Formaður VM um Rio Tinto: „Hroki þeirra og framganga er ný fyrir okkur“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 2. desember 2015 17:24 Álver Rio Tinto Alcan í Straumsvík. Vísir/Vilhelm Guðmundur Ragnarsson, formaður Félags vélstjóra og málmtæknimanna, segir í pistli á heimasíðu félagsins að ákvörðun samninganefndar starfsmanna ÍSAL um að aflýsa verkfalli hafi verið það eina rétta sem hægt var að gera eins og viðræðurnar þróuðust. Þá segir hann ýmislegt hafa komið fram í deilunni „sem við sem samfélag verðum að skoða mjög alvarlega.“ Að mati Guðmundar snýst málið ekki bara um kaup og störf þeirra sem starfa hjá Rio Tinto Alcan á Íslandi heldur telur hann að fyrirtækið geti hugsanlega valdið efnahagslegum skaða fyrir samfélagið allt. „Við stóðum frammi fyrir alþjóðlegum auðhring þar sem álverið í Straumsvík og málefni þess eru vasapeningar fyrir þessa aðila sem reka og stjórna Rio Tinto og horfa aðeins á ársfjórðungsuppgjör fyrir hluthafa og bónusana sína. Hroki þeirra og framganga er ný fyrir okkur. Þetta er líka nýr veruleiki fyrir okkur sem samfélag, sem hefur verið að þróast mjög hratt vegna stöðu efnahagsmála heimsins. Þessi alþjóðafyrirtæki hugsa eingöngu í gróða og inn í þeim hugsunum rúmast ekki afleiðingar gjörða þeirra á samfélög og einstaklinga.“ Guðmundur segir þetta ekki hafa verið spurningu um að fara í verkfall, sjá svo fyrir að það yrði samið og fyrirtækið færi aftur í rekstur. Þvert á móti hafi menn staðið frammi fyrir því að fyrirtækinu yrði lokað, en pistil Guðmundar má lesa í heild sinni hér. Kjaradeila í Straumsvík Verkfall 2016 Tengdar fréttir Rannveig Rist segir löngu tímabært að fá niðurstöðu í kjaraviðræðurnar "Deilan snýst um þá staðreynd að ISAL situr ekki við sama borð og önnur fyrirtæki hvað varðar möguleika á útvistun verkefna,“ segir forstjóri Rio Tinto Alcan á Íslandi. 2. desember 2015 11:04 Rannveig Rist segir engin áform um að loka álverinu „Við erum ekki á förum,“ segir Rannveig Rist, forstjóri Rio Tinto Alcan á Íslandi. 2. desember 2015 12:27 „Vægast sagt sérstök staða og ekki trúverðug“ Talsmaður starfsmanna álversins í Straumsvík telur líklegt að stjórnendur hyggist loka álverinu. 2. desember 2015 10:09 Mest lesið Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Innlent Fleiri fréttir Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Sjá meira
Guðmundur Ragnarsson, formaður Félags vélstjóra og málmtæknimanna, segir í pistli á heimasíðu félagsins að ákvörðun samninganefndar starfsmanna ÍSAL um að aflýsa verkfalli hafi verið það eina rétta sem hægt var að gera eins og viðræðurnar þróuðust. Þá segir hann ýmislegt hafa komið fram í deilunni „sem við sem samfélag verðum að skoða mjög alvarlega.“ Að mati Guðmundar snýst málið ekki bara um kaup og störf þeirra sem starfa hjá Rio Tinto Alcan á Íslandi heldur telur hann að fyrirtækið geti hugsanlega valdið efnahagslegum skaða fyrir samfélagið allt. „Við stóðum frammi fyrir alþjóðlegum auðhring þar sem álverið í Straumsvík og málefni þess eru vasapeningar fyrir þessa aðila sem reka og stjórna Rio Tinto og horfa aðeins á ársfjórðungsuppgjör fyrir hluthafa og bónusana sína. Hroki þeirra og framganga er ný fyrir okkur. Þetta er líka nýr veruleiki fyrir okkur sem samfélag, sem hefur verið að þróast mjög hratt vegna stöðu efnahagsmála heimsins. Þessi alþjóðafyrirtæki hugsa eingöngu í gróða og inn í þeim hugsunum rúmast ekki afleiðingar gjörða þeirra á samfélög og einstaklinga.“ Guðmundur segir þetta ekki hafa verið spurningu um að fara í verkfall, sjá svo fyrir að það yrði samið og fyrirtækið færi aftur í rekstur. Þvert á móti hafi menn staðið frammi fyrir því að fyrirtækinu yrði lokað, en pistil Guðmundar má lesa í heild sinni hér.
Kjaradeila í Straumsvík Verkfall 2016 Tengdar fréttir Rannveig Rist segir löngu tímabært að fá niðurstöðu í kjaraviðræðurnar "Deilan snýst um þá staðreynd að ISAL situr ekki við sama borð og önnur fyrirtæki hvað varðar möguleika á útvistun verkefna,“ segir forstjóri Rio Tinto Alcan á Íslandi. 2. desember 2015 11:04 Rannveig Rist segir engin áform um að loka álverinu „Við erum ekki á förum,“ segir Rannveig Rist, forstjóri Rio Tinto Alcan á Íslandi. 2. desember 2015 12:27 „Vægast sagt sérstök staða og ekki trúverðug“ Talsmaður starfsmanna álversins í Straumsvík telur líklegt að stjórnendur hyggist loka álverinu. 2. desember 2015 10:09 Mest lesið Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Innlent Fleiri fréttir Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Sjá meira
Rannveig Rist segir löngu tímabært að fá niðurstöðu í kjaraviðræðurnar "Deilan snýst um þá staðreynd að ISAL situr ekki við sama borð og önnur fyrirtæki hvað varðar möguleika á útvistun verkefna,“ segir forstjóri Rio Tinto Alcan á Íslandi. 2. desember 2015 11:04
Rannveig Rist segir engin áform um að loka álverinu „Við erum ekki á förum,“ segir Rannveig Rist, forstjóri Rio Tinto Alcan á Íslandi. 2. desember 2015 12:27
„Vægast sagt sérstök staða og ekki trúverðug“ Talsmaður starfsmanna álversins í Straumsvík telur líklegt að stjórnendur hyggist loka álverinu. 2. desember 2015 10:09