta grýlukertin af þakköntum og hreinsa snjó af þökum ef þess er kostur áður en í óefni kemur. Gæta þarf ýtrustu varkárni við hreinsunina. Ef ekki er mögulegt að fyrirbyggja hrun af þaki þarf að afmarka hættusvæði á jörðu niðri með borða eða öðru svo enginn verði undir þegar snjór og klaki rennur niður. Samhliða þessu brýnir VÍS fyrir vegfarendum að taka fullt mark á viðvörunum sem gefnar hafa verið út í dag. Ekkert ferðaveður er eða verður víða um land í dag og á morgun. Þegar er búið að loka nokkrum leiðum og fleiri lokanir yfirvofandi. Nauðsynlegt er að kynna sér vel færð,lokanir og veður áður en lagt er í hann. Veður Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Kennaraverkfalli frestað Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Innlent Fleiri fréttir „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Önnin kláruð með eðlilegum hætti í MR Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Sjá meira
„Fólk á aldrei að setja sig í hættu en það er ótrúlega mikilvægt að fólk reyni að hreinsa ef það er hægt,“ segir Sigrún A. Þorsteinsdóttir, sérfræðingur í forvörnum hjá VÍS, sem varar við hugsanlegum vatnstjónum vegna þíðu í kvöld og í nótt. „Ef við horfum til dæmis á suðvesturhornið er aðeins byrjað að blota í snjónum og það á eftir að aukast núna fram eftir kvöldi og fram undir morgun í fyrramálið að það fer að frysta aftur,“ segir Sigrún. Þegar snjórinn blotni sé voðinn vís. „Þar sem er halli á þökum kemur einhver hluti af þessu niður í kvöld og nótt og þá er mikilvægt að ekki sé hætta á að einhverjir séu þar undir og að fólk sé ekki að leggja bílunum sínum beint undir þakinu. Og ef fólk nær ekki að hreinsa þetta niður og er hrætt um að einhver geti verið undir að það afmarki þá svæðið með borðum eða öðru því um líku,“ ráðleggur Sigrún. Þá segir Sigrún skipta miklu máli að fólk hreinsi strax frá niðurföllum og geri vatnsrásir í snjóinn þannig að snjórinn liggi ekki blautur upp við húsin. Vatni geti leitað inn i hús með sprungum í veggjum. Ef fólk geti ekki sjálft hreinsað snjó og klaka frá rennum og niðurföllum og öðrum stöðum þar sem byrjað er að leka ætti það að leita til vertaka sem geti komið til aðstoðar með þar til gerð tæki og tól.Sigrún A. Þorsteinsdóttir er sérfræðingur í forvörnum hjá VíS.Að neðan má sjá tilkynningu frá Vísi vegna ástandsinsVÍS varar íbúa suðvestanlands við að í kvöld má búast við að snjóhlöss og grýlukerti falli af þökum. Einar Sveinbjörnsson hjá Veðurvaktinni segir spár gefa til kynna að hiti fari upp fyrir frostmark síðdegis og búast megi við að svo verði fram undir morgun þegar frysti aftur. Mikill snjór og stór grýlukerti hanga víða fram af þökum. Ef slík hlöss falla niður getur fólk slasast alvarlega og mikið tjón orðið t.d. á bílum ef þeim er lagt við hús. Ábyrgðin getur verið húseigenda og mikilvægt að hann hugi að forvörnum. Nauðsynlegt er að brjóta grýlukertin af þakköntum og hreinsa snjó af þökum ef þess er kostur áður en í óefni kemur. Gæta þarf ýtrustu varkárni við hreinsunina. Ef ekki er mögulegt að fyrirbyggja hrun af þaki þarf að afmarka hættusvæði á jörðu niðri með borða eða öðru svo enginn verði undir þegar snjór og klaki rennur niður. Samhliða þessu brýnir VÍS fyrir vegfarendum að taka fullt mark á viðvörunum sem gefnar hafa verið út í dag. Ekkert ferðaveður er eða verður víða um land í dag og á morgun. Þegar er búið að loka nokkrum leiðum og fleiri lokanir yfirvofandi. Nauðsynlegt er að kynna sér vel færð,lokanir og veður áður en lagt er í hann.
Veður Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Kennaraverkfalli frestað Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Innlent Fleiri fréttir „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Önnin kláruð með eðlilegum hætti í MR Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Sjá meira