Hvítar lygar Frosti Logason skrifar 3. desember 2015 07:00 Hvers vegna grípur fólk til hvítra lyga? Fyrir því eru auðvitað margvíslegar ástæður. Ég á einn félaga sem virðist hreinlega ekki geta sagt satt. Það er bara eitthvað sem heimilar honum það ekki. Þegar hann er á leiðinni í heimsókn segist hann ætla að mæta eftir hálftíma en kemur eftir tvo. Ef þú hringir í hann og spyrð hvar hann sé þá segist hann alltaf vera nær en hann er í raun. „Ég er bara hérna hjá Kringlunni, það eru fimm mínútur í mig,“ segir hann hjá álverinu í Straumsvík og verður aldrei kominn fyrr en eftir 20 mínútur í fyrsta lagi. Hugsanlega telur hann sig vera að gera fólki til geðs með því að segja alltaf eitthvað sem hann heldur að fólk vilji heyra fremur en það sem er satt og rétt. En niðurstaða þessara æfinga verður aldrei til þess að auka traust milli vina, síður en svo. Þessi árátta félagans gerir engum gott og allra síst honum sjálfum. Hann er til að mynda að verða nauðasköllóttur fyrir aldur fram sem ég tel að megi rekja beint til þess stanslausa kvíða sem fylgir því að þurfa stöðugt að segja ósatt. Heiðarlegt fólk sem hefur að leiðarljósi í sínu lífi að segja alltaf satt og rétt frá er því miður ekki á hverju strái. Slíkar manneskjur eru eins og vin í eyðimörk. Þú veist að það segir það sem það meinar og meinar það sem það segir. Það segir ekki eitt fyrir framan þig og annað í baktali. Það segir þér heiðarlega frá þegar það telur þig vera að breyta rangt og hrós frá slíkum manneskjum verður aldrei misskilið sem falskur sleikjuskapur. Þó að öll gerumst við einhvern tíma sek um hvítar lygar borgar sig alltaf frekar að sleppa þeim. Eigðu góðan dag á morgun með því að segja sannleikann í dag. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Frosti Logason Mest lesið Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson Skoðun Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes Skoðun Allskonar núansar Lilja Kristín Jónsdóttir Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir Skoðun Úr hörðustu átt Rósa Guðbjartsdóttir!!! Alma Björk Ástþórsdóttir Skoðun Hæstaréttardómari kallar Gróu á Leiti til vitnis Heimir Már Pétursson Skoðun Hugleiðingar um virðismat kennara Bergur Hauksson Skoðun Samúð Jón Steinar Gunnlaugsson Skoðun Frelsið er yndislegt þegar það hentar Jens Garðar Helgason Skoðun
Hvers vegna grípur fólk til hvítra lyga? Fyrir því eru auðvitað margvíslegar ástæður. Ég á einn félaga sem virðist hreinlega ekki geta sagt satt. Það er bara eitthvað sem heimilar honum það ekki. Þegar hann er á leiðinni í heimsókn segist hann ætla að mæta eftir hálftíma en kemur eftir tvo. Ef þú hringir í hann og spyrð hvar hann sé þá segist hann alltaf vera nær en hann er í raun. „Ég er bara hérna hjá Kringlunni, það eru fimm mínútur í mig,“ segir hann hjá álverinu í Straumsvík og verður aldrei kominn fyrr en eftir 20 mínútur í fyrsta lagi. Hugsanlega telur hann sig vera að gera fólki til geðs með því að segja alltaf eitthvað sem hann heldur að fólk vilji heyra fremur en það sem er satt og rétt. En niðurstaða þessara æfinga verður aldrei til þess að auka traust milli vina, síður en svo. Þessi árátta félagans gerir engum gott og allra síst honum sjálfum. Hann er til að mynda að verða nauðasköllóttur fyrir aldur fram sem ég tel að megi rekja beint til þess stanslausa kvíða sem fylgir því að þurfa stöðugt að segja ósatt. Heiðarlegt fólk sem hefur að leiðarljósi í sínu lífi að segja alltaf satt og rétt frá er því miður ekki á hverju strái. Slíkar manneskjur eru eins og vin í eyðimörk. Þú veist að það segir það sem það meinar og meinar það sem það segir. Það segir ekki eitt fyrir framan þig og annað í baktali. Það segir þér heiðarlega frá þegar það telur þig vera að breyta rangt og hrós frá slíkum manneskjum verður aldrei misskilið sem falskur sleikjuskapur. Þó að öll gerumst við einhvern tíma sek um hvítar lygar borgar sig alltaf frekar að sleppa þeim. Eigðu góðan dag á morgun með því að segja sannleikann í dag.
Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir Skoðun
Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir Skoðun