Vilja metnaðarfull loftslagsmarkmið Svavar Hávarðsson skrifar 3. desember 2015 07:00 Reykjavíkurborg hlaut Náttúru- og umhverfisverðlaun Norðurlandaráðs árið 2014 fyrir starf sitt að umhverfismálum og framleiðslu sjálfbærrar orku. Starfsemi og mannlíf í þéttbýli skýrir um 80 prósent orkunotkunar og koltvísýringslosunar í heiminum. Borgir heimsins verða því að skipa sér í fremstu röð í baráttunni gegn loftslagsbreytingum næstu áratugina. Höfuðborgir Norðurlanda hafa sent öflugar sendisveitir á Loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna (COP21) í París og hófu ráðstefnuna með því að kynna metnaðarfull markmið sín í loftslagsmálum í sýningarskála Norrænu ráðherranefndarinnar. Norrænu höfuðborgirnar fimm eru allar þátttakendur í svonefndum Borgarstjórasáttmála, Covenant of Mayors, sem er hreyfing borga og svæða sem miðar að því að ná og fara fram úr markmiðum ESB um 20 prósenta samdrátt í orkunotkun og losun gróðurhúsalofttegunda fyrir árið 2020. Fulltrúar Reykjavíkur, Stokkhólms, Kaupmannahafnar, Óslóar og Helsinki kynntu loftslagsaðgerðir borganna í norræna sýningarskálanum 30. nóvember.Hægt er að kynna sér dagskrá Norrænu ráðherranefndarinnar á COP21 með því að smella hér.Reykjavík: Markvisst unnið að þéttingu byggðarReykjavíkurborg hlaut Náttúru- og umhverfisverðlaun Norðurlandaráðs árið 2014 fyrir starf sitt að umhverfismálum og framleiðslu sjálfbærrar orku. Allri hitunar- og orkuþörf Reykjavíkur er mætt með sjálfbærum orkuauðlindum, nánar tiltekið jarðhita og vatnsorku. Borgin stefnir að því að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda um 35 pró- sent fyrir árið 2020 og um 73 prósent árið 2050 miðað við losunina árið 2007. Þetta verður gert með því að breyta ferðavenjum, með þéttingu byggðar, plöntun trjáa til mótvægis og með bættri meðhöndlun úrgangs.Frá KaupmannahöfnVísir/GettyKaupmannahöfn: Fyrsta hlutlausa höfuðborgin árið 2025Í Kaupmannahöfn hefur þegar verið dregið úr koltvísýringslosun um 30 prósent frá árinu 2005, en á sama tíma var 18 prósenta hagvöxtur og íbúafjöldinn jókst um 15 prósent. Í loftslagsáætlun Kaupmannahafnar fyrir árið 2025 (CPH 2025 Climate Plan) er lögð megináhersla á orkuframleiðslu, orkunotkun, grænar samgöngur og stjórnsýslu. Gert er ráð fyrir að 78 prósent samdráttar í koltvísýringslosun náist með breytingum á orkuframleiðslu, til dæmis með byggingu 360 megavatta vindorkuvera á landi og sjó, með nýju hita- og orkuveri (CHP) sem nýtir lífmassa og með því að draga úr notkun jarðefnaeldsneytis. Orkusparnaður, þar á meðal orkuendurbætur og bygging orkunýtinna húsa, mun draga úr losun um 25 prósent. Í borginni hjóla 62 prósent íbúanna í og úr vinnu. Samgönguverkefni munu einkum snúast um hjólreiðar og að því að styrkja stöðu lífgas- og fjölknúinna strætisvagna og raf- og vetnisbíla. Ennfremur ætlar Kaupmannahafnarborg að setja af stað 300 loftslagsaðlögunarverkefni með 9,8 milljarða danskra króna til ráðstöfunar sem miða að því að búa borgina undir úrhellisrigningar og annað aftakaveður.Stokkhólmur.Vísir/GettyStokkhólmur: Frumkvöðull í loftslagsmálum allt frá 1998Fyrsta framkvæmdaáætlun Stokkhólms í loftslagsmálum var sam- þykkt árið 1998. Árið 2010 varð hún fyrst borga til að hljóta Grænu höfuðborgarverðlaunin (Green Capital Award) frá framkvæmdastjórn ESB og sjálfbærni er nú fastur þáttur í öllum áætlunum og borgarskipulagi. Í Stokkhólmi hefur koltvísýringslosun á mann dregist saman um 25 prósent frá árinu 1990. Langtímamarkmiðið er að borgin verði óháð jarðefnaeldsneyti fyrir árið 2040. Stór hluti samdráttarins í losun hefur náðst með fjárfestingum í fjarhitun, sem nær til um 80 prósenta allra heimila. Árið 2016 mun nýtt hita- og orkuver (CHP) sjá um hitun 190 þúsund heimila, framleiða 750 gígavattstundir af orku og minnka losun um 120 þúsund tonn. Stefnt er að því að 70 prósent alls matarúrgangs árið 2020 verði nýtt í framleiðslu á lífgasi. Gasið kemur í stað jarðgass í gaskerfinu og verður einnig hægt að nota það sem eldsneyti fyrir bíla. Allir öskubílar borgarinnar, þrjú hundruð strætisvagnar, vörubílar og meira en 10.000 bílar ganga nú fyrir lífgasi. Samkvæmt framkvæmda- áætlun borgarinnar í loftslags- og orkumálum eiga allir strætisvagnar í borginni að ganga fyrir sjálfbærri orku árið 2025.Osló, höfuðborg Noregs.vísir/GettyÓsló: Jarðefnaeldsneytislaus árið 2030 er markmið dagsinsÓslóarborg tilkynnti nýlega markmiðið um að verða jarðefnaeldsneytislaus fyrir árið 2030. Gert er ráð fyrir að helminga losun fyrir árið 2020 og minnka hana um 95 prósent fyrir árið 2030. Bílaumferð er mikil í Ósló. Borgin ætlar að setja almenningssamgöngur, hjólreiðamenn og gangandi vegfarendur í forgang og minnka bílaumferð um þriðjung fyrir árið 2030. Samkvæmt áætluninni á mið- borgin að vera orðin bíllaus árið 2019. Ósló er orðin þekkt fyrir fjölda rafbíla. Ein skýringin á þessum árangri er að rafbílar eru undanþegnir ýmsum sköttum og gjöldum, þar á meðal vegagjöldum í Ósló, og hleðsla og bílastæði eru ókeypis. Net hrað- hleðslustöðva og lífeldsneytis- og vetnisáfyllingarstöðva í Ósló verður eflt á næstu árum. Ennfremur ætlar borgin að fjárfesta í nýjum neðanjarðarlestargöngum undir miðborgina og bæta hjólreiðagrunnkerfið í því skyni að auka hlutdeild hjólreiða í daglegum ferðum um 25%. Almenningssamgöngukerfi borgarinnar, Ruters, verður útstreymislaust árið 2020.Frá Helsinki, höfuðborg Finnlands.Helsinki: Loftslagsaðlöguð borg er markmið fyrir 2050 Helsinkiborg hefur mótað vegvísi sem sýnir hvernig gera má höfuð- borgina koltvísýringshlutlausa árið 2050. Þrátt fyrir að dregið hafi verið úr kolefnissporum Helsinki á mann um 37 prósent síðan árið 1990 eru þau enn tiltölulega há miðað við aðrar borgir Evrópu. Kolefnisfótsporin eru sem stendur 4,7 tonn á mann en eiga að verða komin niður í 400 kíló á mann árið 2050. Megináskorun borgarinnar er að 90% hitunar byggir á jarðefnaeldsneyti, en 20 prósent eru vegna raforkunotkunar og 23 prósent vegna samgangna. Í vegvísinum er bent á þrjú forgangsverkefni í tengslum við loftlagsmarkmið borgarinnar fyrir árið 2050: Umbreytingu yfir í sjálfbæra orku, aukna orkuskilvirkni og öflugra almenningssamgöngukerfi. Stutt verður við koltvísýringshlutlausar samgöngur með skilvirku borgarskipulagi og með því að setja hjólreiðar, gangandi vegfarendur og almenningssamgöngur í forgang, meðal annars með skilvirku neti neðanjarðarlesta, lesta og léttlesta. Loftslagsmál Mest lesið Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Erlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Fleiri fréttir Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri Sjá meira
Starfsemi og mannlíf í þéttbýli skýrir um 80 prósent orkunotkunar og koltvísýringslosunar í heiminum. Borgir heimsins verða því að skipa sér í fremstu röð í baráttunni gegn loftslagsbreytingum næstu áratugina. Höfuðborgir Norðurlanda hafa sent öflugar sendisveitir á Loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna (COP21) í París og hófu ráðstefnuna með því að kynna metnaðarfull markmið sín í loftslagsmálum í sýningarskála Norrænu ráðherranefndarinnar. Norrænu höfuðborgirnar fimm eru allar þátttakendur í svonefndum Borgarstjórasáttmála, Covenant of Mayors, sem er hreyfing borga og svæða sem miðar að því að ná og fara fram úr markmiðum ESB um 20 prósenta samdrátt í orkunotkun og losun gróðurhúsalofttegunda fyrir árið 2020. Fulltrúar Reykjavíkur, Stokkhólms, Kaupmannahafnar, Óslóar og Helsinki kynntu loftslagsaðgerðir borganna í norræna sýningarskálanum 30. nóvember.Hægt er að kynna sér dagskrá Norrænu ráðherranefndarinnar á COP21 með því að smella hér.Reykjavík: Markvisst unnið að þéttingu byggðarReykjavíkurborg hlaut Náttúru- og umhverfisverðlaun Norðurlandaráðs árið 2014 fyrir starf sitt að umhverfismálum og framleiðslu sjálfbærrar orku. Allri hitunar- og orkuþörf Reykjavíkur er mætt með sjálfbærum orkuauðlindum, nánar tiltekið jarðhita og vatnsorku. Borgin stefnir að því að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda um 35 pró- sent fyrir árið 2020 og um 73 prósent árið 2050 miðað við losunina árið 2007. Þetta verður gert með því að breyta ferðavenjum, með þéttingu byggðar, plöntun trjáa til mótvægis og með bættri meðhöndlun úrgangs.Frá KaupmannahöfnVísir/GettyKaupmannahöfn: Fyrsta hlutlausa höfuðborgin árið 2025Í Kaupmannahöfn hefur þegar verið dregið úr koltvísýringslosun um 30 prósent frá árinu 2005, en á sama tíma var 18 prósenta hagvöxtur og íbúafjöldinn jókst um 15 prósent. Í loftslagsáætlun Kaupmannahafnar fyrir árið 2025 (CPH 2025 Climate Plan) er lögð megináhersla á orkuframleiðslu, orkunotkun, grænar samgöngur og stjórnsýslu. Gert er ráð fyrir að 78 prósent samdráttar í koltvísýringslosun náist með breytingum á orkuframleiðslu, til dæmis með byggingu 360 megavatta vindorkuvera á landi og sjó, með nýju hita- og orkuveri (CHP) sem nýtir lífmassa og með því að draga úr notkun jarðefnaeldsneytis. Orkusparnaður, þar á meðal orkuendurbætur og bygging orkunýtinna húsa, mun draga úr losun um 25 prósent. Í borginni hjóla 62 prósent íbúanna í og úr vinnu. Samgönguverkefni munu einkum snúast um hjólreiðar og að því að styrkja stöðu lífgas- og fjölknúinna strætisvagna og raf- og vetnisbíla. Ennfremur ætlar Kaupmannahafnarborg að setja af stað 300 loftslagsaðlögunarverkefni með 9,8 milljarða danskra króna til ráðstöfunar sem miða að því að búa borgina undir úrhellisrigningar og annað aftakaveður.Stokkhólmur.Vísir/GettyStokkhólmur: Frumkvöðull í loftslagsmálum allt frá 1998Fyrsta framkvæmdaáætlun Stokkhólms í loftslagsmálum var sam- þykkt árið 1998. Árið 2010 varð hún fyrst borga til að hljóta Grænu höfuðborgarverðlaunin (Green Capital Award) frá framkvæmdastjórn ESB og sjálfbærni er nú fastur þáttur í öllum áætlunum og borgarskipulagi. Í Stokkhólmi hefur koltvísýringslosun á mann dregist saman um 25 prósent frá árinu 1990. Langtímamarkmiðið er að borgin verði óháð jarðefnaeldsneyti fyrir árið 2040. Stór hluti samdráttarins í losun hefur náðst með fjárfestingum í fjarhitun, sem nær til um 80 prósenta allra heimila. Árið 2016 mun nýtt hita- og orkuver (CHP) sjá um hitun 190 þúsund heimila, framleiða 750 gígavattstundir af orku og minnka losun um 120 þúsund tonn. Stefnt er að því að 70 prósent alls matarúrgangs árið 2020 verði nýtt í framleiðslu á lífgasi. Gasið kemur í stað jarðgass í gaskerfinu og verður einnig hægt að nota það sem eldsneyti fyrir bíla. Allir öskubílar borgarinnar, þrjú hundruð strætisvagnar, vörubílar og meira en 10.000 bílar ganga nú fyrir lífgasi. Samkvæmt framkvæmda- áætlun borgarinnar í loftslags- og orkumálum eiga allir strætisvagnar í borginni að ganga fyrir sjálfbærri orku árið 2025.Osló, höfuðborg Noregs.vísir/GettyÓsló: Jarðefnaeldsneytislaus árið 2030 er markmið dagsinsÓslóarborg tilkynnti nýlega markmiðið um að verða jarðefnaeldsneytislaus fyrir árið 2030. Gert er ráð fyrir að helminga losun fyrir árið 2020 og minnka hana um 95 prósent fyrir árið 2030. Bílaumferð er mikil í Ósló. Borgin ætlar að setja almenningssamgöngur, hjólreiðamenn og gangandi vegfarendur í forgang og minnka bílaumferð um þriðjung fyrir árið 2030. Samkvæmt áætluninni á mið- borgin að vera orðin bíllaus árið 2019. Ósló er orðin þekkt fyrir fjölda rafbíla. Ein skýringin á þessum árangri er að rafbílar eru undanþegnir ýmsum sköttum og gjöldum, þar á meðal vegagjöldum í Ósló, og hleðsla og bílastæði eru ókeypis. Net hrað- hleðslustöðva og lífeldsneytis- og vetnisáfyllingarstöðva í Ósló verður eflt á næstu árum. Ennfremur ætlar borgin að fjárfesta í nýjum neðanjarðarlestargöngum undir miðborgina og bæta hjólreiðagrunnkerfið í því skyni að auka hlutdeild hjólreiða í daglegum ferðum um 25%. Almenningssamgöngukerfi borgarinnar, Ruters, verður útstreymislaust árið 2020.Frá Helsinki, höfuðborg Finnlands.Helsinki: Loftslagsaðlöguð borg er markmið fyrir 2050 Helsinkiborg hefur mótað vegvísi sem sýnir hvernig gera má höfuð- borgina koltvísýringshlutlausa árið 2050. Þrátt fyrir að dregið hafi verið úr kolefnissporum Helsinki á mann um 37 prósent síðan árið 1990 eru þau enn tiltölulega há miðað við aðrar borgir Evrópu. Kolefnisfótsporin eru sem stendur 4,7 tonn á mann en eiga að verða komin niður í 400 kíló á mann árið 2050. Megináskorun borgarinnar er að 90% hitunar byggir á jarðefnaeldsneyti, en 20 prósent eru vegna raforkunotkunar og 23 prósent vegna samgangna. Í vegvísinum er bent á þrjú forgangsverkefni í tengslum við loftlagsmarkmið borgarinnar fyrir árið 2050: Umbreytingu yfir í sjálfbæra orku, aukna orkuskilvirkni og öflugra almenningssamgöngukerfi. Stutt verður við koltvísýringshlutlausar samgöngur með skilvirku borgarskipulagi og með því að setja hjólreiðar, gangandi vegfarendur og almenningssamgöngur í forgang, meðal annars með skilvirku neti neðanjarðarlesta, lesta og léttlesta.
Loftslagsmál Mest lesið Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Erlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Fleiri fréttir Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri Sjá meira